Þurís tilraunir 16.des 2015

Í þessum tíma vorum við að leika okkur með þurrís. Gyða sýndi okkur fullt af skemmtilegum tilraunum til að gera með þurrís, hún tók það líka fram að ef maður hélt á þurrís með berum höndum í smá stund það fær maður kalsár. Þurrís er sérstaklega góður í efnafræði af því hann er bæði ótrúlega skemmtilegur og líka mjög lærdómsríkur.

Um þurrís

Munurinn á venjulegum klaka og þurrís er sá að klakinn er frosið vatn en þurrísinn er frosið koldíoxíð (CO2). Þurrís er mjög sérstakur vegna þess að hann getur ekki breyst í vökvaform (l). Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Þurrís er gerður með vélum en getur líka verið gerður með slökkvitæki. Þurrís getur líka fundist í náttúrunni…. en ekki á jörðinni. Hann finnst t.d. á Mars.

Heimild sem við notuðum: Heimildin

Þurrís

1.tilraun
Efni og áhöld.

-plast dolla með loki
-Þurís
-Hanskar
-heitt vatn
-kallt vatn

Aðferð
Við settum heitt vatn í plast dolluna. Bættum svo við ca.4 þurísmolum við og flýttum okkur að loka dollunni.
Við prófuðum líka kallt vatn og settum líka 4 þurísmola í dolluna og lokuðum svo

Niðurstaða
Lokið sprakk af dollunni á endanum
Og tók það bara 1,11 sek að fara af þegar heita vatnið var í dollunni.
En 1,12 þegar kalda vatnið var í.
2.tilraun
Efni og áhöld

– tvær blöðrur (sniðugt að hafa þær í sitthvorum litnum)
-Þurís
-hanskar
-bakki

Aðferð
Við fengum græna blöðru og settum 4 litla þurísmola í hana og Halldór batt hnút.
Svo settum við blöðruna á bakkann og fylgdumst með henni stækka smám saman. Okkur fannst hun ekki stækka nógu mikið og hratt þannig við prófuðum að hrista blöðruna i soldinn tima og þá stækkaði hun aðeins hraðar og meira.
Svo prófuðum við að hætta að hrista blöðruna og setja hana bara á bakkann og eftir smá tíma var hún frosin við bakkann.

Svo prófuðum við að gera alveg eins í bleika blöðru og sleppa því alveg að hrista hana. Við þurftum samt að taka hana nokkrum sinnum upp svo hún myndi ekki frjósa alveg við bakkann. Hún var lengi að stækka og hún varð ekkert mjög stór eins og hin blaðran.

Niðurstaða
Ástæðan afhverju blöðrurnar stækka hraðar þegar maður hristir þær er sú að þurísin leysist upp hraðar og þá blandast sameindirnar saman hraðar. Ef maður sleppir því að hrista blöðruna þa leysast sameindirnar upp hægar og þa stækkar blaðran hægar.

3. Tilraun
Efni og áhöld

-Þurís
-bakki
-hanskar
-blý
-plast
-gúmmí
-ál
-kopar
-Messing
-stál
-ál plata

Aðferð
Við settum slatta af þurís í bakkann og tókum eitt efni í einu og settum við þurísinn og tilraunin gekk útá það að finna hljóðin sem koma með mismunandi efnum.

Niðurstaða
Efni. | Hljóð

Blý – Ekkert
Plast – Ekkert
Gúmmí – Ekkert
Ál – Smá
Kopar – Mikið ískur
Messing – Mjög hátt
Stál – Frekar hátt
Ál plata – Mjög hátt/ hæst

Þetta voru skemmtilegar tilraunir og gaman að vinna með þurrísinn :)

þar sem Halldór Fjalar var svo mikill snillingur að eyða öllum myndunum sem við tókum koma engar undir frá tilraununum sjálfum :(

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *