0

vika 1 hlekkur 3

mánudagur:

á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk sem er stjörnufræðihlekkur. Gyða kynnti hlekkin vel fyrir okkur og sýndi okkur bækur og svo minnti hún okkur á stjörnufræðivefinn sem við munum nota rosalega mikið afþví við munum klára hlekkinn með einstaklings powerpoint glærukynningu um eitthvað fyrirbæri í geimnum og ég valdi mér norðurljós. En þessari kynningu eigum við að skila 12. des.

þriðjudagur:

á þriðjudaginn fórum við í stöðvavinnu og ég kíkti á nokkrar skemmtilegar stöðvar og skrifaði eitthvað um allar stöðvarnar og skilaði svo til Gyðu í lok tímans.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn fórum við í tölvuver til að klára skýrsluna og skila henni en við vorum soldið lengi að setja hana saman þannig við urðum pínu sein í næsta tíma en við náðum að skila skírslunni sem skipti jú miklu máli.

fréttir:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/11/26/framleitt_i_geimnum/

 

 

0

vika 5 hlekkur 2

mánudagur: 

á mánudaginn sagði Gyða okkur frá nýrri tilraun sem við myndum gera daginn eftir en þá á maður að rúlla bolta 20 metra og stoppa tímann við hvern 5 meter. svo skoðuðum við fréttir og blogg og við spjölluðum bara aðeins í lokinn.

þriðjudagur:

á þriðjudaginn drógum við okkur saman í hópa og ég var með  Nói Mar Jónssonkristinn og  Halldór Friðrik Unnsteinsson og við fengum strax í hendurnar málband og bolta svo redduðum við okkur blaði, blýannti og iPad til að taka tímann svo vorum við tilbúin og við fórum við niður og fundum fínan gang til að vinna á svo byrjuðum við bara og okkur gekk bara rosalega vel svo þegar við vorum búin þá fórum við upp og byrjuðum að skrifa niður aðeins í skýrsluna sem við eigum að gera útfrá þessari tilraun.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn fórum við í tölvuver og ætluðum að klára skýrsluna okkar en það náðist ekki svo ég set hana saman en mér finnst það sammt allt í lagi því strákarnir gerðu líka hluta í skýrslunni en í hinni skýrslunni með stigahlaupið þá gerði ég allt og það eina sem hinir gerðu var útreikningar og taflan. En í þessari skýrslu erum við öll að hjálpast að og mér finnst það æði :)

fréttir:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/11/14/med_hausinn_i_sandinum_yfir_loftslagsbreytingum/

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/11/18/fa_sms_thegar_filarnir_nalgast/