Vika 5 hlekkur 2

mánudagur

á mánudaginn fengum við verkefna blöð frá vikunni á undan og við Eydís unnum saman. Við fengum blað með 3 mismunandi myndum af augum, hausum, eyrum og svo framvegis. Svo fengum við líka tvær eina krónur hvor. Svo köstuðum við krónunum og ef við fengum tvö skjaldarmerki þa atti hausinn til dæmis að verða hringlóttur eða eyrun stór en ef við hefðum fengið fisk og skjaldamerki þa hefðu eyrun átt að vera lítil eða miðlungs. Við Eydís Unnum verkefnið til enda og teiknuðum barnið „okkar“ sem kom út úr þessu. Þetta verkefni var bara fint og fær okkur til að skilja viðfangsefnið betur eða mér finnst það allavega.

 

Miðvikudagur 

á miðvikudaginn var ekki stöðvavinnu en við fengum flottan fyrirlestur um svokallaða erfðatækni.               Svo var skoðað fréttir um tvíbura og fréttin hér að neðan er mögnuð. Ég mæli með því að þið skoðið hana Tvíburar en hálbræður

við skoðuðum líka fleiri fréttir eins og þessa Hér og Þessa

svo sagði Gyða okkur eitt merkilegt sem gerðist núna síðasta sunnudagskvöld. Það var að tunglið, Venus, Mars og Júpíter yrðu öll í sömu línu og þegar eg labbaði í skólann síðasta mánudag sá ég þetta. Mér fannst þetta mjög flott.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn byrjuðum við tímann á að búa til tvær spurningar fyrir heimaprófið sem við myndum fá í næstu viku. Svo var farið í Kahoot. Þetta Kahoot var um erfðafræði og á ensku. Mér fannst erfiðara að skilja það af þvi það var á ensku og ég lennti i svona 12 sæti. En þetta var samt gaman og tíminn var fljótur að líða.

fréttir

Stjörnurnar

Grænmetisolía krabbameinsvaldandi

mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *