Avatar

Avatar

Við á unglingastiginu horfðum öll á amerísku myndina Avatar núna í byrjun janúar. ég var að horfa á myndina í fyrsta skipti og fannst hún mjög áhugaverð. það sem mér fannst samt áhugaverðast við myndina er umhverfið á Pandora. Avatar kom út árið 2009 og var mest eftirsóttasta kvikmyndin í heimi samkvæmt kvikmyndahúsum úti um allan heim.

Na’vi

Verurnar sem lifa á Pandoru kallast Na´vi og þær eru bláar á litinn með gul augu og 4 fingur á hvori hendi og 4 tær á hvorum fæti. Na´vi eru um 3m. á hæð, með sítt hár, langan hala og löng eyru sem snúa aftur (svipuð álfaeyrum). Líkami þeirra er annars mjög svipaður mannslíkamanum. það vakti samt athygli mína að allir eru bara grannir, það er enginn fjölbreytileiki á líkömum hjá Na´vi fólki.

í hárinu á fólkinu er svona tengi sem þau geta notað til að tengja sig við Eywa og önnur dýr. Na´vi velja sér dreka sem koma þegar kallað er á þá og aðeins þeir getað flogið.það þarf að tengja sig við hann og láta hann finna sálina hjá Na´vi veruni þannig það sé eins og Na´vi sé að fljúga.

Na´vi fólkið er mjög umburgðarlynt og allir hjálðast að og eru góðir við aðra. það búa allir saman í risastóru tré.

Na´vi veiða með hnífum og bogum sem eru baneitraðir og maður deyr á innan við mínútu ef maður fær eitrið í sig

Pandora

Pandora er fimmta tunglið í sólkerfinu Alpha Centauri í gasrisanumPolyphemus. En í sólkerfinu eru 13 reykisstjörnur. Pandora er svipuð Jörðinni að stærð en þyngdaraflið á Pandoru er 20% minna en á jörðinni.

Pandora er sannkölluð paradís. Plöntur, tré,fossar, ár, fjöll og allskonar undaverur skarta sínu fegursta. andrúmsloftið á Pandoru er samsett af Koltvíoxíð (<18%), xenon (>5,5%) og metani og beinsínsteini (>1%). Menn geta ekki andað á Pandoru vegna of mikils koltvíoxíðs. á Pandoru er tré sem er svona nokkurnvegin svona móðir eða gyðja Na´vi fólksins. Ef maður tengir sig við eywa þá getur maður talað við hana. Na´vi fólkið gerir það mikið þegar eitthvað kemur fyrir eða til að biðja hálfpartinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

heimild 1

heimild 2

mynd 1

mynd 2

mynd 3

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *