vika 3 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginndengum byrjuðum við tímann á að skoða blogg og fréttir. Gyða er alment ánægð með bloggið hjá okkur flestum Gyða sagði að við þurfum bara að blogga fram að páskum. og svo er það bara búið. Fréttirnar sem við skoðuðum voru skemmtilegar og fjölbreyttar. Miklar umræður sköpuðust í bekknum. Ég leyfi þeim að vera í þessari færslu svo þið getið skoðað líka.

myndir janúarmánaðar  National Geographic

Uppfinningar barna   pressan.is

Íþróttir og öryggi visir.is

söngur hvala visir.is

ný tækni við myndatöku visir.is

bannað að henda mat visir.is

Til Mars mbl.is

kjarnasamruni – rafgas – auðlind mbl.is

sjaldgæfir málmar og framtíð farsíma mbl.is

Zika vírus

 

En við gerðum meira á mánudaginn heldur en að skoða fréttir og blogg. Við skoðuðum tengimyndir og teiknitákn. Við ræddum líka aðeins um rafrásir, hvernig þær tengja allskonar raftæki. meira var svo lært um viðnám og mismunandi gerðir þess. Einnig lærðum við eitthvað um raðtengdar og hliðartengdar straumrásir.

Gyða sagði okkur svo frá heimavinnuverkefni sem við áttum að skila á bloggið og það verkefni er í færslunni hér að ofan. Þetta verkefni snýst um að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja við lekaliðan og svo fróðleikur um rafmagnsöryggi. Við enduðum tímann á að fara í kahoot…..nei bíddu Gyða gleymdi sér soldið í fréttum og öðru að kahootið gleymdist :(

 

miðvikudagur- öskudagur

Ég var veik á öskudaginn :( en það fóru allir í svaka stöðvinnu  eins og sést hér að neðan

vonandi var þessi tími skemmtilegur.

 

Eðlisfræði 1 Sjálfspróf

 1. Tölva phet-forrit
 2. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 3. Verkefni – straumrásir
 4. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 5. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 6. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 7. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 8. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 9. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 10. Orð af orði – krossglíma
 11. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 12. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 13. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 14. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 15. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 16. Tilraun segulsvið
 17. Önnur ensk rafmagnsæfing
 18. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 19. Tilraun – rafrásir
 20. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í unglingadeildinni í skíðaferð í Bláfjöll þannig við fengum engann Náttúrufræðitíma.

það var samt mjög gaman í Bláfjöllum fyrir þá sem fóru á skíði og bretti. Ég mátti ekki fara á skíði né bretti þar sem hnéð mitt er ekki fullbatnað eftir krossbandsaðgerðina sem ég fór í í sumar. en ferðin sjálf var skemmtileg og 10 bekkur b vann Bláfjöll got talent annað árið í röð :)

 

frétt

1.jan 1970 eyðileggur símann þinn

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *