0

Danmörk

Við í 10.bekk fórum til Danmerkur í síðustu viku og það var mín fyrsta útlandaferð. Í þessari ferð sáum við margt spennandi og skemmtilegt í nýju umhverfi og hér kemur smá frásögn um það.

 

Að komast í allt annað umhverfi en maður er vanur fannst mér gaman og spennandi. mikið af öðruvísi plöntum, gróðri og dýrum sem er gaman að sjá  og fræðast um.                                                                                         þegar við vorum við það að lenda í danmörku sá ég bara mjög slétt land, (eins og flestir vita eru ekki fjöll í danmörku) stór tún og endalaust af trjám út um gluggan. En það eru víst mjög stór landbúnaðarsvæði þarna. Eða mér fannst það allavega.

Um leið og ég steig fæti inn í danmörku fann ég algerlega fyrir öðruvísi andrúmslofti.                                               Ég tók strax eftir öllum trjánum, þau voru ekki mjög lík trjánum hérna á Íslandi. Þessi eru miklu stærri og sverari og bara öðruvísi en ég er vön. ég sá nokkur tré eins og eru í poca hantas myndinni. Þau eru svona frekar stór og svo hanga greinarnar niður og mér fannst mjög flott og gaman að sjá það.

image image image image image

Allar myndirnar sem koma hér eru myndir sem ég tók.

 

Dýralífið er líka allt öðruvísi en á Íslandi.

Eitt kvöldið þegar við vorum á leiðinni í sturtu sá ég að það var eitthvað að hoppa þarna eftir stéttinni og þegar ég leit betur þá var þetta pínu lítill froskur, ég hef aldrei séð villtan frosk áður þannig þetta var alveg ný upplifun fyrir mig að sjá bara frosk í rólegheitum í runnunum þarna hjá skólanum.

Skordýrin voru frekar ógeðsleg. Maður verður að passa sig að stíga ekki á sniglana. Þeir eru risastórir á miðað við þessa litlu hér á Íslandi og ef maður sá kannski ekki alveg framfyrir sig og steig óvart á snigil hann maður hvernig hann kramdist undir skónum það var frekar ógeðslegt.svo sá ég maura og köngulær. þessi dýr eru ógeðsleg ojj bara þau eru alveg frekar stór. og fiðrildin voru líka mjög stór og litrík og falleg. ég sá líka risastórar hrossaflugur og eitthvað af svona drekaflugum. svo voru það geitungarnir. þeir eru alsstaðar í Danmörku hvar sem þú ert og það þýðir lítið að reyna að láta þá frá sér því þeir koma alltaf aftur og reyna að fljúga ofaní kok á þér eða stela matnum þínum.

Svo sáu líka einhverjar stelpur úr bekknum íkorna, ég sá hann því miður ekki en það hefði verið gaman líka og íkornar eru greinilega villtir í Danmörku líka. Ég vissi það ekki fyrr en stelpurnar sögðu mér það.

stundum á kvöldin heyrðust skrýtin fuglahljóð sem ég hef aldrei heyrt áður. Ég sá sjaldan fuglana sem gáfu frá sér þessi óhljóð en ég sá samt einkennilega fugla td. á ströndinni í Dyrehavn.

 

Veðrið lék ekki mikið við okkur þegar við vorum í Danmörku

image

Það var meira um ský og rigningu heldur en sól og blíðu. Það kom þó aðeins sól og við fengum alveg sma blíðu en það var meira um skýnog rigningu og þegarvð við vorum á fullu að gera áskorun á strikinu lentum við í svaka skýfalli. Ég held að ég hafi aldrei séð aðra eins rigningu í lífi mínu. Meiri hluti bekkjarins keypti regnhlíf.

Á myndinni sést eydís rennandi blaut í svakalegu úrhelli.

Takk fyrir lesturinn :)