Hugtakið Sjálfbær

Sjálfbær eða Sjálfbær þróun

hugtakið sjálfbærni eða sjálfbær þróun snýst ekki bara um einhver umhverfismál, heldur líka um efnahag, menningarmál, heilsu, velferð og félagslegt réttlæti. Dæmi um sjálfbæra þróun er t.d. þú færð þér eitthvað að borða í hreina og fína eldhúsinu þínu og þú færð þér kannski einhverja samloku og færð þér álegg á hana og fleira. Svo þegar þú ert búin að borða ferðu bara útúr eldhúsinu þínu án þess að ganga frá. Svo kemur einhver annar í eldhúsið og þá er allt í rústi eða áleggið er kannski ennþá á borðinu og ekki inní ísskáp. Þá getur ekki hinn einstaklingurinn notið þess að éta í hreinu eldhúsi, heldur þarf hann að éta í skítugu eldhúsi. Það sama með náttúruna, þú skilur ekki umhverfið í verru ástandi heldur en þú tókst við því, heldur reynirðu að skila umhverfinu í t.d. kannski í betra standi heldur en það var í þegar þu fyrst komst þangað. það þarf líka að hugsa um komandi kynslóðir sem gætu nýtt sér auðlindirnar í náttúru, efnahag , heilsu og fleira.

um hugtakið

samkvæmt sjálfbærni.is  er hugtakið skilgreint sem: „Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ (sjá meira hér

hugtakið kom fyrst út eða var fyrst kynnt til heimsins í skýrslu sameinuðu þjóðanna um umhverfi sem kom út árið 1987.

 

 

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.