Vika 4 hlekkur 3

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við einkunn úr skýrslunum okkar og ég og Þórný fengum góða einkunn. Svo fórum við í nearpod kynningu um upprifjun í frumeindum.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjaði Gyða tímann á að rifja upp hvata og efnahvörf svo við myndum nu örugglega skilja eitthvað í tilrauninni sem við værum að fara í.

svo fórum við í tilraunina. Við áttum semsagt að búa til fílatannkrem. Ég var með Evu og Kristni í hóp og við skiptum verkefnunum bróðurlega á milli okkar. Þetta var skemmtileg tilraun og okkur gekk vel að útfæra hana.

image image

Myndirnar að ofan á ég.

 

fimmtudagur 

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver að byrja á skýrslunni okkar og við unnum allan tímann og komumst vel af stað og áttum bara eitthvað smotterí eftir sem vel var hægt að klára í vinnutíma seinna. Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við náðum að vinna mjööög vel.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *