0

Vika 2 hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn var ég ekki en ég frétti að Gyða hefði ekki nennt að kenna þannig hún fékk alla til að dansa, ég veit ekki hvernig dans en þau allavega dönsuðu og mér finnst ömurlegt að hafað Mist af því, ég hefði allavega viljað horfa a þetta.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við sett í hópa og við áttum að búa til kynningarefni um frumur fyrir 7-8.bekk.           Ég var í hóp með Siggu Helgu, Heklu og Eydísi en Eydís var ekki þannig við vorum bara þrjár og þá þurftum við að nýta tímann vel. Við ákváðum að búa til plakat með plöntufrumum og dýrafrumum. Hekla teiknaði frumurnar og skrifaði hvar allt er inní þeim og ég og sigga skrifuðum smá frasa um frumur. Svo lituðu sigga og hekla frumurnar. Við bættum líka við smá mynd af DNA á plakatið.

við náðum ekki að klára plakatið í tímanum en við fengum tíma í vinnutíma á fimmtudaginn til að klára það. Og það heppnaðist vel.

plakatið má finna á náttúrufræði Padlettinum.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver og skoðuðum allskyns myndbönd um frumur og allskonar. Þessi video voru mjög fræðandi og þau voru í passlegri lengd og ég lærði alveg slatta af þessum videoum. Og ég væri alveg til í að horfa á fleiri svona video því eg læri mikið á þessum videoum.

 

Jörðin í dag,geri myndun