vika 1 – hlekkur 1

mánudagur

við ræddum um vistkerfi og við vorum að upprifja hugtökin sem að við höfum lært og við vorum að para þau saman og tengja þau saman t.d. kolefni og hringrásir og þannig. svo töluðum við líka mikið um náttúruna og gróður, vistkerfi og hvernig ósnortin náttúra eða friðlýst svæði eru hættu.

ósnortin náttúra

 • takmörkuð auðlind semsagt eitthvað sem er bara til í takmörkuðu magni og eyðist þegar það er tekið af henni
 • minnkandi fjölbreytileiki
 • líklegt er að það lifi meira en 10.000.000 tegundir af lífverum en við þekkjum sennilega bara tvær milljónir lífvera sem eru á jörðinni
 • eyðing skóga
 • lífríki hafanna er í hættu
 • eiturefni sem berast út í sjóinn t.d. olía
 • gróðurfar breytist

miðvikudagurinn

var stöðvavinna um ljóstilífun og bruna

ég fór í stöð sem hét hringrás kolefnis og ég vissi eiginlega ekki neitt um það en þegar ég var búin að fara í þessa stöð vissi ég miklu fleira um það og þetta var örugglega stöðin sem að ég lærði mest í. svo fór ég orð af orði eða krossglímu. mig minnir á að ég hafi bara komist í þessar tvær stöðvar ég var rosalega lengi í stöð 3.

hrnigrás kolefna

kolefni er nauðsynlegt fyrir allt líf. frumeindir kolefnis er í öllum plöntum og dýrum. kolefnisfrumeindir eru í formi koltívoxíðs sem er í andrúmsloftinu og einnig í kolum, olíu og djúpt í jarðlögum. kolefnisfrumeindir fara í eitt form yfir í annað form í ýmsum hringrásum. hringrásir kolefna taka allar mismunandi tíma en það sem er alltaf í þessum hringrásum er að það er alltaf ljótillífun og bruni. ljóstillífun plantar er koltvíoxíð fer úr andrúmsloftinu og svo myndast súrefni um leið. súrefnið er síðan notað við brunann og um leið myndast koltvíoxið.

t.d. byggplöntur taka bara einn sólarhring til að framleiða á meðan getur stundum hringnum lokað á einni öld.

fimmtudagurinn

þá var Gyða ekki og við vorum í tölvuveri og fengum að velja hvað við máttum fjalla um af þremur möguleikum. ég valdi fæðukeðjur og hægt er að sjá þaða verkefni hér

fréttir :

furðulega fjölbreytt landslag 540px-Carbon_cycle-cute_diagram

Uppsöfnun náttúrulegra geislavirkra efna mælist í fyrsta sinn á Íslandi

heimildir:

maður og náttúra bók bls 48 og 49

mynd: https://is.wikipedia.org/wiki/Hringrás_kolefnis

danmörk með skólanum

náttúran í danmörku er aðeins öðruvísi en á íslandi finnst mér

það eru fleiri dýr og miklu fjölbreyttara dýralíf í danmörku en það er miklu fjölbreyttari náttúra hér á íslandi. það eru fleiri skordýr þarna og svo svona mörg laus dýr sem eru ekki á íslandi t.d. froskar, íkornar og svo voru risastórir sniglar þarna.

það er öðruvísi andrúmsloft þarna og það er svolítið þungt.

tréin og plönturnar í danmörku eru aðeins öðruvísi heldur en það er hér á íslandi t.d. trén þarna eru aðeins stærri finnst mér og þau eru miklu sverari og þau eru aðeins fleiri. og maður sá fleiri plöntur og blóm heldur en maður sér hér á íslandi. mig finnst miklu betri tún á íslandi heldur en í danmörku.

ef ég mætti velja þá myndi ég velja íslenskt andrúmslof en danskt veður því að það er miklu hlýrra þarna heldur en er á íslandi t.d. maður getur stundum verið í stuttbuxum þarna ef að það er lítil rigning þvi að andrúmsloftið er ,,heitara“ eða bara svona þyngra.

kostir í danmörku

 • hlýrra veður (loftslagsbelti: temprað úthafsloftslag. laufskógur.)
 • fjölbreyttara dýralíf
 • fjölbreyttari gróður
 • fleiri skordýr til að hjálpa náttúruinni

náttúruauðlindir í danmörku eru: olía, jarðgas, fiskur, salt og kalksteinn

ég var mjög ánægð og glöð að komast aftur heim á klakann :)

11986934_918231174936902_3355594358113692890_n

mörgæsir ú dýragarðinum

heimildir: http://www.nams.is/unglingasidur/

sveppaferð – Flúðasveppir

Gyða björk

sveppaferð

Hekla Salome Magnúsdóttir

12.5.15

 

við í 9 bekk fórum í ferð í sveppaverksmiðjuna á flúðum (flúðasveppir). Fyrst tók maður á móti okkur sem heitir Eiríkur og byrjaði að segja okkur almennar upplýsingar um fyrirtækið og hvernig þetta er gert og ferlið sem fer í gegnum sveppina. Flúðasveppir var stofnað árið 1984, maður sem hét Ragnar stofnaði fyrirtækið. Markið hans var að rækta 500 kg af sveppum í viku. En núna í dag er ræktað sirka 11 tonn af sveppum á viku. Það unnu 3-4 menn þegar fyrirtækið byrjaði en núna í dag eru sirka 30 menn sem vinna þarna.

Fyrst þarf að búa til rotmassa (kompost) sem að það þarf að búa til. Í það er helst notað bygg eða reyrgresi og líka hænsnaskít. Byggið eða reyrgersið, er í rúllum. Það er notað 80 rúllur í viku sem gera 400 þúsund rúllur á ári og einn gámur af hænsnaskít er notaður í hverri einustu viku. Massinn þarf að verða mjög blautur og þá sprautað heitu vatni í hann og settur hænsnaskítur í hann og svo er hann hrærður, svo er sprautað aftur og hrært aftur. Svo er látið loft steryma úr linum sem eru í gólfinu, og er blásað heyið í 6 mín á 20 mín fresti .

11301525_1130743486952456_99683142_n

<– loftið er látið streyma úr linum í gólfinu

11311904_1130751410284997_606603470_n

 

 

 

 

 

 

 

<–vélin sem heyið er hrært í

 

Allur massinn er settur þarna í viku og svo sett í vélina

11289735_1130743476952457_1786646916_n

 

 

 

og svo eftir þaða viku í 60°hita og þá myndast mikið ammoníak og það drepur dýr sem gætu verið í massanum.

Svo blanda þau sveppagróin við og sett í klefa í sirka 2 vikur og svo er ræktað.

11093414_1130743483619123_568000757_n

11311692_1130743473619124_1791618243_n

11310911_1130743480285790_1513579104_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáið þið massann (fyrir ofan)↑     Hann er settur í klefa við 25°c. það er búið að setja mold yfir hann og eftir nokkra daga byrja sveppa þræðirnir að koma í gegnum moldina. Þau þurfa að blekkja sveppinn með því að snöggkæla niður í 19°c, og þá byrjar sveppurinn að fjölga sér, en það má samt ekki kæla of mikið. Sveppirnir koma upp eftir sirka 2 vikur eftir að þetta er gert. svo er týnt bestu sveppina.

þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð.

hlekkur 7 – vika 3

mánudagurinn

við fengum nýjar glærur um heilkjarna einfrumunga. fjölluðum um jarðskjálftan í nepal og horfðum á myndbönd. skoðuðum blogg líka í lokin. við töluðum um frumverur. frumverur eru stundum hópað saman í eitt ríki sem skiptist í margar ólíkar fylkingar, þær eru skiptar í tvo meiginhópa sem eru frumdýr og frumþörungar. ríki frumvera er svona:

ríki:

 • frumverur

yfirfylkingar:

 • frumþörungar – frumbjarga
 • frumdýr – ófrumbjarga

fylkingar:

frumþörungar – frumbjarga

 • augnglerungar
 • gullþörungar
 • skoruþörungar

 

 

hlekkur 7 – vika 2

Mánudagurinn

við byrjuðum á því að klára kynninguna um örverur. við svöruðum spurningum og fleira. man ekki mikið það sem við gerðum þá. við töluðum mikið um ebólu, Gyða sýndi okkur myndbönd um hana og hvarnig hún fjölgar sér. Gyða sýndi okkur líka þetta myndband. við enduðum tímann á að skoða blogg. ,,Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi.´´ (meira á  vísindavefnum). Ebólan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976, það eru til fjögur þekkt afbrigði af veirunni og eru þau öll nefnd eftir svæðum sem þau hafa fundist á. 

Smá um Einnkenninn:

 • Ebólan ræðst á öll líffæri og vefi líkamans nema bein og vöðva
 • hún breytir öllum hlutum líkamanns í hálfmaukað slím sem er gegnsýrt af sýkjandi veiruögnum.
 • hún inniheldur sjö gerðir af próteinum sem vinna þrotlaust líkt og vél og éta upp vefi líkamanns á meðan veiran fjölgar sér í hýslinum
 • littlir blóðtappar myndast í bóðrásinni og blóðið þykknar, blóðkekkir loða hver við annan og festast við æðveggina.
 • Blóðkekkirnir mynda stærri tappa sem minna á mósaík innan í æðakerfinu. þetta stöðvar blóðflæði til líffæra og vefja líkamans, það veldur súrefnisþurrð og drepi í vefjum sem birtast sem svartir blettir á heila, í lifur, nýrum, lungum, þörmum, brjóstum (karla og kvenna) og yfir allt yfirborði húðarinnar.
 • rauðir blettir myndast í húðinni (Peteciae) sem eru blæðingar undir húð
 • niðurgangur, æl, veikleiki, blæðing

hér er mynd sem sýnir einnkenninn af ebólunni

Symptoms_of_ebola (1)

Þriðjudagurinn

við byrjuðum á að tala um hvað við ætluðum að gera í tímanum. við áttum að vera tvö og tvö og taka einhvern kynsjúkdóm og fjalla um hann og sérstaklega veiruna og hvernig hún smitar og gerir. ég var með Halldóri, og við tókum kynfæravörtur. kynfæravörtur er sýking af völdum HPV ( human papilloma virus). það eru margar þekktar gerðir af veirunni og sumar hafa verið tengdar leghálskrabbameini. sýkingin getur valdið vörtum á slímhúð og húð, og sérstaklega á ytri kynfærum og við endaþarmsorp. veiran finnst mikið í krabba. það var smá vesen að byrja því að það var t.d. eitt app sem var ekki í ipadinum sem við notuðum þannig að við þurftum að fá okkur tölvu og eitthvað þannig. við vorum svolítið að falla á tíma í lokin þannig að þetta er svólítil stutt kynning en við létum það virka. okkur fannst samt lang erfiðast að finna hvað veiran var og hvað hún gerir.

hér er kynninginn okkar

 

fimmtudagurinn

þá var frí í skólanum :)

heimildir: wikipedia, visindavefurinn, mynd

hlekkur 7 – vika 1

mánudagur

vorum við að tala um hvað við mundum gera næstu vikur því að það var kominn nýr hlekkur. við byrjuðum á að upprifja frá dýrahlekknum um ,,vísindalega flokkun´´ og skrifuðum það upp í hugtakakortinu okkar. svo upprifjuðum við um bakteríur, veirur, frumur, líffbjarga, frumbjarga, einfrumu og fullt fleira. við fórum vel í ríki t.d dýraríki og svepparíki og fleira og hvað þau væru eða t.d. svepparíkið er ófrumbjarga. svo sýndi Gyða okkur bbc- wild life.

Ríki

 • dýraríki: ófrumbjarga, fjölfruma
 • plönturíki: frumbjarga, fjölfruma
 • svepparíki: ófrumbjarga, fjölfruma, (en finnast stundum einfruma)
 • frumveruríki: ófrumbjarga/frumbjarga, einfruma
 • bakteríkur (veirur): ófrumbjarga/frumbjarga, einfruma

Þriðjudagurinn

mig minnir að við fórum í nearpod kynningu þá, en er ekki alveg viss. í kynningunni var verið að fjalla um veirur og bakteríur og svo voru spurningar og myndbönd um þau en, það sem mér fannst áhugavert var bygging veira. bygging veira er þannig að það er próteinhylki á ofan svo inn í því er erfðaefni sem fer niður og fjölgar sér einhvernæginn og svo eru festingarnar. þær eru semsagt gerðar úr próteinhylki, erfðaefni og festingum. hér er betri mynd fyrir neðan. mér fannst líka veirusúkingar áugaverðar. það eru til tvær sýkingar, það er hröð veirusýking og hæg sýking. hörð er þannig að fruman hættir að starfa og framleiðir nýjar veirur. að lokum springur fruman og fjöldinn allur af veirum losna út í umhverfið og smita síðan fleiri frumur, til dæmis kvef. hæg sýking er þannig að fruman heldur áfram að starfa en framleiðir eina og eina veiru og svo drepst fruman en þá er hún búinn að framleiða svo mikið af veirum sem losna út, t.d. HIV veiran. svo sýndi Gyða myndbönd og fréttir.

Bacteriophage-t4BacteriophageCartoon

 

fimmtudagurinn

var skíðaferð.

fréttir: Japarnir stefna á tunglið , Óttast að asískir risageitungar berist fljótlega til Bretlands: Verða allt að 5 sentimetra langir

heimildir: mynd 1, mynd 2 og glósur frá gyðu og

hlekkur 6 – vika 5

Mánudagur

var ekki skóli

Þriðjudagur

fyrst vorum við að tala um hvað væri mikið eftir af skólanum og hvað við mundum gera næstu vikur. svo skoðuðum við fréttir og töluðum mikið um fréttirnar og svona. svo skoðuðum við blogg. við töluðum um stærsta sumarboðann (eða steypireiðinn), sem er nýlega búinn að sjást. svo fórum við að skoða natureisspeaking.org skoðuðum myndböndinn. þetta er um náttúruna og bara aðeins að segja að við verðum að gera eitthvað núna. frægar stjörnur eins og Julia Roberts og Edward Norton eru að tala fyrir eitthvað í náttúrunni t.d. regnskógur eða einhvernægin þannig. við áttum að taka eftir og glósa eitthvað sem okkur fannst áhugavert um það sem að þau segja um það sem þau eru, t.d. maður getur séð kóral rifin frá geimnum það er svo stórt og það er stærsta lífvera jarðar, og blómin, líf byrjaði með blómi og gæti endað með engu blómi. við töluðum mest um þetta en svo töluðum við líka margt og mikið um steipireyðinn. t.d. steipireyðurinn er stærsta spendýr jarðar og getur orðið allt að 100 ára gömul. við töluðum líka um eina frétt sem fjallar um okkur og facebook.

fimmtudagurinn

vorum við í tölvuveri og vorum að skrifa um steypireyðinn. við áttum að skoða fréttirnar sem við skoðuðum á þriðjudaginn og ger aannað hvort hugtakakort á blaði eða í xmind og svo áttum við að skrifa í bloggið. ég gerði hugtakakort og skrifaði í bloggið. við áttum að nota hugtakakortið til að hjálpa okkur. hér er (fyrir neðan) hugtakakortið mitt.

fréttir og fróðleikur:

Vís­bend­ing um að vatn sé á Mars

 

IMG_1313

steipireyður

steipireyðurinn er stærsta dýrategund jarðar og er spendýr. hún getur orðið allt að 30m að lengd og 200 tonn að þyngd og getur orðið 100 ára gömul. hún er í útrýmingahættu og hefur fækkað mjög mikið vegna ofveiðar. það var mest sóst í hana vegna stærð hennar og árið 1948 voru veiddar 163 steypireyðir, en árið 1960 var hún friðuð við ísland. hún getur náð 30km/klst hraða. sagt er að fjöldi í heiminum er á bilinu 6.000 til 14.000 dýr. nýlega er hún búin að sjást á íslandi.

blue-whale

heimild: http://vistey.is/is/spendyr/steypireydur 

http://www.visir.is/staersti-sumarbodinn-synir-sig-a-skjalfanda/article/2015704079981

mynd: http://animalstime.com/blue-whale-facts-kids-blue-whale-habitat-diet/

 

hlekkur 6 – vika 4

mánudagurinn

við fengum nýjar glærur og Nearpod kynningu. glærunar voru um eðlisfræði vatns í hvítá. vatn er léttara í föstu formi og jörðin er 70% vatn. 30 – 50% orka sem við notum fer til spillis t.d. við þurfum ekkert endilega að láta vatnið renna á meðan við erum að bursta tennunnar eða að við verðum ekkert endilega að bíða þar til að sturtan verði notalega heit.

Þriðjudagurinn

þá vorum við að prófa svolítið nýtt, Við fórum í hópa og svo áttum við að finna eitthvað til að lesa og gera í hugtakakort.

t.d. ég tók um bleikjur á þingvöllum og þá fékk ég nokkra littla miða til að skrifa hugtökin um bleikjuna sem er á þingvöllum. t.d. bleikjur í þingvöllum, svo kemur t.d. frá því 4 afbrigði og svo framvegis. svo þegar það var búið var sett það saman í eitt hugtakakort. minn hópur gerðum um fiska í þingvöllum.

fimmtudagurinn

þá vorum við að kynna hugtakakortin sem við gerðum á þriðjudaginn. svo vorum við að velja úrslit fyrir myndirnar sem við tókum og settum á facebook síðuna í náttúrufræði.

fréttir

Haf­ís­inn í sögu­legu lág­marki

Fjögur þúsund ferðamenn væntanlegir með skemmtiferðaskipum vegna sólmyrkvans

hlekkur – vika 2

Mánudagur

vorum við í kahoot því að sumir voru í dansi og við vorum að fjalla um ísland og svo fórum við í fótbolta kahoot.

þriðjudagurinn

vorum við í stoðvavinnu. ég var mest að fjalla um stöð 16. hún var frekar áhugaverð því að Þingvellir eru skráð á heimsminjaskrá (líka surtsey) og ég var eiginlega bara að fjalla um það en svo fór ég líka á stöð 15 sem var ýmiss fróðleikur um svæðið (þingvellir) t.d. ég vissi ekki að það er fjórða dýpsta vatnið á íslandi.

fimmtudagurinn

fórum við út að taka myndir og setja inná facebook síðu sem er fyrir náttúrufræðina. verkefnið var þannig að það væru 3-4 saman í hóp og svo átti að fara út og taka myndir af hugtökum t.d. vistkerfi eða neytendur. það átti að taka 4-5 myndir.

hér er dæmi:

11040893_1085071388186333_742773223441075270_n

 

fréttir:

Aðeins ein stjarn­fræðiein­ing í Plútó