vika 2 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginn fórum við í nearpod kynningu. Í kynningunni svörðuðm við spurningum eins og vanalega og fræddumst heilmikið um rafmagn, rafhleðslu og aðeins um frumeindir. Ég ætla að setja saman smá punkta um það sem ég lærði.

Almennt um rafmagn

 • rafmagn er í öllum hlutum
 • rafmagn hefur alltaf verið til
 • rafmagn er til fyrir tilstilli öreinda atóma
 • gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfssemi lífvera

frumeind

 • Frumeindir skiptast í róteindirnifteindir og rafeindir
 • Nifteindirnar og róteindirnar eru í kjarnanum
 • Rafeindirnar sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel.

 

rafhleðsla

 • Allt efni er gert úr frumeindum. (atómum)
 • Frumeindin er smæsta eind frumefnis sem býr yfir öllum eginleikum viðkomandi frumefnis.
 • Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda, sem eru smærri en frumeindin sjálf.
 • mikilvægur eginleiki róteinda og rafeinda er rafhleðslan sem þær búa yfir
 • róteindir eru með jákvæða hleðslu (+)
 • rafeindir eru með neikvæða hleðslu (-)
 • nifteindir eru óhlaðnar

þessi tími var mjög fræðandi og skemmtilegur.

miðvikudagur

á miðvikudaginn var stöðvavinna. það var margt hægt að bralla í þessari stöðvavinnu og ég var aðalega með Eydísi Birtu á stöðvum. við skoðuðum hvað væri í boði og við vorum sammála að það væri best að fara á þær stöðvar sem við gætum  skilið námsefnið betur og lært betur um rafmagn og þess háttar. stöðvarnar sem fóru á voru mjög fræðandi og ég lærði slatta á hverri stöð.

 

stöð 2

Phet forrit. Ég og Eydís fórum í leik um stöðurafmagn. Við prófuðum að nudda blöðru við peysu sem var öll hlaðin +  og – merkjum. öll – merkin fóru á blöðruna en plúsarnir urðu eftir á peysunni. Svo settum við blöðruna á flöt þar sem var fullt af + og – merkjum og þegar blaðran fór yfir svæðið forðuðust mínusarnir blöðruna því – forðast -.

Við fórum líka í annan leik þar sem John Travolta nuddaði fætinum í gólfteppi og þá hlóðust mínusarnir  í hann og gáfu honum straum þegar hann snerti hurðarhún.

 

lögmál ohms

V= spenna- volt – V

I= straumur- amper – A

R=viðnám-ohm

-því hærri straumur því lægra viðnám

 

heimild myndar

 

stöð 12 

þar fórum við í leik sem virkaði þannig að við áttum að finna út hvort heimilistæki noti batterí eða heimilisrafmagnið. Ég lærði soldið á þessum leik. Við fórum líka í annan leik. í honum fræddumst við um hvernig vasaljós virka og hvað gerist ef maður tekur ákveðna hluti í sundur. Svo tókum við svona mini próf um vasaljósið og við svöruðum öllu rétt í öll skiptin en við fórum í 3 eða 4 mismunandi próf.

stöð 17- wikipedia fróðleikur 

James Prescott Joule fæddist 24. desember árið 1818 og dó 11. október1889. James var eðlisfræðingur og ölgerðarmaður. Hann fann lögmál orkunnar. þessi stöð var fræðandi og ég lærði aðeins um þennan merkis mann.

stöð 16

við fórum inná vef Landsvirkjunnar og fræddumst um vindmyllur og horfðum á video tengd þeim.

 • turnarnir sjálfir eru 55 metrar á hæð
 • hver spaði er 22 metrar á lengd
 • þegar spaðarnir eru í efstu stöðunni er heildarhæð myllunnar 77 metrar
 • þegar vindhraðinn nær 3 metrum á sekúndu hefja myllurnar raforkuframleiðslu
 • vindmyllur framleiða rafmagn á sama hátt og vatnsaflsstöðvar.

Tíminn var mjög fæðandi og skemmtilegur.

 

fimmtudagur

á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna óveðurs og við fórum öll heim í hádeginu.

fréttir

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/02/09/98_arasir_sex_daudsfoll/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/08/flaug_drona_a_empire_state/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/06/thurfa_betri_prof_fyrir_zika_virus_2/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/14/ostodug_snjoalog_og_ovenjulagt_oson/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/13/ovenjulagt_oson_yfir_islandi_4/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *