vika eitt- Dýrafræði

Mánudagur:

á mánudaginn var fyrsti Náttúrufræðitíminn okkar og Gyða byrjaði tímann á að gefa okkur stutta könnunn, svipaða eins og við fengum í 8.bekk. þetta voru nokkrar spurningar úr því efni sem við vorum búina að læra í 8.bekk.

eftir könnunina sagði Gyða  okkur hvernig náttúrufræði verður í vetur og við fengum að vita það að náttúrufræði í 9.bekk verður erfið og það verður mikil Stærðfræði. Svo fengum við svona áætlun fyrir þessa önn og auðvitað hugarkort.

Hlekkurinn sem við erum byrjuð í heitir Dýrafræði.

Við skoðuðum video af dýri sem heitir Liger og það er afkvæmi ljóns og týgrisdýrs og það er rosalega stórt dýr. Liger er ekki tegund og getur ekki eignast afkvæmi af því hann er ófrjór.

þriðjudagur:

á þriðjudaginn unnum við í hópum og gerðum plakat um dýr sem er í útrímingarhættu ég var með Filip Jan Jozefik og Orri Ellertsson í hóp og við gerðum mjög flott plakat um Kóalabirni og hér fyrir neðan ætla ég að koma með örfáar staðreyndir um kóalabirni

1. orðið kóala þíðir á ástralskri tungu ekkert vatn og birnirnir fengu það nafn af því að þessir birnir þurfa ekki að drekka vatn, allur vökvi sem þeir þurfa fá þeir úr safaríkum laufblöðum af eucalyptus trjám sem þeir klifra mikið í

2. kóalabirnir sofa í allt að 16klst. á dag

3. þegar kóalabjörn fæðist vegur hann aðeins eitt gramm og er alveg hárlaus og blindur.

4. kóalabirnir eru um 70-90 cm á lengd og vega 4-9 kg.

svo er mikið meira á plakatinu okkar sem hangirinni í náttúrufræðistofuni

fimmtudagur :

À fimmtudaginn vorum við í tungufellsdal að byrja að blogga. Það tók langan tima að logga sig inn þar sem passwordið mitt virkaði ekki en það kom a endanum. En við byrjuðum að blogga og Guðrún var með okkur  afþví að Gyða var ekki á fimmtudaginn.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *