0

Sveppaheimsókn 12. Maí 2015

Við í 9.bekk fórum í heimsókn í flúðasveppi þann 12. Maí 2015 til að fræðast um sveppi.

Eiríkur Ágústsson tók á móti okkur og fræddi okkur heilmikið um fyrirtækið og alla ræktunina og við punktuðum niður hjá okkur mjög mikið og hér er það sem ég lærði í þessari ferð.

image     image

🍄 Ragnar Kristinn Kristjánsson stofnaði Fyrirtækið árið 1984 og byrjaði smátt, með 3-4 vinnumenn og Markmiðið var að rækta um 500kg af hvítum matarsveppum á viku og það markmið náðist fljótt og fyrirtækið var stækkað.

🍄 í dag er fyrirtækið frekar stórt, um 30 manns í vinnu. ræktað um 11-12 tonn á viku og 2 tonn af hverjum 11 eru send á pizzastaði.

🍄 5x í viku kemur fluttningabíll í Flúðasveppi til að fara með út á land

🍄 Þar sem sveppir ljóstillifa ekki og eru ekki plöntur heldur sundrendur eru þeir ræktaðir í rotmassa.

🍄 það eru losaðar 80 rúllur af hálmi og einn gámur af hænsnaskít á viku til að ná áætlun

🍄 Rotmassinn er gerður úr hálmi, hænsnaskít og 80 gráðu heitu vatni. Þessu er öllu hrært saman og út kemur hinn fínasti rotmassi með mjög vondri lykt.

🍄 það eru litlar ræmur í gólfinu undir rotmassanum þar sem súrefni er hleipt í blönduna á 20 mínútna fresti í 6 mínútur í einu til að halda lífi í rotmassanum

🍄 þegar rotmassinn er búinn að blandast vel í viku er hann settur í klefa í 60 gráðu hita í hálfan mánuð í viðbót, þá er hægt að setja sveppagró í hann.

🍄 þegar massinn er tilbúinn er hann settur inn í ræktunarklefa og þar er sett mold ofaná hann og þá eru sveppaspýrurnar tilbúin að vaxa uppúr massanum og gegnum moldina. Ræktunin fer fram mjög hratt.

🍄 sveppir stækka með hverjum deginum og skiptir það því miklu máli hvenær þeir eru tíndir svo það komist réttur fjöldi í eina öskju

🍄 Ef þú sérð lítinn svepp þar sem hatturinn er rétt stærri en títuprjónshaus geturu verið viss um að hann verður tíndur og settur í öskju 5 dögum seinna

 

Þetta var skemmtileg og fræðandi ferð. Gaman að fá að sjá allt ferlið í heild sinni og koma inn í fyrirtæki sem maður hefur ekki komið inní áður. Núna veit ég hvernig sveppir eru ræktaðir 👍

ég tók allar myndirnar sem eru í þessari færslu

image     image

image     image

 

 

 

0

Vika 4 hlekkur 7

mánudagur

Á mánudaginn kynntu allir sína kynsjúkdómakynningu og þetta var mjög fræðilegur tími plús myndir sem eru ekki fyrir viðkvæma, sérstaklega ekki mig….. Ég horfði bara einhvert annað flest allar kynningarnar.

Okkur Mathiasi gekk vel að kynna og eins og kom fram í síðustu færslu þá valdi hann flestar myndirnar í kynninguna okkar af því ég er mjög viðkvæm fyrir svona myndum … Þannig þegar við kynntum okkar þá sá ég myndirnar og …mér leið ekki vel eftir að hafa séð þær en við kláruðum að kynna og þetta gekk allt saman bara mjög vel.

Þegar allir voru búnir að kynna sitt hrósaði Gyða okkur fyrir flottar kynningar og hvað við værum jákvæð yfir þessu því það væru ekki allir tilbúnir í að gera svona kynningu… Þannig krakkar ! Ef einhver er að lesa þetta þá megum við vera stollt af okkur ☺️

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn byrjaði Gyða að skipta okkur í 2ggja manna hópa til að vinna í smásjá með frumverur og ég var með gumma í hóp og við fundum okkur fínan stað til að vera á og svo fundum við til dótið sem við þurftum og byrjuðum strax að vinna.

Fyrst gekk þetta ekki svo vel hjá okkur því við náðum aldrei nógu góðum fókus og vissum lítið muninn á linsunum en þetta reddaðist allt því Gyða var svo góð að koma og hjálpa okkur.

Þegar sýnin voru komin á sinn stað og ljósið vel stillt sáum við smá líf og við gátum aðeins greint þessar verur sem við sáum.

Við tókum nokkur sýni og náðum að sjá mismunandi verur og mér fannst þetta gaman að sjá þær hreyfast og svona. Ég tók nokkrar myndir en það sést ekki mikið á þeim

svo skilum við skýrslu um þessa skoðun.

image  image

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í Tölvuver til að byrja á skýrslunni okkar.

okkur gekk vel að vinna skýrsluna, við skiptum með okkur verkum og þá gekk þetta hratt og vel fyrir sig og við náðum að klára hana í tímanum. svo sendum við Gyðu hana

frétt

Sólsetur

 

 

0

Vika 3 hlekkur 7

mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir flokkun lífvera. Mér fannst þetta soldið flókið en skýringarmyndin sem við skoðuðum útsýrði alveg slatta.

Frumverur er skilgreindar þannig að þær séu flestar einfruma lífverur með frumukjarn en stundum mynda þær sambýli og sumar eru fjölfrumungar.

image

þriðjudagur 

Á þriðjudaginn var Gyða ekki í tímanum en Jóhanna kom okkur af stað í nearpod kynningu um flokkun lífvera og svo svöruðum við fullt af spurningum. Við skrifuðum alltaf niður á hugtakakortið okkar jafnóðum.          Þessi kynning var mjög löng en fræðandi. Þegar við vorum búin með kynninguna og gatum ekki skrifað meira á hugarkortin okkar fengum við að fara frjálst í ipada eða símann okkar. Það fóru þó nokkrir í quiz up og kepptu í suður kóreisku. Þessi tími var bara nokkuð góður. ☺️

Fimmtudagur 

Á fimmtudaginn var nokkuð rólegur tími bara. Gyða sagði að við hefðum staðið okkur mjög vel í nearpodkynningunni. Við spjölluðum einnig soldið um Nepal og við fengum að sjá myndir og myndbönd af hamförunum. Svo spjölluðum við um hvað það væri sniðugt að byrja að prjóna fyrir fólkið í nepal eða sko Gyðu fannst það ekkert sniðugt en matta fannst það. Við töluðum einnig um næstu viku og við erum að fara að nota smásjá og skoða sýni úr lækjum og litlu laxá. Í lok tímans fórum við tvö og tvö saman út með krukku og settum vatn úr lækjum eða ánni og smá jarðveg með í krukku og skiluðum svo til Gyðu og við notum það í næstu viku fyrir smásjánna.

fréttir

Nepal

Skjálfti