vika 1 hlekkur 5

mánudagur

Á mánudaginn horfðum við á myndböndin úr vísindavökunni og þau voru öll mjög flott og vel vönduð. Við fengum svo sjálfsmatsblað sem við áttum að græja á meðan videoið okkar var í spilun. Við horfðum á videoin frá öllum í hópnum. Við Eydís sýndum videoið okkar og að fékk góða dóma frá hópnum okkar og við fengum flottar spurningar um tilraunina. Persónulega finnst mér videoið þeirra Evu, Þórnýjar og Heklu flottast.

hér er videoið okkar Eydísar.

Þetta var bara mjög næs náttúrufræðitími.

 

miðvikudagur

á miðvikudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk og þessi hlekkur er um Orku. Eins og vanalega í byrjun hvers hlekks fengum við glósupakka og farið var yfir þær. við fórum í nearpod og svöruðum nokkrum spurningum í kynningunni. Þetta var slatti sem við lærðum í tímanum um allskonar orku. Ma. hreyfiorku, stöðuorku, varmaorku, efnaorku, rafsegulsorku og kjarnorku.

orkugjafar eru flokkaðir niður í endurnýtanlega orku og óendurnýtanlega orku

endurnýtanleg orka

 • sólarorka- hægt að breyta rafmagni í hita
 • vindur- hægt að breyta í rafmagn
 • jarðvarmi- hægt að breyta í rafmagn og hita
 • lífmassi úr plöntum- etanól úr maís
 • vatnsorka- hægt að breyta í rafmagn.

óendurnýtanleg orka

 • olía- jarðefnaeldsneyti
 • gas- jarðefnaeldsneyti
 • kol- jarðefnaeldsneyti
 • úraníum- málmgrýti.

 

punktar- lögmál um varðveislu orku.

 • orka getur aldrei eyðst eða myndast.
 • orka getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra
 • hreyfiorka breytist til dæmis í stöðuorku og öfugt
 • heildarorkan hverju sinni breytast þó aldrei.

þessi tími var mjög fræðandi og ég lærði mikið í honum.

 

fimmtudagur

á fimmtudaginn fengum við tölvuver til að blogga um Vísindavökuna en ég og Eydís vorum sem betur fer búnar að blogga um hana þannig við rétt bættum við hvaða video okkur fannst flott og tókum okkur góðan tíma í að hrósa eins og tvemur videoum sem okkur fannst frammúrskarandi. Svo eyddum við restinni af tímanum í aðra heimavinnu sem við áttum eftir.

þessi tími var bara mjög kózý

fréttir

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/22/bordtennis_med_vatnsbolta/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/18/snyr_gloperan_aftur/

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *