0

Vika 6 hlekkur 1

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við alveg nýtt verkefni sem heitir orð af orði. Við fengum hefti sem heitir CO2 framtíðin í okkar höndum eftir Einar Sveinbjörnsson. Okkur var skipt í hópa og ég var með Eydísi, Nóa og Kristni. Við flettum á blaðsíðu 20 og þar voru stuttir frasar þar sem við skiptumst á að lesa. Svo þegar lestrinum var lokið fengum við öll mismunandi verkefni. Ég man ekki alveg öll verkefnin en það var allavega að lesa og segja hvað var verið að lesa um í einni setningu og að spá í framtíðina. Hér fyrir neðan sjáið þið frasana sem við lásum og hvernig þetta orð af orði virkar.

image image image

 

Miðvikudagur

Það var enginn skóli á Miðvikudaginn vegna foreldra viðtala

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn saman í náttúrufræði. Við fengum að sjá video um áskoranir sameinuðu þjóðanna og það eru einnig glærur um þessar áskoranir og þetta var allt inná Padlet. Þetta video fékk okkur til að hugsa mikið um hvað við á Íslandi höfum það gott miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Svo var það verkefnið sem okkur var úthlutað. Við downloaduðum appi sem heitir global goals alliance. Þar áttum við að velja okkur eina af áskorunum sameinuðu þjóðanna og fyrir hverja áskorun var ofurhetja. Ég valdi áskorunina: að tryggja aðgengi og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu. Hér er ofurhetjan mín 👇

image Svo skiluðum við myndinni af okkur á þrjá staði. Á Twitter, facebook og auðvitað Padlettinn. Þetta var mjög fínn tími…. Að fá að vera i simanum og tölvunum heilan tima er alveg fint svona verkefni sem ná athygli okkar og fá okkur til að hugsa um hvað við höfum það gott eru góð.

takk fyrir í dag 😊