vika 4 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginn fengum við stutta kynningu um segulmagn, segulkraft og rafmagn.

Svo fengum við hugtakakort og aftan á því er sjálfsmat sem við fylltum út. svo skoðuðum við einhverja myndabúta frá vefsíðunni kvistir.is myndirnar sýndu orkuumfjöllun.

Svo vorum við bara að ræða um orku og rafmagn. Miklar umræður voru í gangi. Við ræddum líka um heimapróf sem við myndum fá í næstu viku.

 

miðvikudagur

Á miðvikudaginn fengum við að horfa á fræðslumynd um rafmagn og segulsvið. myndin var á íslensku og mér fannst það mjög þægilegt því ég gæti ekki skilið þessi hugtök sem við erum að læra núna ef þau væru á ensku.

Svo vorum við bara að ræða mikið um hugtökin í hlekknum og við töluðum eginlega bara restina af tímanum í að spjalla og skoða blogg og fréttir. Gyða skoðaði bloggið mitt og hrósaði mér fyrir það. ég er mjög ánægð með bloggið mitt.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var okkur skipt í hópa. Ég var með Mathiasi og Sölva í hóp. Verkefnið var að fara út og taka myndir af 5 hugtökum sem við höfum lært í þessum hlekk. Okkur gekk mjög vel í þessu verkefni og þegar myndirnar voru klárar settum við þær á facebook. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá okkur.

amper fallorka viðnám

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *