vika 6 hlekkur 2

mánudagur

á mánudaginn fengum við afhent heimapróf og við fengum að nota tímann í að byrja á prófinu. Ég byrjaði á því að fara í gegnum spurningarnar. Mér fannst þær pínu erfiðar en svo þegar ég byrjaði að skrifa niður þá fór ég bara létt yfir glósurnar og þá fann ég alveg einhver svör. Á prófinu voru alls kyns spurningar og allar tegundir af spurningum. td. krossaspurningar, satt og ósatt,ritgerðarspurningar, nemendaspurningar og fjölvaspurningar. spurningarnar voru misþungar og þetta próf var frekar langt. ég vann meira og minna með Eydísi og það sem ég skyldi ekki náði eydís að útskýra mjög vel fyrir mér. Okkur gekk bara ágætlega

miðvikudagur

ég var veik á miðvikudaginn en það fóru allir í tveggja manna hópa og þeim var úthlutað huhgtak tengt erfðafræðinni. þau áttu svo að gerast sérfræðingar í sínu hugtaki. Þau fræddust mikið um sín hugtök á netinu og örugglega eitthvað í glósunum líka. þau lögðu á minnið eða skrifuðu niður það sem þau þurftu að muna fyrir næsta tíma.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn kom ég í tíma og vissi ekkert afhverju borðunum hafði öllum verið raðað saman  sem eitt stórt borð en jú það var svo krakkarnir gætu setið öll saman til að tala um hugtakið þeirra og fræða alla um það og þar sem ég var ekki a´miðvikudaginn var ég látin vera dómari í þessum málum og ég átti að passa uppá að allir segðu sína skoðun og allir fengju að tala sem vildu. tíminn var bara mjög góður og ég lærði mikið í honum.

fréttir

nýtt líf með nýju andliti

tungl að sundrast

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *