Archive for nóvember, 2015

vika 1 – hlekkur 3

Mánudagurinn

við áttum að fá útúr heimaprófinu en Gyða var ekki búin að fara yfir þau öll þannig að við töluðum um fréttir og um hryðjuverkin í París og fengum umræðu um heimsvandamál og hryðjuverk

miðvikudagurinn

þá var skákmót fyrir hádegi þá og útaf því að við misstum af fyrri tímunum þá var bara einfaldur tími í staðin fyrir að vera tvöfaldur svo að báðir hóparnir gátu farið í náttúrufræði og samfélagsfræði. en þegar við fórum í náttúrufræði þá fengum við úr heimaprófinu. eftir að heimaprófin voru afhennt þá byrjuðum við í nýjum hlekki og það er efnafræði. og við fengum nýtt hugtakakort og vorum að upprifja alveg á fullu. ef ég á að segja eins og er þá man ég mest um efnafræðina sem við fórum í 8.bekk og ekkert svakalega mikið ú 9. bekk.

Hér er svakalega góð síða til þess að læra meira um efnafræði

hérna er síða til þess að upprifja chemistry-careers-spider

og hér líka

efnafræði

  • sú grein vísindanna sem fjallar um mismunandi efni sem eru í heiminum t.d. frumefni, samsett efni og svo er gott að skoða lotukerfið
  • „frumeindir (atóm): frumueindir er það smæðsta aðgreinanlega eining frumefnis, sem jafnframt hefur efnafræðilega eiginleika þess til að bera. Frumeind er þannig grundvallareining efna og helst óbreytt í efnahvörfum. hver frumeind samsetur af þremur gerðum eina: nifteind, róteind og rafeind“ (meira um frumeindir á wikipedia)
  • „sameindir(mólekúl): skilgreind sem nægjanlega stöðugur rafhlutlaus hópur tveggja eða fleiri frumeinda með fasta rúmfræðilega skipan sem sterk efnatengi halda saman. Hana má einnig skilgreina sem einingu tveggja eða fleiri atóma sem deilitengi halda saman. Sameindir greinast frá Fjöltóma rúnum í þessum stranga skilningi.“(meira um smaeindir á wikipedia)
  • Dímítrí Mendeléf bjó til eða kynnti töfluna lotukerfið (getur líka verið kölluð frumefnataflan.

fimmtudagurinn

áttum við að vera í tölvuveri að upprifja efnafræðina en síðan lá niðri þannig að við vorum bara að læra í íslensku og svona.Chemistry

heimildir: wikipedia

mynd og önnur

fréttir

Mæta vax­andi eft­ir­spurn með klón­un

Grunnskólakrakkar slá eldri borgara út af laginu: “Ha? Sæfíll?”

 

vika

mánudagurinn

Gyða gaf okkur heimaprófin og töluðum aðeins um það og hvernig væri best að læra og svona svo var notað tímann í að byrja á heimaprófinu.

miðvikudagurinn

vorum við skipt í hópa, tveir og tveir í hverjum hóp, og við áttum að velja eitt hugtak t.d. DNA – greininngu eða gena bankar, og svo fór einn og einn hópur þegar að það var búið að velja sér eitt hugtak (hóparnir máttu ekki hafa sömu hugtökin) þá áttu þeir að fara og afla sér upplýsingar um þessi hugtök sem að þau völdu sér og verða sérfræðingar eða vita meira um hugtakið og skilja það, reyna að komast út úr því hvort að það séu einhverjir gallar eða kostir og hvernig spurningar þau munu fá því að hóparnir áttu að kynna hugtakið daginn eftir og segja frá hvað hugtakið gerði og svona og þetta var ekki neinar glærukynningar og ekki neinir punktar eða plaggöt því að við áttum bara að segja frá hugtakinu og hvaða verkefni það hafði fyrir framan hópinn og fá umræður um hugtökin og einn hópur sem talaði í einu um hugtakið sem að þau völdu. ég var með Kristinn í hóp og við tókum DNA- greiningu

DNA- Greining

DNA- greining er oft notuð til að finna útúr því hver þrjóturinn er í sakamálum og hvort að einhver sé skyldur einhverjum. t.d. við erum með föður og barn og við viljum vita hvort að barnið sé virkilega hans. þá er tekið DNA sýni (munnvatn, blóð, neglur og fleira) úr einstaklingnum og það er sett í svona ,,þurrkara“ og svo er DNA-ið skorið í litla búta með svona sérstökum ensímum og svo er raðað því eftir munstri og það verður að svona strikamerki einhvernvegin og svo er gert það sama með hitt sýnið og sett það svo saman.

fimmtudagurinn

voru kynningar á hugtökinum og fá ummræður og skoðarnir annara og spurningar. við sátum öll á stóru borði og hópfélagarnir sátu hlið við hlið svo fór þetta bara hringinn.

fréttir

Nýtt líf með nýju and­liti

Sjö sprengingar í París fyrir skömmu: Þrír handteknir – Myndband frá skothríð næturinnar

vika 5 – hlekkur 2

mánudagurinn

þá vorum verkefnavinnu sem Gyða gaf okkur í vikunni á undan þegar hún var ekki. þessi verkefni er til að hjálpa okkur að skilja betur um hvað við erum að læra. t.d. var eitt verkefni þar sem við áttum að taka krónu og kasta henni upp og ef það lenti á skjaldamerki átti hárið að vera með krullur eða ef við fengum fisk þá átti það að vera liðað eða þannig og svo var líka eitt verkefni þar sem að við áttum að fylla út svona ættartré og athuga hverjir myndu vera litblindir eða þannig í fjölskyldunni, og svo fullt fleira í þeim dúr. og þetta var bara svolítill rólegur tími, en við lærðum samt mjök mikið af þessu.

miðvikudagurinn

þá var fyrirlestur um erðatækni. við töluðum um erfðabreytt matvæli og gyða sýndi okkur myndbönd. erfðabreytt matvæli eru framleidd úr líverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. meirihluti þeirra eru nytjaplöntur og afurðir þeirra. erfðabreytt matvæli hafa aukið framleiðslu með því að gera plöntunar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. það er mest frmaleitt af erfðabreyttum sojabaunum, maís, olíufræjum, kartöflum og tómötum auk baðmullar og tóbaks. Bandaríkin framleiða mest af erfðabreyttum matvælum og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en framleiðslan er minnst í Evrópu. erfðabreytt matvæli eru komin á markað víða um heim.  svo töluðum við líka um tvíbura og Gyða sýndi okkur fréttir.

fimmtudagurinn

vorum við í kahoot í erfðafræði.

fréttir:

Hroll­kald­ur hnött­ur á jaðri sól­kerf­is­ins

Bráðum verður hægt að klifra Everest í sýndarveruleika

heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1930

vika 4 – hlekkur 2

mánudagurinn

Gyða var með fyrirlestur og við skrifuðum í glósunar. Gyða talaði um kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir. í ABO blóðflokkakerfinu eru fjórir mismunandi blóðflokkar og það eru A,B,AB og O blóðflokkar. orðið blóðflokkur er notað um mótefnavaka á blóðfrumum, aðallega á rauðum blóðkornum. það eru 270 mismunandi blóðflokkamótefnavakar, flestir þessara mótefnavaka tilheyra 26 blóðflokkakerfum. Sum blóðflokkakerfin eru flókin, sérstaklega Rhesus og MNS kerfin. svo fórum við líka í kynbundnar erfðir. í kynfrumum eru bara 23 litningar, annar litningurinn úr hverju pari A-litninganna og svo einn kynlitningur. Í sæðisfrumum er kynlitningurinn X eða Y en í eggfrumum er alltaf X. móðir gefur alltaf x litnng til barna sinna en faðir gefur X eða Y litning. þannig ræður kynlitningurinn í sæðisfrumunni kyni barnsins. svo í lok tímanns skoðuðum við fréttir.

Miðvikudagurinn

Gyða var ekki þá en það voru svona 3 lítil hefti sem að við vorum að skoða og vinna verkefni úr. ég var að vinna með Evu og þórnýju og svo kom Eydís og Ljósbrá og við unnum allar saman. verkefnin voru t.d. var svona ættartré og við áttum að finna útúr því hvað margir úr ættartrénu væru litblindir og fleira.

fimmtudagurinn

vorum við að skoða blogg. download

fréttir

Flaug í gegn­um gosstróka ísver­ald­ar

Skírlífir franskir hommar megi gefa blóð

heimildir:

Glósur frá Gyðu

Landspítalinn og líka þetta

vísindavefurinn

mynd