0

vika 4 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginn fengum við stutta kynningu um segulmagn, segulkraft og rafmagn.

Svo fengum við hugtakakort og aftan á því er sjálfsmat sem við fylltum út. svo skoðuðum við einhverja myndabúta frá vefsíðunni kvistir.is myndirnar sýndu orkuumfjöllun.

Svo vorum við bara að ræða um orku og rafmagn. Miklar umræður voru í gangi. Við ræddum líka um heimapróf sem við myndum fá í næstu viku.

 

miðvikudagur

Á miðvikudaginn fengum við að horfa á fræðslumynd um rafmagn og segulsvið. myndin var á íslensku og mér fannst það mjög þægilegt því ég gæti ekki skilið þessi hugtök sem við erum að læra núna ef þau væru á ensku.

Svo vorum við bara að ræða mikið um hugtökin í hlekknum og við töluðum eginlega bara restina af tímanum í að spjalla og skoða blogg og fréttir. Gyða skoðaði bloggið mitt og hrósaði mér fyrir það. ég er mjög ánægð með bloggið mitt.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var okkur skipt í hópa. Ég var með Mathiasi og Sölva í hóp. Verkefnið var að fara út og taka myndir af 5 hugtökum sem við höfum lært í þessum hlekk. Okkur gekk mjög vel í þessu verkefni og þegar myndirnar voru klárar settum við þær á facebook. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá okkur.

amper fallorka viðnám

 

 

Mynd
0

Rafmagnstaflan

Svona lítur rafmagnstaflan heima hjá mér út  . rafmagnstaflan

Ég kunni og vissi ekki mikið um rafmagnstöflur en pabbi er búinn að kenna mér fullt núna um rafmagnstöfluna og öryggi.

Rafmagnið kemur eftir heimtauginni og inn í rafmagnstöfluna. Það fer fyrst í

lekaliðann svo er rafmagninu deilt á þessar 11 greinar um allt hús. Á hverri grein er eitt útsláttaröryggi.

Ef bilun kemur upp í rafmagnstæki í húsinu eða útleiðsla af einhverjum orsökum á lekaliðinn að rjúfa strauminn. Lekaliðinn er svona öryggisventill.

Dæmi: Ef ég set of mikið af raftækjum í samband inní herberginu mínu í einn fjöltengil, sllær útsláttaröryggið á þeirri grein út og kemur þannig í veg fyrir að rafmagnssnúran úr fjöltenglinum í innstunguna hitni og jafnvel bráðni. Hann passar þannig uppá að álagið á fjöltenglinum verði ekki of mikið.

 

 

0

vika 3 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginndengum byrjuðum við tímann á að skoða blogg og fréttir. Gyða er alment ánægð með bloggið hjá okkur flestum Gyða sagði að við þurfum bara að blogga fram að páskum. og svo er það bara búið. Fréttirnar sem við skoðuðum voru skemmtilegar og fjölbreyttar. Miklar umræður sköpuðust í bekknum. Ég leyfi þeim að vera í þessari færslu svo þið getið skoðað líka.

myndir janúarmánaðar  National Geographic

Uppfinningar barna   pressan.is

Íþróttir og öryggi visir.is

söngur hvala visir.is

ný tækni við myndatöku visir.is

bannað að henda mat visir.is

Til Mars mbl.is

kjarnasamruni – rafgas – auðlind mbl.is

sjaldgæfir málmar og framtíð farsíma mbl.is

Zika vírus

 

En við gerðum meira á mánudaginn heldur en að skoða fréttir og blogg. Við skoðuðum tengimyndir og teiknitákn. Við ræddum líka aðeins um rafrásir, hvernig þær tengja allskonar raftæki. meira var svo lært um viðnám og mismunandi gerðir þess. Einnig lærðum við eitthvað um raðtengdar og hliðartengdar straumrásir.

Gyða sagði okkur svo frá heimavinnuverkefni sem við áttum að skila á bloggið og það verkefni er í færslunni hér að ofan. Þetta verkefni snýst um að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja við lekaliðan og svo fróðleikur um rafmagnsöryggi. Við enduðum tímann á að fara í kahoot…..nei bíddu Gyða gleymdi sér soldið í fréttum og öðru að kahootið gleymdist :(

 

miðvikudagur- öskudagur

Ég var veik á öskudaginn :( en það fóru allir í svaka stöðvinnu  eins og sést hér að neðan

vonandi var þessi tími skemmtilegur.

 

Eðlisfræði 1 Sjálfspróf

 1. Tölva phet-forrit
 2. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 3. Verkefni – straumrásir
 4. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 5. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 6. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 7. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 8. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 9. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 10. Orð af orði – krossglíma
 11. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 12. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 13. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 14. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 15. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 16. Tilraun segulsvið
 17. Önnur ensk rafmagnsæfing
 18. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 19. Tilraun – rafrásir
 20. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í unglingadeildinni í skíðaferð í Bláfjöll þannig við fengum engann Náttúrufræðitíma.

það var samt mjög gaman í Bláfjöllum fyrir þá sem fóru á skíði og bretti. Ég mátti ekki fara á skíði né bretti þar sem hnéð mitt er ekki fullbatnað eftir krossbandsaðgerðina sem ég fór í í sumar. en ferðin sjálf var skemmtileg og 10 bekkur b vann Bláfjöll got talent annað árið í röð :)

 

frétt

1.jan 1970 eyðileggur símann þinn

 

 

0

vika 2 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginn fórum við í nearpod kynningu. Í kynningunni svörðuðm við spurningum eins og vanalega og fræddumst heilmikið um rafmagn, rafhleðslu og aðeins um frumeindir. Ég ætla að setja saman smá punkta um það sem ég lærði.

Almennt um rafmagn

 • rafmagn er í öllum hlutum
 • rafmagn hefur alltaf verið til
 • rafmagn er til fyrir tilstilli öreinda atóma
 • gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfssemi lífvera

frumeind

 • Frumeindir skiptast í róteindirnifteindir og rafeindir
 • Nifteindirnar og róteindirnar eru í kjarnanum
 • Rafeindirnar sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel.

 

rafhleðsla

 • Allt efni er gert úr frumeindum. (atómum)
 • Frumeindin er smæsta eind frumefnis sem býr yfir öllum eginleikum viðkomandi frumefnis.
 • Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda, sem eru smærri en frumeindin sjálf.
 • mikilvægur eginleiki róteinda og rafeinda er rafhleðslan sem þær búa yfir
 • róteindir eru með jákvæða hleðslu (+)
 • rafeindir eru með neikvæða hleðslu (-)
 • nifteindir eru óhlaðnar

þessi tími var mjög fræðandi og skemmtilegur.

miðvikudagur

á miðvikudaginn var stöðvavinna. það var margt hægt að bralla í þessari stöðvavinnu og ég var aðalega með Eydísi Birtu á stöðvum. við skoðuðum hvað væri í boði og við vorum sammála að það væri best að fara á þær stöðvar sem við gætum  skilið námsefnið betur og lært betur um rafmagn og þess háttar. stöðvarnar sem fóru á voru mjög fræðandi og ég lærði slatta á hverri stöð.

 

stöð 2

Phet forrit. Ég og Eydís fórum í leik um stöðurafmagn. Við prófuðum að nudda blöðru við peysu sem var öll hlaðin +  og – merkjum. öll – merkin fóru á blöðruna en plúsarnir urðu eftir á peysunni. Svo settum við blöðruna á flöt þar sem var fullt af + og – merkjum og þegar blaðran fór yfir svæðið forðuðust mínusarnir blöðruna því – forðast -.

Við fórum líka í annan leik þar sem John Travolta nuddaði fætinum í gólfteppi og þá hlóðust mínusarnir  í hann og gáfu honum straum þegar hann snerti hurðarhún.

 

lögmál ohms

V= spenna- volt – V

I= straumur- amper – A

R=viðnám-ohm

-því hærri straumur því lægra viðnám

 

heimild myndar

 

stöð 12 

þar fórum við í leik sem virkaði þannig að við áttum að finna út hvort heimilistæki noti batterí eða heimilisrafmagnið. Ég lærði soldið á þessum leik. Við fórum líka í annan leik. í honum fræddumst við um hvernig vasaljós virka og hvað gerist ef maður tekur ákveðna hluti í sundur. Svo tókum við svona mini próf um vasaljósið og við svöruðum öllu rétt í öll skiptin en við fórum í 3 eða 4 mismunandi próf.

stöð 17- wikipedia fróðleikur 

James Prescott Joule fæddist 24. desember árið 1818 og dó 11. október1889. James var eðlisfræðingur og ölgerðarmaður. Hann fann lögmál orkunnar. þessi stöð var fræðandi og ég lærði aðeins um þennan merkis mann.

stöð 16

við fórum inná vef Landsvirkjunnar og fræddumst um vindmyllur og horfðum á video tengd þeim.

 • turnarnir sjálfir eru 55 metrar á hæð
 • hver spaði er 22 metrar á lengd
 • þegar spaðarnir eru í efstu stöðunni er heildarhæð myllunnar 77 metrar
 • þegar vindhraðinn nær 3 metrum á sekúndu hefja myllurnar raforkuframleiðslu
 • vindmyllur framleiða rafmagn á sama hátt og vatnsaflsstöðvar.

Tíminn var mjög fæðandi og skemmtilegur.

 

fimmtudagur

á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna óveðurs og við fórum öll heim í hádeginu.

fréttir

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/02/09/98_arasir_sex_daudsfoll/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/08/flaug_drona_a_empire_state/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/06/thurfa_betri_prof_fyrir_zika_virus_2/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/14/ostodug_snjoalog_og_ovenjulagt_oson/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/13/ovenjulagt_oson_yfir_islandi_4/

0

vika 1 hlekkur 5

mánudagur

Á mánudaginn horfðum við á myndböndin úr vísindavökunni og þau voru öll mjög flott og vel vönduð. Við fengum svo sjálfsmatsblað sem við áttum að græja á meðan videoið okkar var í spilun. Við horfðum á videoin frá öllum í hópnum. Við Eydís sýndum videoið okkar og að fékk góða dóma frá hópnum okkar og við fengum flottar spurningar um tilraunina. Persónulega finnst mér videoið þeirra Evu, Þórnýjar og Heklu flottast.

hér er videoið okkar Eydísar.

Þetta var bara mjög næs náttúrufræðitími.

 

miðvikudagur

á miðvikudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk og þessi hlekkur er um Orku. Eins og vanalega í byrjun hvers hlekks fengum við glósupakka og farið var yfir þær. við fórum í nearpod og svöruðum nokkrum spurningum í kynningunni. Þetta var slatti sem við lærðum í tímanum um allskonar orku. Ma. hreyfiorku, stöðuorku, varmaorku, efnaorku, rafsegulsorku og kjarnorku.

orkugjafar eru flokkaðir niður í endurnýtanlega orku og óendurnýtanlega orku

endurnýtanleg orka

 • sólarorka- hægt að breyta rafmagni í hita
 • vindur- hægt að breyta í rafmagn
 • jarðvarmi- hægt að breyta í rafmagn og hita
 • lífmassi úr plöntum- etanól úr maís
 • vatnsorka- hægt að breyta í rafmagn.

óendurnýtanleg orka

 • olía- jarðefnaeldsneyti
 • gas- jarðefnaeldsneyti
 • kol- jarðefnaeldsneyti
 • úraníum- málmgrýti.

 

punktar- lögmál um varðveislu orku.

 • orka getur aldrei eyðst eða myndast.
 • orka getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra
 • hreyfiorka breytist til dæmis í stöðuorku og öfugt
 • heildarorkan hverju sinni breytast þó aldrei.

þessi tími var mjög fræðandi og ég lærði mikið í honum.

 

fimmtudagur

á fimmtudaginn fengum við tölvuver til að blogga um Vísindavökuna en ég og Eydís vorum sem betur fer búnar að blogga um hana þannig við rétt bættum við hvaða video okkur fannst flott og tókum okkur góðan tíma í að hrósa eins og tvemur videoum sem okkur fannst frammúrskarandi. Svo eyddum við restinni af tímanum í aðra heimavinnu sem við áttum eftir.

þessi tími var bara mjög kózý

fréttir

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/22/bordtennis_med_vatnsbolta/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/18/snyr_gloperan_aftur/