0

vika 3 hlekkur 5

mánudagur:

ég var ekki á mánudaginn en fólkið fékk fyrirlestur um ljós og svo held ég að þeu hafi farið í alías.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn var könnun. mér gekk ekkert mjög vel í henni.

við skiluðum sjálfsmati úr bylgjufræði og fórum svo í tölfuver og löguðum og lagfærðum bloggið okkar þegar við höfðum lokið könnunninni og skilum á mati.

föstudagur:

á fösfudaginn var svo stöðvavinna og í byrjun tímans kynnti Gyða fyrir okkur hvað væri í boði og stöðvarnar sem voru í boði voru skemmtilegar og það átti að klára a.m.k 5 stöðvar og ég og Halldór (við vorum saman í hóp) kláruðum 6 stöðvar.

speglastöðin var skemmtileg en hún virkaði þannig að þið eruð með blað fyrir framan spegil og  þið egið að teikna mynd og svo skipta um mynd og reyna að teikna myndina sem hin/hinn gerði og þið megið bara teikna myndina með því að horfa í spegilinn þetta er erfitt en skemmtilegt líka.

svo fórum við í svona millu á töflunni ( það var sko stöð ) Halldór vann mig 3x og við hættum ekki í þessu fyrr en ég vann hann og svo vann ég hann á endanumog þá fórum við loksins á aðra stöð.

eldspítustöð var ágæt þá röðuðum við eldspítum upp þannig það varð einhver mynd og við máttum bara hreifa eina eldspítu svo kólan kæmist niður. mér fannst það ekkert svaka skemmtilegt.

kubbastöðin var fín þá fengum við kubba eða svona form og röðuðum þeim saman þannig við bjuggum til myndir úr þeim og ég náði að búa til bátinn og okkur Halldóri fannst kötturinn alltof erfiður að við gáfumst upp en ég náði líka að búa til kertið. þessi stöð var líka ágæt.

sjónhverfingarstöðin var skemmtileg, við fengum Ipad og fengum að sjá allskonar sjónhverfingar. mér fannst þessi stöð skemmtilegust.

svo voru bara svona gátur ég vissi eina gátu þarna á blaðinu og já… mér fannst þessi stöð alveg ágæt :)

Krókódílar klifra í trjám

Pítsa sem geymist í þrjú ár við stofuhita

hverjum dettur í hug að stela 7 tonna mangó ?

http://menn.is/afriskur-aettbalkur-flytur-let-go-ur-frozen/

 

 

0

vika 3 hlekkur 5

mánudagur:

ég var ekki helminginn af tímanum en á meðan skrifuðu þau á hugakortið og fóru yfir glærur en svo kom ég og þá fékk ég glærur um hljóð (eins og allir hinir) og fórum yfir nokkrar áhugaverðar glærur. Svo fengum við að skoða tækni og tól ársins 2013. svo sáum við Big bang theory brandarann / doppoler effect.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn var könnunn um bylgjur og ég var með fullt hugakort af glósum og dóti bæði framaná og aftaná. Mér fanns mér ganga nokkuð vel í prófinu og örugglega í fyrsta skipti sem ég vet eitthvað af svörum í náttúrufræðikönnunn og var bara nokkuð ánægð með sjálfa mig. Svo eftir prófið fórum við niður í tölvuver í phet forritin.

föstudagur:

á föstudaginn fengum við útkomna úr prófinu og ég varð soldið spennt fyrir einkunninni af því þetta yrði mögulega sæmileg einkunn en nei !!! þetta varð auðvitað ekkert góð einkunn eftir allt saman. svo fórum við yfir prófið.

við fórum yfir blogg og Gyða varð mjög ánægð með bloggið hjá flestum.svo töluðum við mikið um schumacher – slysið.

svo horfðum við á video frá lego keppninni sem flúðaskóli tók þátt í og stóð sig bara mjög vel og svo klöppuðum við fyrir Ástráði, Sölva og Halldóri Friðriki fyrir flott skemmtiatriði sem þeir sýndu á keppninni en voru reyndar ekkert búnir að æfa sig fyrir það, þetta var bara ákveðið á staðnum að þeir myndu gera þetta þarna. en hér er videoið af sttrákunum og fleirum úr keppninni

lego keppnin fludaskoli viðtal

Frétt BBC í heild.

 

 

 

 

0

vika 2

mánudagur:

á mánudaginn skoðuðum við skemmtileg video. við skiluðum sjálfsmati frá vísindavökunni og kláruðum glósur frá síðustu viku. það var líka spjallað mikið og skoðað fréttir og blogg

listaverk…  þetta er listaverk, gert á fáranglegann hátt en þetta video sáum við á mánudaginn

 fallhlífastökk.

þetta video hér að ofan er svaka flott þar sem fólk hendir sér niður af byggingum og svífur svo í fallhlífum :)

fimmtudagur:

á fimmtudaginn byrjuðum við uppi í stofu (er sko alls ekki búin að gleyma hvað stofan heitir skohh) og sáum video af brú í ameriku brotna út af roki hún veltist um og það komu svona bylgjur og svo var fólk bara í rólegheitum að labba þarna og taka fullt af myndum.

Tacoma Narrows brúin 1940

en svo fórum við niður í tölvuver og fórum í bylgjuleik. ég náði upp í 4. level en það hæsta sem varð í bekknum var 9. svo… já ég tel mig alveg lala í þessum leik. svo vorum við bara að fikta í svona leikjum með hljóð og bylgjur :)

Herma   phet – forritin 

föstudagur:

á föstudaginn var stöðvavinna og ég var ein í hóp að drepast úr hausverk svo ég náði ekki að gera mikið en ég náði þrem stöðvum

stöð 12. á stöð 12 var ég í tölvu og þar var fyndinn Big bang theory brandari og svo var líka fróðleikur um doplerhrif brandarinn
fróðleikurinn

svo fór ég á stöð 3 og þar var linkur á vísindavefnum um hvaða dýr heyrir best = Leðurblökur svo var eitthvað mjög skrítið lag um leðurblökur og svo var flott myndband um leðurblökur = leðurblökustöð.

svo fór ég á stöð átta og þar var video með kalli sem ætlaði að brjóta glas með röddinni það gekk ekki alveg í fyrstu en hann náði því í endann ágæt stöð Herma

thats all folks !

takk fyrir að lesa !