0

Vika 5 hlekkur 1

mánudagur:

Á mánudaginn héldum við Eva og Kristinn áfram með videoið okkar og við fengum krakkana sem voru í skólasel að leika endur fyrir okkur. Vinnslan að Videoinu gekk mjög vel og við vinnum vel sem hópur og allar hugmyndir voru nýttar á einn eða annan hátt.

Miðvikudagur:

Á Miðvikudaginn var síðasti tíminn til að halda áfram í myndbandinu okkar og í þetta skipti fórum við í rólurnar og tókum upp smá frasa það tók okkur soldið langann tíma að ná þessu alveg 100% afþví einhverjir (Kristinn) gátu ekki hætt að hlæja, en svo tókst þetta nú á endanum. Þegar við vorum búin að taka allt upp í rónunum fundum við krakka til að leika endur fyrir videoið okkar og þegar við vorum búin að taka það upp. Var tíminn búinn en við áttum eftir að taka upp eitt atriði en við Eva björguðum því í frímínútunum.  Eva kláraði svo að klippa saman videoið heima hjá sér af því við tókum allt upp í símanum hennar.

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn voru svo kynningar á verkefnunum sem við gerðum og við vorum fyrst til að kynna okkar og á meðan myndbandinu stóð sást vel hvað Gyða skemmti sér vel, okkur létti mikið við það að sjá hana hlæja og brosa við að horfa á videoið okkar og þegar videoið var buið klappaði Gyða hressilega fyrir okkur og sagist vera mjög ánægð með okkur og videoið. Við vorum mjög ánægð með álitið hennar á

fréttir:

árekstur tveggja halastjarna.

hlaupiðgæti brotist undan.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/30/vefur_spordi_utan_um_eggin_sin/

 

 

 

 

0

vika 2 hlekkur 1

Mánudagur

á mánudaginn ætluðum við í nearpod en þar sem Margrét var með þá komusmt við ekki í nerapod. En við létum það ekki stoppa okkur. við spjölluðum alveg helling um allskonar hugtök td. Gróðurhúsaáhrif, ósonlag og margt fleira.

við skoðuðum líka nokkrar fréttir og þetta eru þær –

…næstu tvö ár

…spörum milljarðar

loftslagssamstaða

og gangan hér

…hvernig verður veðrið 2050

…Kvíslarveita – Þjórsárver – Bárðarbung

skoðuðum td. þessa síðu —> Framtíðin í okkar höndum

Miðvikudagur

á miðvikudaginn byrjuðum við að tala um hvað við getum gert varðandi sjálfærni og svoleiðis og við spjölluðum aðeins um það í smá stund og svo setti Gyða okkur í hópa… eða sko talvan gerði það. ég var með Evu og Kristni í hóp. svo áttum við að velja okkur eitt hugtak af veggnum og við völdum sjálfbærni. Svo eigum við að gera verkefni um það og hafa í huga hvað við getum gert. við máttum ráða hvernig við myndum skila verkefninu og við ákváðum að búa til video. eða svona kennsluvideo.

Við byrjuðum að skrifa niður hvað er sjálfbærni og afla okkur upplýsinga um sjálfbærni.

Fimtudagur

Á fimmtudaginn kláruðum við að skrifa niður það sem við vildum að kæmi fyrir videoinu okkar og svo byrjuðum við að taka upp fyrir videoið og það gekk mjög vel.

 

 

0

Vika 1 hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn rifjuðum við upp hugtök sem við lærðum í 8.bekk og skrifuðum þau niður á hugtakakortið okkar og pöruðum þau saman, mér gekk alveg ágætlega í því, ég man ekki alveg nákvæmnlega hvernig þetta virkaði allt með þessi hugtök en ég hafði gamlar glósur til að hjalpa mér að rifja þetta upp.

við ræddum einnig afhverju Krían og Lundinn séu í hættu en það er afþví að fæðan þeirra fer minkandi fyrir þessar tegundir fugla.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og ég fór á nokkrar stöðvar. Ég gleymdi stöðvavinnu blaðinu hjá Gyðu þannig ég get ekki frætt ykkur mikið um það sem ég lærði en ég reyni samt.

ég fór á stöð um hringrás kolefnis og þar vorum við bara að fræðast um hringrás kolefnis í bókinni maður og náttúra á bls 15. Ég skrifaði niður aðeins um þetta á blaðið

ég fór lika í krossgátu og þar lærði ég fullt af hugtökum og mér finnst krossgátu ar alveg æðislegar því ég læri mest á þeim.

Ég fór líka á stöð þar sem við gerðum bara orð af orði

ég man ekki eftir fleiri stöðvum sem ég fór á en þetta var skemmtileg stöðvavinna

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við fórum í tölvuver og við fengum að velja 1 af 3 verkefnum sem við áttum að skila í lok tímans og verkefnið mitt er um hringrás kolefnis og ef þú villt skoða það eitthvað nánar þá er það í verkefna banka og heitir hringrás kolefnis.

0

Danmörk

Við í 10.bekk fórum til Danmerkur í síðustu viku og það var mín fyrsta útlandaferð. Í þessari ferð sáum við margt spennandi og skemmtilegt í nýju umhverfi og hér kemur smá frásögn um það.

 

Að komast í allt annað umhverfi en maður er vanur fannst mér gaman og spennandi. mikið af öðruvísi plöntum, gróðri og dýrum sem er gaman að sjá  og fræðast um.                                                                                         þegar við vorum við það að lenda í danmörku sá ég bara mjög slétt land, (eins og flestir vita eru ekki fjöll í danmörku) stór tún og endalaust af trjám út um gluggan. En það eru víst mjög stór landbúnaðarsvæði þarna. Eða mér fannst það allavega.

Um leið og ég steig fæti inn í danmörku fann ég algerlega fyrir öðruvísi andrúmslofti.                                               Ég tók strax eftir öllum trjánum, þau voru ekki mjög lík trjánum hérna á Íslandi. Þessi eru miklu stærri og sverari og bara öðruvísi en ég er vön. ég sá nokkur tré eins og eru í poca hantas myndinni. Þau eru svona frekar stór og svo hanga greinarnar niður og mér fannst mjög flott og gaman að sjá það.

image image image image image

Allar myndirnar sem koma hér eru myndir sem ég tók.

 

Dýralífið er líka allt öðruvísi en á Íslandi.

Eitt kvöldið þegar við vorum á leiðinni í sturtu sá ég að það var eitthvað að hoppa þarna eftir stéttinni og þegar ég leit betur þá var þetta pínu lítill froskur, ég hef aldrei séð villtan frosk áður þannig þetta var alveg ný upplifun fyrir mig að sjá bara frosk í rólegheitum í runnunum þarna hjá skólanum.

Skordýrin voru frekar ógeðsleg. Maður verður að passa sig að stíga ekki á sniglana. Þeir eru risastórir á miðað við þessa litlu hér á Íslandi og ef maður sá kannski ekki alveg framfyrir sig og steig óvart á snigil hann maður hvernig hann kramdist undir skónum það var frekar ógeðslegt.svo sá ég maura og köngulær. þessi dýr eru ógeðsleg ojj bara þau eru alveg frekar stór. og fiðrildin voru líka mjög stór og litrík og falleg. ég sá líka risastórar hrossaflugur og eitthvað af svona drekaflugum. svo voru það geitungarnir. þeir eru alsstaðar í Danmörku hvar sem þú ert og það þýðir lítið að reyna að láta þá frá sér því þeir koma alltaf aftur og reyna að fljúga ofaní kok á þér eða stela matnum þínum.

Svo sáu líka einhverjar stelpur úr bekknum íkorna, ég sá hann því miður ekki en það hefði verið gaman líka og íkornar eru greinilega villtir í Danmörku líka. Ég vissi það ekki fyrr en stelpurnar sögðu mér það.

stundum á kvöldin heyrðust skrýtin fuglahljóð sem ég hef aldrei heyrt áður. Ég sá sjaldan fuglana sem gáfu frá sér þessi óhljóð en ég sá samt einkennilega fugla td. á ströndinni í Dyrehavn.

 

Veðrið lék ekki mikið við okkur þegar við vorum í Danmörku

image

Það var meira um ský og rigningu heldur en sól og blíðu. Það kom þó aðeins sól og við fengum alveg sma blíðu en það var meira um skýnog rigningu og þegarvð við vorum á fullu að gera áskorun á strikinu lentum við í svaka skýfalli. Ég held að ég hafi aldrei séð aðra eins rigningu í lífi mínu. Meiri hluti bekkjarins keypti regnhlíf.

Á myndinni sést eydís rennandi blaut í svakalegu úrhelli.

Takk fyrir lesturinn :)