Archive for mars, 2016

Hugtakið Sjálfbær

Sjálfbær eða Sjálfbær þróun

hugtakið sjálfbærni eða sjálfbær þróun snýst ekki bara um einhver umhverfismál, heldur líka um efnahag, menningarmál, heilsu, velferð og félagslegt réttlæti. Dæmi um sjálfbæra þróun er t.d. þú færð þér eitthvað að borða í hreina og fína eldhúsinu þínu og þú færð þér kannski einhverja samloku og færð þér álegg á hana og fleira. Svo þegar þú ert búin að borða ferðu bara útúr eldhúsinu þínu án þess að ganga frá. Svo kemur einhver annar í eldhúsið og þá er allt í rústi eða áleggið er kannski ennþá á borðinu og ekki inní ísskáp. Þá getur ekki hinn einstaklingurinn notið þess að éta í hreinu eldhúsi, heldur þarf hann að éta í skítugu eldhúsi. Það sama með náttúruna, þú skilur ekki umhverfið í verru ástandi heldur en þú tókst við því, heldur reynirðu að skila umhverfinu í t.d. kannski í betra standi heldur en það var í þegar þu fyrst komst þangað. það þarf líka að hugsa um komandi kynslóðir sem gætu nýtt sér auðlindirnar í náttúru, efnahag , heilsu og fleira.

um hugtakið

samkvæmt sjálfbærni.is  er hugtakið skilgreint sem: „Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ (sjá meira hér

hugtakið kom fyrst út eða var fyrst kynnt til heimsins í skýrslu sameinuðu þjóðanna um umhverfi sem kom út árið 1987.

 

 

hlekkur 6 – vika 1

Mánudagur

ég man ekki mikið því að það er búið að vera svolítið vesen með bloggið og netið seinustu vikur. en ég held að við fengum heimaprófið afhent er samt ekki viss og svo fórum við yfir það.

miðvikudagur

þá var Gyða ekki þannig að allur bekkurinn fór í samfélagsfræði báða tímana. við áttum að skipta okkur í þriggja manna hóp og svo fengum við að velja hvaða verkefni við myndum gera, til dæmis valdi minn hópur kynning um landið fyrir flóttamenn. við gerðum myndband og þetta gekk bara nokkuð vel. svo voru fleiri hópar sem völdu t.d. íslendingar í útlöndum eða eitthvað þannig. þetta var skemmtilegt og mjög fjölbreytt verkefni. svo áttum við að skila inná samfélgasfræða facebook síðunna.

fimmtudagur

þá  fengum við nýtt hugtakakort og glósur. þessi hlekkur er um ísland og náttúru á íslandi og þá erum við líka að tala um náttúru, líffræði, jarðfræði og fleira. Gyða sýndi okkur gamla mynd eða landakort af íslandi og við vorum að tala um hvað landið er búið að breytast og þróast. Gyða sýndi okkur líka bækur og fleira sem við ætlum að nota til þess að hjálpa okkur og skoða í þessum hlekk. þessi tími var eiginlega bara smá kynning um þennan hlekk.

landafræði íslands

  • island er önnur stærsta eyjan í Evrópu
  • um það bil 10% eyjarinnar er undir jöklum
  • Jarðhiti er mikið notaður og sérstaklega við húshita
  • rekbelti, er það belti í gegnum ísland þar sem gliðnun úthafsskorpunnar  á sér stað
  • gliðnun skorpunnar fylgir mikil eldvirkni og því eru rekbeltin líka gosbelti

hér er góð síða um jarðfræði íslands

fréttir

Millj­ón­ir fylgd­ust með al­myrkva

Versti þurrk­ur í 900 ár

heimildir

wikipedia