Vika 4 hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn  fórum við í gegnum fínasta glósupakka um litningapör og blóðflokka.  Við fræddumst einnig um erfðir og erfðagalla. Og hvað gerist ef einhver fæðist með erfðagalla. Svo fengum við einhverjar verkefni úr þessum fróðleik til að vinna og okkur gekk bara mjög vel.

restin af tímanum fór svo í að skoða fréttir.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn var ekki stöðvavinna. Gyða ekki en Jóhanna var með okkur í smá stund. Tíminn fór í að vinna verkefnablöð sem voru tilbúin fyrir okkur. Ég og Eydís fundum okkur verkefnablöð. Mér fannst þessi verkefni mjög erfið og eg skildi ekki mikið í þeim. En það var samt mjög gaman hjá okkur Eydísi. Við unnum kannski ekki alveg allan tímann en við unnum samt eitthvað. Eva hjálpaði okkur svo við restina af verkefnablaðinu sem var um litblindu.

Sumir fengu sér öðruvísi verkefnablöð þar sem þeir áttu að fa tvær 1 kr. Og kasta þeim upp og það voru alltaf 3 mismunandi myndir af eyrum og augum og hausum og svo framvegis. Í þessu verkefni á maður að teikna upp barnið „sitt“ með þvi að kasta eina krónum. og merkja svo við það sem eina krónurnar pössuðu við.  Þessi verkefni voru erfið en svosem ágæt.

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var bara mjög þægilegur og rólegur tími. við gerðum eginlega ekki neitt í tímanum. Við skoðum blogg hjá öllum úr hópnum og skoðuðum lika fréttirnar sem allir settu inn. og ræddum mikið um þær. Við skoðuðum lika eitthvað af videoum og öðrum fréttum og þetta var bara rosa kózý tími.Gyða hrósaði okkur mikið fyrir vel unnið blogg.

bloggið fyrir þessa viku var nú ekki mikið en vonandi verður meira til að blogga um í næstu viku.

fréttir og video

blómleg eyðimörk

lag um blóðflokka

mblm.is og youtube.com

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *