0

Vísindavaka 2015

Vísindavaka 2015

þá er enn og aftur komið að vísindavöku í Flúðaskóla. Þetta árið er ég með Eydísi Birtu í hóp og við gerðum tilraunina ský í flösku. Í þessari tilraun langaði okkur að vita hvort það væri munur á skýi nú í lítilli flösku og í stórri flösku.

Efni og áhöld

í þessa tilraun þurfum við:

image image

spritt

ventil

tvær gosflöskur (eina litla og eina stóra)

pumpu (við notuðum loftpressu þar sem pumpan virkaði ekki)

Aðferð

fyrst gerðum við gat á tappann á flöskunni paslega stórt fyrir ventilinn svo hann kæmist í gegnum tappann.

svo helltum við botnfylli af spritti í flösku ná og dreifðum því um alla flöskuna.

Svo er bara að pumpa í flöskuna.

við tókum loftpressuna og settum stútinn á ventilinn svo settum við loft í flöskuna. Þegar það var komið tókum við loftpressuna frá og skrúfað um tappann af. Þá kom skýið. En hvernig getur ský myndast í flösku með spritti og lofti ? Jú sjáðu til spritt er rokgennt efni og gufar auðveldlega upp, með því að pumpa lofti í flöskuna þjappast sameindirnar saman og þegar þrístingurinn verður eðlilegur í flöskunni þennst gasið aftur út, kólnar og myndar ský. Skýið getur horfið þegar þú setur þrýstinginn aftur í flöskuna.

en svo prófuðum við litlu flöskuna.

Í fyrstu tilraun gekk hún ekki upp afþví við settum ekki nógu mikið loft í flöskuna en við reyndum aftur og skýið sem kom varð skýrara heldur en skíði í stóru flöskunni.

image         image

Í þessari tilraun komumst við að því að skýið er skýrara í minni flöskunni heldur en í stærri flöskunni.

okkur fannst skemmtilegra að vinna með litlu flöskuna afþví skýið varð betra og við þurftum ekki að pumpa eins mikið í hana eins og stóru flöskuna.

okkur Eydísi fannst rosalega gaman að gera þessa tilraun því þú getur gert hana aftur og aftur það þarf bara að pumpa lofti í hana aftur og þá er komið annað ský.

image

 

Takk fyrir okkur