Vika 1 hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn rifjuðum við upp hugtök sem við lærðum í 8.bekk og skrifuðum þau niður á hugtakakortið okkar og pöruðum þau saman, mér gekk alveg ágætlega í því, ég man ekki alveg nákvæmnlega hvernig þetta virkaði allt með þessi hugtök en ég hafði gamlar glósur til að hjalpa mér að rifja þetta upp.

við ræddum einnig afhverju Krían og Lundinn séu í hættu en það er afþví að fæðan þeirra fer minkandi fyrir þessar tegundir fugla.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og ég fór á nokkrar stöðvar. Ég gleymdi stöðvavinnu blaðinu hjá Gyðu þannig ég get ekki frætt ykkur mikið um það sem ég lærði en ég reyni samt.

ég fór á stöð um hringrás kolefnis og þar vorum við bara að fræðast um hringrás kolefnis í bókinni maður og náttúra á bls 15. Ég skrifaði niður aðeins um þetta á blaðið

ég fór lika í krossgátu og þar lærði ég fullt af hugtökum og mér finnst krossgátu ar alveg æðislegar því ég læri mest á þeim.

Ég fór líka á stöð þar sem við gerðum bara orð af orði

ég man ekki eftir fleiri stöðvum sem ég fór á en þetta var skemmtileg stöðvavinna

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við fórum í tölvuver og við fengum að velja 1 af 3 verkefnum sem við áttum að skila í lok tímans og verkefnið mitt er um hringrás kolefnis og ef þú villt skoða það eitthvað nánar þá er það í verkefna banka og heitir hringrás kolefnis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *