Vika 3 hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir svaka glósupakka um erfðafræði. við fræddumst um georg Mendel sem var oft kallaður faðir erfðafræðinnar. Mendel byrjaði að rannsaka baunagrös og fann gen og litningar sem enginn hafði heyrt um áður. Mendel þótti merkilegur maður en fékk aldrei að kenna það sem hann fann. Mendel dó ánþess að fá nokkurntíma verðlaun fyrir rannsóknir sínar.

– Eftir margendurteknar tilraunir vissi mendel að ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar og hreinræktaðar lágaxnar plöntur æxlast fengi hann aðeins hávaxnar afkvæmisplöntur.

– sterkari eiginleikinn er kallaður ríkjandi en sá eginleiki sem virðist hverfa kallast víkjandi.

– Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum: H fyrir háan vöxt plantna.

– Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum: h fyrir lágan vöxt plantna.

                                                DNA

– DNA er spírallaga stórsameind úr Deoxýríbósakjarnasýru.

-Geymir upplýsingar sem þarf til að búa til prótín.

– Varðveitir allar erfðaupplýsingar frumna.

                                              Gen

– Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur.

– Annað genið er frá móður og hitt frá föður.

– Við samruna kynfruma fá afkvæmin gen fyrir tiltekin eginleika frá sitt hvoru foreldrinu.

– Gen fyrir tiltekin eiginleikann frá örðu foreldrinu er í tilteknu sæti á öðrum litningum

– Gen fyrir sama eginleikann frá hinu foreldrinu er í sama sæti á hinum litningum.

restin af tímanum fór svo í að skoða fréttir og blogg.

miðvikudagur 

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og það voru margar stöðvar í boði eða allar þessar hér fyrir neðan.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Við stelpurnar unnum mikið saman í þessari stöðvavinnu og við  byrjuðum allar saman á 1. stöðinni og við fengum óvenju mörg spjöld en þá kom í ljós að við vorum með tvo bunka og það tók okkur langann tíma að flokka þau í sundur því það voru númer aftaná og það voru fjögur spjöld af hverjum tölustaf og þetta var uppí u.þ.b. 24.

svo vorum við búnar að flokka þetta allt saman og þá loksins gátum við byrjað og þetta snérist útá það að finna hugtök og svo skýringuna sem passaði við hugtakið og ef við héldum að við hefðum fundið rétt þá kíktum við aftaná spjöldin og ef það var sami tölustafurinn á þeim var það rétt og við fengum þá samstæðu. og stelpurnar voru mjög fljótar og fundu mikið en ég fann bara tvær en þetta var bara mjög fín stöð.

við fórum á fleiri stöðvar. og þessi stöðvavinna var fín

fimmtudagur

á fimmtudaginn var Gyða ekki en við fórum í Tölvuver og við gátum skoðað þrjár síður.

1. flipp flapp

2. erfðir.is

3. khan academi

khan academi er mjög fott síða sem reynist manni vel í nánast öllum fögum í skólanum og mest í stærðfræði og þetta er mjög flott síða. þetta eru video sem er búið að teikna og svo er talað inná þau og þetta hjálpar manni mjög mikið

erfðir.is er vefur þar sem þú getur lesið þér til um ýmislegt tengt erfðafræðinni og getur nýst vel í náttúrufræðinni.

flipp flapp er vefur með videoum sem er talað inná og er mjög þægilegur.

tíminn fór í þetta og ég lærði mikið í þessum tíma.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *