0

hlekkur 6 vika 2

mánudagur:

á mánudaginn var öðruvísi tími en áður hefur verið. En tíminn byrjaði á því að við áttum að stja nokkur borð saman og setjast öll við það og svo fengum við körfu sem var full af miðum og hverjum miða var einhver fullyrðing eða staðreynd og við drógum öll einn miða hver og svo byrjuðum við að segja það sem stóð á miðanum okkar og svo voru tvö blöð á borðinu. á öðru blaðinu stóð bull og vitleysa en á hinu stóð skynsemi. og þegar við lásum upp okkar setningu ræddum við öll um hvort það væri bull eða skynsemi og ef þetta var bull þá auðvitað settum við miðann á það blað og alveg eins með skynsemina.svona fórum við nokkra hringi og ræddum um mikið af random bulli en það var rosalega gaman.

þriðjudagur:

á þriðjudaginn var ekki stöðvatími en það er líka gott að fá smá breik á milli stöðvavinna en já semsagt …. á þriðjudaginn rifjuðum við upp vistkerfi og fæðukeðjur og svoleiðis dót en við skoðuðum líka við slatta af videoum og fréttum um allt mögulegt. hér fyrir neðan er meðalannars eitt stórkostlegt video sem við horfðum á.       Kolkrabbi étur krabba

fimmtudagur:

á fimmtudaginn fórum við í tölvuver og skrifuðum um lífríki í þingvallarvatni og ef þú hefur áhuga á að skoða smá fróðleik um það þá er hér smá klausa fyrir neðan. Ég skrifaði einnig um bleikju í þingvallarvatni afþví það eru 4  tegundir af henni í vatninu.

frétt.

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2015/03/03/vetrarbrautin_yfir_reynisfjoru/