0

Vika 3 hlekkur 6

Mánudagur:

á mánudaginn var ekki tími hjá okkur af því að við vorum í fermingarfræðsluferð með séra Eiríki og við skoðuðum helstu kirkjur hreppanna: Skálholtskirkju, Ólafsvallarkirkju, Stóra-Núpskirkju og Hrepphólakirkju og svo fórum við í Búrfellsvirkjun og fengum að skoða margt fræðilegt og skemmtilegt og svo fórum við líka í Þjórsárstofu og fengum að sjá mynd um Skeiða og Gnúpverjahrepp en við fengum að sjá hana af því að við vorum svo tímanlega í hádegismat svo við horfðum bara á myndina þangað til að við fengum að borða.

Fimmtudagur:

á fimmtudaginn var fyrirlestrartími og svo rifjuðum við upp hugtök sem við lærðum í  1. hlekk en mér finnst ekkert rosalega auðvelt að læra þessi hugtök því það er farið svo hratt yfir þau og við úr Þjórsárskóla vissum ekkert um hvað hinir voru að tala um í byrjun skólans því við lærðum ekkert þessu líkt í 7. bekk og við vorum bara eitt stórt spurningamerki.

En svo voru kynnt örfá plakköt sem við unnum að í síðustu viku.

Föstudagur:

Á föstudaginn byrjuðum við tímann á því að horfa á fræðslumynd um Þjórsárdal og á meðan áttum við að punkta niður á blað eitthvað sem okkur fannst merkilegt um myndina.

Svo vorum við tvö og tvö saman með ipad og Gyða sýndi okkur sniðugt glæru forrit og við skoðuðum bara glærurnar í ipad okkur flestum fynnst þetta app mjög þægilegt og viljum endilega halda þessu áfram.

Svo fórum við Dísa Björk og Sunneva upp að vegg þar sem plakkatið var og við kynntum það fyrir hópnum, okkur gekk vel að kynna það :)

hér koma fréttir

en af því að Heimilistölvan mín er svo treg þá er hér frétt á tengils en þetta er af vísi

Þeir sem fari á Heklu hafi síma með sér

 

Innlent

kl 14:44, 17. mars 2014

 

Fjallið er rækilega vaktað frá lögreglustöðinni á Hvolsvelli þaðan sem hægt er að lesa á skjálftamæla og annan mælabúnað á fjallinu.
 

Lögreglan í Rangárvallasýslu mælist til þess að fólk hafi með sér farsíma ef það ætlar að ganga á Heklu, svo hægt sé að koma skilaboðum til þess ef mælar fara að sýna aðdraganda eldgoss. Talið er að fjallið geti gosið hvenær sem er með skömmum fyrirvara.

Búnaður til að senda viðvaranir í farsíma var reyndur á Kötlusvæðinu um helgina og reyndist hann vel. Þá hefur verið unnin ítarleg viðbragðsáætlun í samstarfi við ýmsa faghópa þar sem tillit er tekið til mismunadi gosa í Heklu.

Fjallið er rækilega vaktað frá lögreglustöðinni á Hvolsvelli þaðan sem hægt er að lesa á skjálftamæla og annan mælabúnað á fjallinu.

Jarðvísindamenn hafa reyndar búist við gosi allt frá árinu 2006, en þá mældist þensla fjallsins meiri  en fyrir síðasta gos árið tvö þúsund. Þenslan hefur svo aukist jafnt og þétt síðan og hefur vöktun verið aukin, ekki síst með hliðjón af því að gos getur hafist með skömmum fyrirvara.

 

27052012568

hér er flott mynd af Heklu sem pabbi tók einhverntíman.