Mynd
0

Rafmagnstaflan

Svona lítur rafmagnstaflan heima hjá mér út  . rafmagnstaflan

Ég kunni og vissi ekki mikið um rafmagnstöflur en pabbi er búinn að kenna mér fullt núna um rafmagnstöfluna og öryggi.

Rafmagnið kemur eftir heimtauginni og inn í rafmagnstöfluna. Það fer fyrst í

lekaliðann svo er rafmagninu deilt á þessar 11 greinar um allt hús. Á hverri grein er eitt útsláttaröryggi.

Ef bilun kemur upp í rafmagnstæki í húsinu eða útleiðsla af einhverjum orsökum á lekaliðinn að rjúfa strauminn. Lekaliðinn er svona öryggisventill.

Dæmi: Ef ég set of mikið af raftækjum í samband inní herberginu mínu í einn fjöltengil, sllær útsláttaröryggið á þeirri grein út og kemur þannig í veg fyrir að rafmagnssnúran úr fjöltenglinum í innstunguna hitni og jafnvel bráðni. Hann passar þannig uppá að álagið á fjöltenglinum verði ekki of mikið.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *