0

vísindavaka 2016

Ósýnilegt blek

Ég og Eydís Birta vorum saman með tilraunina ósýnilegt blek. Í þessari bloggfærslu ætlum við að segja ykkur frá tilrauninni, hvernig við framkvæmdum hana, hvernig hún virkar og hvað þarf í hana. Okkur langar að vita hvort það skipti máli að bíða þangað til blekið þornar og brenna það svo eða bíða ekki.

 

                  Efni og áhöld

  • vatn
  • glas
  • eyrnapinnar
  • sítróna
  • hnífur
  • blöð
  • kerti
  • eldspýtur eða kveikjara

 

Aðferð

Fyrst byrjar maður á því að kreista safann úr sítrónunni í glas. Svo er bætt smá vatni við safann og blandað saman með eyrnapinna. Svo er komið að því!!!!!!! að skrifa leyniskilaboðin. Maður dýfir eyrnapinnanum í blönduna og skrifað svo á blað. Kveikja þarf á kerti og setja skal blaðið yfir eldinn og þá eiga leyniskilaboðin að koma í ljós.

WARNING! passið ykkur bara á að kveikja ekki í húsinu ykkar því þá verður til vesen.

Við skrifuðum á tvö blöð og prófuðum að bíða með seinna blaðið þangað til blekið myndi þorna.

Niðurstöður 

Þessi aðferð við að búa til ósýnilegt blek virkar af því að sítrónusafinn oxast þegar hann kemst í snertingu við loft. þegar maður hitar pappírinn oxast sítrónusafinn hraðar því efnasambönd ganga hraðar við hærri hita og veldur því að sítrónusafinn verður brúnn.

Það var enginn munur á blöðunum tveimur þótt annað fékk að þorna. Þessi tilraun heppnaðist mjög vel að mestu leyti svo lengi sem við kveiktum ekki í neinu.

 

Hér er videoið

 

Heimildir:

heimild

video

Hrós

Okkur langar að hrósa videoinu þeirra Matta, Halldórs Fjalars og Orra og líka videoinu þeirra Evu, Heklu og Þórnýjar. videoin þeirra voru mjög skemmtileg og það var húmor í báðum videounum og tilraunirnar þeirra mjög skemmtilegar og fræðandi. Myndatakan í myndböndunum var vönduð og allt vel klippt. Tilraunirnar sjálfar voru mjög flottar og vöktu áhuga hjá okkur. Góð Vinna var lögð í videoin og metnaður hjá báðum hópum í hámarki.

Öll videoin eru mjög flott og vel gerð en þessi tvö stóðu mest uppúr hjá okkur Eydísi.

Vel gert krakkar þið stóðuð ykkur öll vel og megið öll vera stollt af ykkar vinnu :)

Eydís Birta og Ljósbrá :)

0

Avatar

Avatar

Við á unglingastiginu horfðum öll á amerísku myndina Avatar núna í byrjun janúar. ég var að horfa á myndina í fyrsta skipti og fannst hún mjög áhugaverð. það sem mér fannst samt áhugaverðast við myndina er umhverfið á Pandora. Avatar kom út árið 2009 og var mest eftirsóttasta kvikmyndin í heimi samkvæmt kvikmyndahúsum úti um allan heim.

Na’vi

Verurnar sem lifa á Pandoru kallast Na´vi og þær eru bláar á litinn með gul augu og 4 fingur á hvori hendi og 4 tær á hvorum fæti. Na´vi eru um 3m. á hæð, með sítt hár, langan hala og löng eyru sem snúa aftur (svipuð álfaeyrum). Líkami þeirra er annars mjög svipaður mannslíkamanum. það vakti samt athygli mína að allir eru bara grannir, það er enginn fjölbreytileiki á líkömum hjá Na´vi fólki.

í hárinu á fólkinu er svona tengi sem þau geta notað til að tengja sig við Eywa og önnur dýr. Na´vi velja sér dreka sem koma þegar kallað er á þá og aðeins þeir getað flogið.það þarf að tengja sig við hann og láta hann finna sálina hjá Na´vi veruni þannig það sé eins og Na´vi sé að fljúga.

Na´vi fólkið er mjög umburgðarlynt og allir hjálðast að og eru góðir við aðra. það búa allir saman í risastóru tré.

Na´vi veiða með hnífum og bogum sem eru baneitraðir og maður deyr á innan við mínútu ef maður fær eitrið í sig

Pandora

Pandora er fimmta tunglið í sólkerfinu Alpha Centauri í gasrisanumPolyphemus. En í sólkerfinu eru 13 reykisstjörnur. Pandora er svipuð Jörðinni að stærð en þyngdaraflið á Pandoru er 20% minna en á jörðinni.

Pandora er sannkölluð paradís. Plöntur, tré,fossar, ár, fjöll og allskonar undaverur skarta sínu fegursta. andrúmsloftið á Pandoru er samsett af Koltvíoxíð (<18%), xenon (>5,5%) og metani og beinsínsteini (>1%). Menn geta ekki andað á Pandoru vegna of mikils koltvíoxíðs. á Pandoru er tré sem er svona nokkurnvegin svona móðir eða gyðja Na´vi fólksins. Ef maður tengir sig við eywa þá getur maður talað við hana. Na´vi fólkið gerir það mikið þegar eitthvað kemur fyrir eða til að biðja hálfpartinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

heimild 1

heimild 2

mynd 1

mynd 2

mynd 3

 

0

Þurís tilraunir 16.des 2015

Í þessum tíma vorum við að leika okkur með þurrís. Gyða sýndi okkur fullt af skemmtilegum tilraunum til að gera með þurrís, hún tók það líka fram að ef maður hélt á þurrís með berum höndum í smá stund það fær maður kalsár. Þurrís er sérstaklega góður í efnafræði af því hann er bæði ótrúlega skemmtilegur og líka mjög lærdómsríkur.

Um þurrís

Munurinn á venjulegum klaka og þurrís er sá að klakinn er frosið vatn en þurrísinn er frosið koldíoxíð (CO2). Þurrís er mjög sérstakur vegna þess að hann getur ekki breyst í vökvaform (l). Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Þurrís er gerður með vélum en getur líka verið gerður með slökkvitæki. Þurrís getur líka fundist í náttúrunni…. en ekki á jörðinni. Hann finnst t.d. á Mars.

Heimild sem við notuðum: Heimildin

Þurrís

1.tilraun
Efni og áhöld.

-plast dolla með loki
-Þurís
-Hanskar
-heitt vatn
-kallt vatn

Aðferð
Við settum heitt vatn í plast dolluna. Bættum svo við ca.4 þurísmolum við og flýttum okkur að loka dollunni.
Við prófuðum líka kallt vatn og settum líka 4 þurísmola í dolluna og lokuðum svo

Niðurstaða
Lokið sprakk af dollunni á endanum
Og tók það bara 1,11 sek að fara af þegar heita vatnið var í dollunni.
En 1,12 þegar kalda vatnið var í.
2.tilraun
Efni og áhöld

– tvær blöðrur (sniðugt að hafa þær í sitthvorum litnum)
-Þurís
-hanskar
-bakki

Aðferð
Við fengum græna blöðru og settum 4 litla þurísmola í hana og Halldór batt hnút.
Svo settum við blöðruna á bakkann og fylgdumst með henni stækka smám saman. Okkur fannst hun ekki stækka nógu mikið og hratt þannig við prófuðum að hrista blöðruna i soldinn tima og þá stækkaði hun aðeins hraðar og meira.
Svo prófuðum við að hætta að hrista blöðruna og setja hana bara á bakkann og eftir smá tíma var hún frosin við bakkann.

Svo prófuðum við að gera alveg eins í bleika blöðru og sleppa því alveg að hrista hana. Við þurftum samt að taka hana nokkrum sinnum upp svo hún myndi ekki frjósa alveg við bakkann. Hún var lengi að stækka og hún varð ekkert mjög stór eins og hin blaðran.

Niðurstaða
Ástæðan afhverju blöðrurnar stækka hraðar þegar maður hristir þær er sú að þurísin leysist upp hraðar og þá blandast sameindirnar saman hraðar. Ef maður sleppir því að hrista blöðruna þa leysast sameindirnar upp hægar og þa stækkar blaðran hægar.

3. Tilraun
Efni og áhöld

-Þurís
-bakki
-hanskar
-blý
-plast
-gúmmí
-ál
-kopar
-Messing
-stál
-ál plata

Aðferð
Við settum slatta af þurís í bakkann og tókum eitt efni í einu og settum við þurísinn og tilraunin gekk útá það að finna hljóðin sem koma með mismunandi efnum.

Niðurstaða
Efni. | Hljóð

Blý – Ekkert
Plast – Ekkert
Gúmmí – Ekkert
Ál – Smá
Kopar – Mikið ískur
Messing – Mjög hátt
Stál – Frekar hátt
Ál plata – Mjög hátt/ hæst

Þetta voru skemmtilegar tilraunir og gaman að vinna með þurrísinn :)

þar sem Halldór Fjalar var svo mikill snillingur að eyða öllum myndunum sem við tókum koma engar undir frá tilraununum sjálfum :(