0

Vika 4 hlekkur 3

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við einkunn úr skýrslunum okkar og ég og Þórný fengum góða einkunn. Svo fórum við í nearpod kynningu um upprifjun í frumeindum.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjaði Gyða tímann á að rifja upp hvata og efnahvörf svo við myndum nu örugglega skilja eitthvað í tilrauninni sem við værum að fara í.

svo fórum við í tilraunina. Við áttum semsagt að búa til fílatannkrem. Ég var með Evu og Kristni í hóp og við skiptum verkefnunum bróðurlega á milli okkar. Þetta var skemmtileg tilraun og okkur gekk vel að útfæra hana.

image image

Myndirnar að ofan á ég.

 

fimmtudagur 

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver að byrja á skýrslunni okkar og við unnum allan tímann og komumst vel af stað og áttum bara eitthvað smotterí eftir sem vel var hægt að klára í vinnutíma seinna. Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við náðum að vinna mjööög vel.

0

Vika 3 hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn var Gyða ekki, þannig Jóhanna var með okkur og við vorum bara að læra í einhverju öðru sem Við þurftum að vinna í því flúðaskólasíðan var hökkuð og þa er ekki hægt að gera neitt í náttúrufræði.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn fengum við flotta kynningu frá strákunum sem kepptu í Lego keppninni um uppfinninguna þeirra sem heitir Obi van Legobi. ( eitthvað ur starwars held eg ) þeir sýndu okkur hvernig allt þetta virkaði og hvað tækið atti að gera. Þeir sýndu okkur lika hönnunina a forrituninni sem var i tækinu. Við fengum lika að sja þegar tækið leysti allskonar þrautir og svoleiðis og þetta var mjög flott hja þeim og þeir fengu verðlaun fyrir bestu liðsheildina.

svo þegar kynningunni var lokið fórum við í tilraunavinnu. Ég og þórný vorum saman í hóp.

í tilrauninniáttum við að setja allskonar efni i mæliglas og svo attum við að setja misþumga litla hluti i mæliglasið og sja hversu djúpt þeir myndu sökkva i þessum efnum. Svo áttum við að skila lítilli skýrslu.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver í nearpod kynningu og í kynningunni var mjög Flott lag sem eg get mjög auðveldlega fengið á heilann. En þessi kynning var fin.

fréttir

Jolalskraut hægir á netsambandi

Klónun