0

vika 1 hlekkur 3

mánudagur:

á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk sem er stjörnufræðihlekkur. Gyða kynnti hlekkin vel fyrir okkur og sýndi okkur bækur og svo minnti hún okkur á stjörnufræðivefinn sem við munum nota rosalega mikið afþví við munum klára hlekkinn með einstaklings powerpoint glærukynningu um eitthvað fyrirbæri í geimnum og ég valdi mér norðurljós. En þessari kynningu eigum við að skila 12. des.

þriðjudagur:

á þriðjudaginn fórum við í stöðvavinnu og ég kíkti á nokkrar skemmtilegar stöðvar og skrifaði eitthvað um allar stöðvarnar og skilaði svo til Gyðu í lok tímans.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn fórum við í tölvuver til að klára skýrsluna og skila henni en við vorum soldið lengi að setja hana saman þannig við urðum pínu sein í næsta tíma en við náðum að skila skírslunni sem skipti jú miklu máli.

fréttir:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/11/26/framleitt_i_geimnum/