Vísindavaka 2016

mánudagurinn

við byrjuðum á því að skipta okkur í hópa, ég var með Evu og Þórnýju í hóp, og við áttum finna tilraun sem að við ætluðum að gera. á endanum fundum við góða tilraun :)

miðvikudagurinn

þá var framkvæmdardagurinn. og Eva kom með borðtenniskúlur, ég græjaði jógúrt dollunum og Þórný fyllti könnu af vatni. svo fengum við allann tímann til að gera tilraunina. Eydís og Ljósbrá hjálpuðu okkur að taka upp nokkrar ,,klippur“.

það sem að á að gera:

er að hafa einhverja svona plastdollu og síðan á maður að hálffylla hana með vatni. síðan er hrært aðeins í vatninu og reynt að setja kúluna í miðjuna. þegar kúlan er komin í miðjuna þá á að sleppa dolluni og athuga hvort að kúlan skoppi eitthvað og hversu hátt hún skoppar.

tilraunin: Borðtennis í jógúrti

áhöld:

 • 3 tómar og misstórar jógúrt dollur (eða fleiri ef að þú vilt) við notuðum Skyrdollu, skólajógúrt dolla og drykkjarjógúrt-ar dolla.
 • 3 borðtenniskúlur (en ein er líka bara nóg ef þú ert að gera eina dollu í einu)
 • vatn

framkvæmd:

skyrdollan

 1. við byrjuðum á því að taka skyrdolluna og settum vatn í hana, svo þarf maður að hrista vatnið aðeins til svo að kúlan verði í miðjunni (sjá á myndbandi fyrir neðan)
 2. settum síðan kúluna í dolluna og reyndum að hafa hana í miðjunni (kúlan má ekki snerta hliðarnar því annars virkar þetta ekki)
 3. og svo var skyrdollunni slept og þá skoppaði borðtenniskúlan svona sirka 2 metra 

skyr

vandamál:

við settum fyrst alltof mikið vatn í dolluna en við komumst af því að það virkar miklu betur þegar að við settum aðeins minna vatn 

og við þurftum að gera þetta svolítið oft til að fá borðtenniskúluna skoppa úr dollunni.

Skólajógúrt-ar dollan

 1. byrjuðum á því að setja vatn í dolluna (svona hálffullt því það virkar miklu betur) 
 2. svo er hrært aðeins í vatninu (eða að reyna að búa til svona litla öldu)
 3. síðan var sett kúluna í dolluna og passa að hún sé í miðjunni 
 4. og að lokum er sleppt dolluni 
 5. kúlan skoppaði sirka 2,5 metra

0286

vandamál

voru mjög svipuð eins og hjá skyrsdollunni. og við þurftum að hræra svolítið oft í vatninu til þess að fá kúluna í miðjuna.

Skyrsdrykksdolla (drykkjarjógúrt)

 1. settum vatnið í dolluna og síðan er hrært í vatninu
 2. settum síðan kúluna þannig að hún sé í miðjunni
 3. síðan er henni sleppt
 4. kúlan skoppaði 3,4 metra

vandamál 

það voru eiginlega enginn vandamál með þessa dollu :)

lokaniðurstaða:

skyrsdrykksdollan (drykkjarjógúrt) vann

skyr_drykkur

En afhverju gerist þetta?

þetta gerist útaf því að þá fellur dollan, vatnið og kúlan á sama hraðanum, svo þegar dollan er búin að falla á jörðina þá er kúlan ennþá að falla því að hún er ennþá á vatninu, og þegar að dollan er búin að falla á jörðina, skellur vatnið í botnin á dolluni sem gerir einhverskonar öldu og þá skoppar kúlan upp. vatnið er með mun meiri massa en borðtenniskúlan og hún er ennþá að falla þegar að vatnið er búið að falla.

nánari úrskýring í myndbandinu okkar

heimildir

tilraun

myndir

mynd 1

mynd 2

mynd 3

 1. No comments yet.

 1. No trackbacks yet.