vísindavaka 2016

Ósýnilegt blek

Ég og Eydís Birta vorum saman með tilraunina ósýnilegt blek. Í þessari bloggfærslu ætlum við að segja ykkur frá tilrauninni, hvernig við framkvæmdum hana, hvernig hún virkar og hvað þarf í hana. Okkur langar að vita hvort það skipti máli að bíða þangað til blekið þornar og brenna það svo eða bíða ekki.

 

                  Efni og áhöld

  • vatn
  • glas
  • eyrnapinnar
  • sítróna
  • hnífur
  • blöð
  • kerti
  • eldspýtur eða kveikjara

 

Aðferð

Fyrst byrjar maður á því að kreista safann úr sítrónunni í glas. Svo er bætt smá vatni við safann og blandað saman með eyrnapinna. Svo er komið að því!!!!!!! að skrifa leyniskilaboðin. Maður dýfir eyrnapinnanum í blönduna og skrifað svo á blað. Kveikja þarf á kerti og setja skal blaðið yfir eldinn og þá eiga leyniskilaboðin að koma í ljós.

WARNING! passið ykkur bara á að kveikja ekki í húsinu ykkar því þá verður til vesen.

Við skrifuðum á tvö blöð og prófuðum að bíða með seinna blaðið þangað til blekið myndi þorna.

Niðurstöður 

Þessi aðferð við að búa til ósýnilegt blek virkar af því að sítrónusafinn oxast þegar hann kemst í snertingu við loft. þegar maður hitar pappírinn oxast sítrónusafinn hraðar því efnasambönd ganga hraðar við hærri hita og veldur því að sítrónusafinn verður brúnn.

Það var enginn munur á blöðunum tveimur þótt annað fékk að þorna. Þessi tilraun heppnaðist mjög vel að mestu leyti svo lengi sem við kveiktum ekki í neinu.

 

Hér er videoið

 

Heimildir:

heimild

video

Hrós

Okkur langar að hrósa videoinu þeirra Matta, Halldórs Fjalars og Orra og líka videoinu þeirra Evu, Heklu og Þórnýjar. videoin þeirra voru mjög skemmtileg og það var húmor í báðum videounum og tilraunirnar þeirra mjög skemmtilegar og fræðandi. Myndatakan í myndböndunum var vönduð og allt vel klippt. Tilraunirnar sjálfar voru mjög flottar og vöktu áhuga hjá okkur. Góð Vinna var lögð í videoin og metnaður hjá báðum hópum í hámarki.

Öll videoin eru mjög flott og vel gerð en þessi tvö stóðu mest uppúr hjá okkur Eydísi.

Vel gert krakkar þið stóðuð ykkur öll vel og megið öll vera stollt af ykkar vinnu :)

Eydís Birta og Ljósbrá :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *