vika 4 hlekkur 1- Dýrafræði

mánudagur:

Á mánudaginn fjölluðum við um skrápdýr og lindýr og við fórum líka yfir áhersluatriði í ritgerðavinnu og við bættum  aðeins  á hugarkortið. Svo skoðuðum við fréttir ma. þessa frétt Amazon og risaturn  og svo var auðvitað skoðað blogg.

þriðjudagur:

Á þriðjudaginn þurfti ég að fara til Reykjavíkur til læknis útaf hnénu mínu og ég má loksins taka þátt í íþróttum smátt og smátt.

En hinir krakkarnir fóru út að tína birkifræ af því það var dagur íslenskrar náttúru og Ómar Ragnarsson átti afmæli þann dag.

Fimmtudagur:

það var ekki skóli á fimmtudaginn útaf foreldraviðtölum.

þetta Blogg er eitthvað svo lítið þannig hér kemur smá fróðleikur um lindýr og skrápdýr.

 

Lindýr eru mjúk með harða skel og meginhluti líkama þeirra er bolur með helstu líffærunum og utan um bolinn er mjúk kápa sem kallast möttull, ysta lag möttulslsins myndar kápuna og leggur til kalkið í hana.

mörg Lindýr eru með vöðvaríkan fót sem er hreyfifæri þeirra.

helstu hópar lindýra eru sniglar, samlokur og smokkar.

 

Skrápdýr eru yfirleitt fimmgeislóttir og með sérstakt sjóæðarkerfi.

flest skrápdýr hafa hjúp eða skráp utan um sig.

munnurinn er á neðra borði líkamans en úrgangurinn fer út um op á efra borðinu.

dæmi um skrápdýr: krossfiskar, stórkrossi, sæsól og ígulker.

á neðra borði armanna eru þúsundir sogfóta með sogskál sem annast hreyfingu þeirra.

 

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/09/24/indverskt_tungl_vid_mars/

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *