vika 2 – hlekkur 3

mánudagurinn

Byrjuðum við að tala um stjörnur, vetrarbrautir og stærðir Við ræddum líka mikið um myndun, þróun og ævi stjarna.

svo skoðuðum við grein myndun stjarna á stjörnufræðivefnum. Svo skoðuðum við fullt af fréttum og annað fróðlegt.

þriðjudagurinn

var stöðvavinna. Gyða kynnti stöðvarnar og svo var bara strax byrjað. stöðvarnar sem ég fór í eru stöð 1. þar var maður að skoða NASA vefinn  þetta er mjög fræðilegur vefur og mér fannst hann skemmtilegur. ég fór líka í stöð 8 og það var þessi síða sem átti að skoða. ég skoðaði úranus og það var mjög fræðilegt, það sem mér fannst sniðugast á þessari síðu var tafla um plánetuna og í henni stóð hvaða massi pláneturnar væri og hver fann plánetuna. og svo stöð 13 sem var bara að skoða og lesa fréttir.

fimmtudagurinn

var Gyða ekki og við vorum í tölvuveri að gera power point verkefnin. ég er að gera um halastjörnur.

myndun stjarna:

 • þær myndast í stórum og köldum gas- og rykskýjum
 • Skýin eru nógu köld og þétt til að atóm geti bundist saman og myndað sameindir 
 • Skýið byrjar að dragast saman vegna þyngdaráhrifa og svo myndast frumstjarna þar sem skýið  er þéttast 
 • það eykst hiti í frumstjörnuni og þrýstingur og kjarnasamruni hefst í iðrum hennar sem myndar hita og ljós

heimildir: http://www.stjornufraedi.is/alheimurinn/stjornur/myndun-stjarna

fréttir: http://www.geimurinn.is/frettir/nr/1269

Menn gætu flogið á Tít­an

Alvarleg árás á konu á Selfossi: Lagði til hennar með eggvopni – Hundur konunnar kom til bjargar

eso1326a

 

mynd fundin hér

vika 1 – hlekkur 3

mánudagurinn

Byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir Stjörnufræði. En við fórum ekki í tíma því að það var dagur íslenskrar tungu þá var allur skólinn með atriði og verkefni sem við vorum að sýna úr faggreinavalinu.

Þriðjudagurinn

þá var stöðvavinna og Gyða var líka að kynna okkur um powerpoint verkefni um ehv sem er út í geimnum t.d. úranus og fleira ég valdi Halastjörnur. Svo byrjuðum á því að tala um hlekkinn, hvað við myndum gera og svo hvað væri best að læra t.d. stjörnufræðivefurinn, Hubble sjónaukann og fleira. Svo var byrjað á stöðvavinnunni. Ég fór í stöð 10 sem mér fannst skemmtilegust og heitir the scale of the universe. Svo fór ég í stöð 2 um Hubble sjónaukann, semsagt það eru top 100 myndir sem Hubble sjónaukinn hefur tekið út í geim. Mér fannst þær myndir flotta og svolítið erfitt að trúa því en það eru ekki photoshop-aðar myndir. Svo stöð 5 og það voru verkefni t.d. orð af orði.

Fimmtudagurinn.

vorum við í tölvuveri að klára hópaskýrsluna. minn hópur náði að klára skýrsluna okkar og við sendum Gyðu bara skýrsluna í tölvupósti.

Staðreyndir um Halastjörnur.

 • Halastjörnur eru littlir hnettir sem gerðir eru úr Ís og Ryki sem sveima um sólina. 
 • Halinn er helsta sérkenni Halastjarna.
 • Agninar úr halanum verða eftir á braut Halastjörnunnar. 
 • ,,Halastjörnum er skipt í tvo hópa eftir umferðatíma þeirra. Skammferðarhalastjörnur eða umferðarhalastjörnur hafa stuttan umferðartíma, þ.e. eru innan við 200 ár að ferðast umhverfis sólina. Flestar skammferðahalastjörnur koma frá svonefnduKuipersbelti (frb. Kæpersbelti), svæði sem inniheldur þúsundir ef ekki milljónir íshnatta handan brautar Neptúnusar. Dæmi um skammferðarhalastjörnu er halastjarnan Halley sem hefur 76 ára umferðartíma.

fréttir:

Krabba­mein rakið til offitu

Ógnvænleg fegurð ef slökkt yrði á ljósunum í stórborgum: Töfrandi ljósasýning himinsins

heimildir:

http://www.stjornufraedi.is/

mynd fundin hér 

potw1346a

vika 5 – hlekkur 2

mánudagur

vorum við að fara yfir glósurnar og klára að gera nokkur dæmi. svo var kíkt á fréttir. Síðan var verið að undirbúa okkur fyrir tilraun sem að við múndum gera á þriðjudaginn.

Þriðjudagurinn

Byrjaði Gyða á að sæyna okkur hvað við þurftum í tilraunini. Svo var dregið í hópa. Ég og hópurinn minn byrjuðum á tilrauninni. Þegar það var búið þá fórum við að vinna í skýrslu.

fimmtudagurinn

var verið að reyna að klára skýrsluna um tilraunina í tölviveri.

fréttir:

Rosetta leit­ar að sof­andi fari

10 óútskýranlegar myndir sem munu láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds 

hlekkur 2 – vika 4

á Mánudag og Þriðjudag var vetrarfrí :)

Fimmtudagurinn

Þá vorum við í leik sem hét Kahoot. það voru nokkrir saman með ipad og nokkrir einstakir með einn ipad. mér fannst þetta skemmtilegur leikur.

fréttir

Reiki­stjörn­ur í móðurkviði

Faðir gómaði barnaníðing með því að þykjast vera 10 ára dóttir sín​

vika 3- hlekkur 2

mánudagurinn

Fengum við nýjanglærupakka og við fórum yfir hann og svo voru smá dæmi í glósonum sem mér fannst pínku erftt að skja fyrst en sv0 skildi ég þetta betur.

þriðjudagurinn

var stöðvavinna. ég fór í nokkrar stöðvar en þær voru flest verkefni um hröðun, kraft og afl. mér fannst .þetta skemmtilegar stöðvar og ég lærði mikið á þeim.

fimmtudaginn

var skilað ritgerðum og í tölvuver í Phet forritunum.

 • lögmál Newtons eru 3
 • fyrsta lögmálið er stundum kallað Tregðulögmálið eða Tregða. ,,Allir hlutir hafa tregðu og halda því óbreyttum hraða og stefnu nema á þá verki ytri kraftar sem samanlagt eyða ekki hver öðrum“.
 • annað lögmálið er Kraftur og hröðun. ,,Kraftur er jafn tímabreytingu skriðþunga sem jafngildir margfeldi massa og hröðunar, þ.e. F = ma´´
 • þriðja lögmálið er kallað Átak og Gagntak. ,,Kraftar koma alltaf fyrir í pörum. ,,Ef hlutur A verkar á hlut B með krafti (átaki) verkar hlutur B einnig með krafti á hlut A (gagntaki). Átak og gagntak hafa sömu stærð en öfuga stefnu´´

fréttir:

Ótrúlega sjaldgæfur ´blóðsugu-hjörtur´ sást í fyrsta sinn í 66 ár

Ósongat á stærð við N-Am­er­íku

heimildir: Lögmál Newtons og Hver eru Lögmál Newtons

 

hlekkur2- vika2

Mánudagurinn

Byrjuðum við á því að horfa á myndband útaf því að við erum kominn í nýjan hlekk. svo fengum við nýjar glósur hjá Gyðu og við fórum yfir þær. glósurnar voru um krafta og hreyfingu. í endanum á tímanum Sagði Gyða frá stöðvavinnu sem við mundum gera á þriðjudeginum.

þriðjudagurinn

var stöðvavinnan og ég var með Þórnýju og Nóa. tilraunin var hvað lengi maður var að labba og hlaupa upp stiga á meðan einn átti að taka tímann. við gerðum þetta og skrifuðum niðurstöðurnar. eftir það var farið upp og í fartölvu byrjað á skýrslum og að reikna útreikninganna í excel forriti.

fimmtudagurinn

þá vorum við í tölvuveri að vinna skýrsluna.

fréttir:

Spreng­ing­in heyrðist um alla strand­lengj­una

Dansandi prestar slá í gegn á netinu: Myndband

hlekkur 2- vika 1

mánudagurinn

vorum við að byrja í nýjum hlekk í eðlisdfræði. Gyða gaf okkur glósur og við fórum yfir það helsta.

þriðjudagurinn

vorum við í stöðvavinnu um eðlisfræði. ég fór í stöð 8. vorum við að gera svona verkefni um massa og fleira. stöð 12 var krossglíma eða svona orð af orði. stöð 9. mér fannst hún skemmtilegust og hún var um kraft og vinnu og svo fór ég í stöð 10. og það var um gorma og hver gormur var með sér styrk og svo á maður að setja þyngd á gormanna.

fimmtudagurinn

skiliðum við ritgerð og svo fengum við frjálst í tölvur.

fréttir

Stórfurðuleg sjávarvera veiddist í Singapore: Ótrúlegt myndskeið

Gasmengun berst til Húsavíkur og nærsveita

mynd fundin hér

weight

vika 7- hlekkur 1

mánudagur

við vorum nýbúin að taka könunn í dýrahlekknum en einkunnirnar voru ekki svo góðar, þannig að Gyða paraði okkur tvö og tvö saman. Svo áttum við að svara spurningum sem voru eiginlega líka könnun, þetta var gert til að bæta upp einkunninar.

þriðjudagurinn

þá vorum við að gera ritgerð í tölvuveri. við fengum líka að vita niðurstöðurnar úr prófonum.

vorum í tölvuveri að skrifa ritgerð.

fréttir

Tíu ára drengur myrti níræða konu eftir að hún öskraði á hann

10 einstakar myndir sem sýna stórbrotið dýralíf náttúrunnar

 

vika 6 – hlekkur 1

í dag ætla ég að blogga um Bárðabungu.

Bárðabunga er næstum 200 km löng og allt að 25 km breið eldstöð á Íslandi. Þess vegna er hún ein stærsta, öflugasta og hættulegasta eldstöð landsins. Bárðabunga sjálf er í Vatnajökli og er allt að 10 km breið og allt að 700 m djúp. Þjórsárhraun er stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni úr einu gosi, en það er úr Bárðarbungu kerfinu. Árið 1797 var gos í Holuhrauni sem tilheyrir Bárðarbungukerfinu og nú gýs það aftur. Það hófst með jarðskjálftum 16. ágúst 2014 og síðan byrjaði að gjósa 29. ágúst. Þetta er þegar orðið eitt stærsta hraungos á Íslandi í langan tíma, er þegar orðið 46 km2. Það hefur líka framleitt mikið af gosefnum, hefur staðið í mánuð og hefur þegar framleitt um það bil helminginn af gosefna magninu sem varð til í Surtseyjar gosinu á fjórum árum.

fréttir:

Gígurinn Baugur er þegar 100 metra hár

Mikil skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli: Stærsti skjálftinn 3,9

Heimildir: eldgos.is

vika 5 – hlekkur 1

Mánudagur

Fjölluðum við um orma og svo fórum við í nearpod kynningu um orma.

 • ormar eru í ættbálki Þráðorma
 • þeir eru tvíkynja
 • þeir anda í gegnum húðina

Þriðjudagurinn

vorum við í stöðvavinnu um skordýr t.d. áttfætlur, margfætlur, flugur og kóngulær. ég fór á nokkrar stöðvar. stöðin sem mér fannst merkilegust var að skoða flugu smásjá. Og svo fór ég í stöð um fullkomna breytingu  og ófullkomna breytingu. fullkominn er að þeð er egg,- lifra,- púpa,- fullvaxið og ófullkominn er Egg,- orm,- fullvaxiðdýr.

fimmtudagurinn

fórum í ritgerðarvinnu og fjölluðum aðeins um heimildir.

heimildir: vísindavefurinn og Wikipedia

fullkominn myndbreyting

mynd fundin hér

fréttir

Sáu bleik­an roða á himni

Fimm ára einhverf stúlka málar meistaraverk