0

Heimaprófið !

Á mánudaginn fengum við heimapróf. Það var heilar 10 blaðsíður og var því skipt allskonar hluta.                               Við stelpurnar skoðuðum þetta soldið saman og byrjuðum aðeins að krossa við það sem við vissum og svo fórum ég, Eydís og Eva niður í sófann og skoðuðum þetta betur og skrifuðum eitthvað niður og skiptumst á að finna upplýsingar á netinu og í glósunum okkar.

Ég kom heim og fékk mikla hjálp frá pabba á fyrstu tvem eða þrem blaðsíðunum. Og lét það svo gott heita í bili.

Ég fór heim til Eydísar eftir skóla á þriðjudeginum og við kláruðum næstum því prófið. Við fengum mjög mikla og góða hjálp frá pabba hennar Eydísar og honum Þresti, stóra bróður hennar. Ég held að ég tali fyrir alla í bekknum þegar ég segi að þetta próf hafi verið mjög erfitt og þá sérstaklega rafvirkinn. Við Eydís vorum frekar lengi með prófið þar sem það var enginn í húsinu til að segja okkur til. Við biðum alltaf eftir svari á facebook frá þeim feðgum. Á blaðsíðunni þar sem við áttum að tengja saman vorum við alltaf að stroka út og breyta af því við fengum alltaf einhver önnur réttari svör. þannig við vorum enþá að tengja saman á miðvikudeginum. Ég fór heim kl 10 um kvöldið og þegar ég kom heim kláraði ég ritgerðaspurningarnar og þá var ég búin.

Á miðvikudaginn var skiladagur og höfðum við tímann til að klára prófið ef við þurftum á því að halda. Við stelpurnar löguðum auðvitað tengingarnar aðeins og skiluðum svo prófinu til Gyðu og merktum við að við værum búin að skila því.

0

vika 3 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginndengum byrjuðum við tímann á að skoða blogg og fréttir. Gyða er alment ánægð með bloggið hjá okkur flestum Gyða sagði að við þurfum bara að blogga fram að páskum. og svo er það bara búið. Fréttirnar sem við skoðuðum voru skemmtilegar og fjölbreyttar. Miklar umræður sköpuðust í bekknum. Ég leyfi þeim að vera í þessari færslu svo þið getið skoðað líka.

myndir janúarmánaðar  National Geographic

Uppfinningar barna   pressan.is

Íþróttir og öryggi visir.is

söngur hvala visir.is

ný tækni við myndatöku visir.is

bannað að henda mat visir.is

Til Mars mbl.is

kjarnasamruni – rafgas – auðlind mbl.is

sjaldgæfir málmar og framtíð farsíma mbl.is

Zika vírus

 

En við gerðum meira á mánudaginn heldur en að skoða fréttir og blogg. Við skoðuðum tengimyndir og teiknitákn. Við ræddum líka aðeins um rafrásir, hvernig þær tengja allskonar raftæki. meira var svo lært um viðnám og mismunandi gerðir þess. Einnig lærðum við eitthvað um raðtengdar og hliðartengdar straumrásir.

Gyða sagði okkur svo frá heimavinnuverkefni sem við áttum að skila á bloggið og það verkefni er í færslunni hér að ofan. Þetta verkefni snýst um að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja við lekaliðan og svo fróðleikur um rafmagnsöryggi. Við enduðum tímann á að fara í kahoot…..nei bíddu Gyða gleymdi sér soldið í fréttum og öðru að kahootið gleymdist :(

 

miðvikudagur- öskudagur

Ég var veik á öskudaginn :( en það fóru allir í svaka stöðvinnu  eins og sést hér að neðan

vonandi var þessi tími skemmtilegur.

 

Eðlisfræði 1 Sjálfspróf

 1. Tölva phet-forrit
 2. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 3. Verkefni – straumrásir
 4. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 5. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 6. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 7. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 8. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 9. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 10. Orð af orði – krossglíma
 11. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 12. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 13. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 14. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 15. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 16. Tilraun segulsvið
 17. Önnur ensk rafmagnsæfing
 18. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 19. Tilraun – rafrásir
 20. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í unglingadeildinni í skíðaferð í Bláfjöll þannig við fengum engann Náttúrufræðitíma.

það var samt mjög gaman í Bláfjöllum fyrir þá sem fóru á skíði og bretti. Ég mátti ekki fara á skíði né bretti þar sem hnéð mitt er ekki fullbatnað eftir krossbandsaðgerðina sem ég fór í í sumar. en ferðin sjálf var skemmtileg og 10 bekkur b vann Bláfjöll got talent annað árið í röð :)

 

frétt

1.jan 1970 eyðileggur símann þinn

 

 

0

vika 2 hlekkur 5

mánudagur

á mánudaginn fórum við í nearpod kynningu. Í kynningunni svörðuðm við spurningum eins og vanalega og fræddumst heilmikið um rafmagn, rafhleðslu og aðeins um frumeindir. Ég ætla að setja saman smá punkta um það sem ég lærði.

Almennt um rafmagn

 • rafmagn er í öllum hlutum
 • rafmagn hefur alltaf verið til
 • rafmagn er til fyrir tilstilli öreinda atóma
 • gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfssemi lífvera

frumeind

 • Frumeindir skiptast í róteindirnifteindir og rafeindir
 • Nifteindirnar og róteindirnar eru í kjarnanum
 • Rafeindirnar sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel.

 

rafhleðsla

 • Allt efni er gert úr frumeindum. (atómum)
 • Frumeindin er smæsta eind frumefnis sem býr yfir öllum eginleikum viðkomandi frumefnis.
 • Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda, sem eru smærri en frumeindin sjálf.
 • mikilvægur eginleiki róteinda og rafeinda er rafhleðslan sem þær búa yfir
 • róteindir eru með jákvæða hleðslu (+)
 • rafeindir eru með neikvæða hleðslu (-)
 • nifteindir eru óhlaðnar

þessi tími var mjög fræðandi og skemmtilegur.

miðvikudagur

á miðvikudaginn var stöðvavinna. það var margt hægt að bralla í þessari stöðvavinnu og ég var aðalega með Eydísi Birtu á stöðvum. við skoðuðum hvað væri í boði og við vorum sammála að það væri best að fara á þær stöðvar sem við gætum  skilið námsefnið betur og lært betur um rafmagn og þess háttar. stöðvarnar sem fóru á voru mjög fræðandi og ég lærði slatta á hverri stöð.

 

stöð 2

Phet forrit. Ég og Eydís fórum í leik um stöðurafmagn. Við prófuðum að nudda blöðru við peysu sem var öll hlaðin +  og – merkjum. öll – merkin fóru á blöðruna en plúsarnir urðu eftir á peysunni. Svo settum við blöðruna á flöt þar sem var fullt af + og – merkjum og þegar blaðran fór yfir svæðið forðuðust mínusarnir blöðruna því – forðast -.

Við fórum líka í annan leik þar sem John Travolta nuddaði fætinum í gólfteppi og þá hlóðust mínusarnir  í hann og gáfu honum straum þegar hann snerti hurðarhún.

 

lögmál ohms

V= spenna- volt – V

I= straumur- amper – A

R=viðnám-ohm

-því hærri straumur því lægra viðnám

 

heimild myndar

 

stöð 12 

þar fórum við í leik sem virkaði þannig að við áttum að finna út hvort heimilistæki noti batterí eða heimilisrafmagnið. Ég lærði soldið á þessum leik. Við fórum líka í annan leik. í honum fræddumst við um hvernig vasaljós virka og hvað gerist ef maður tekur ákveðna hluti í sundur. Svo tókum við svona mini próf um vasaljósið og við svöruðum öllu rétt í öll skiptin en við fórum í 3 eða 4 mismunandi próf.

stöð 17- wikipedia fróðleikur 

James Prescott Joule fæddist 24. desember árið 1818 og dó 11. október1889. James var eðlisfræðingur og ölgerðarmaður. Hann fann lögmál orkunnar. þessi stöð var fræðandi og ég lærði aðeins um þennan merkis mann.

stöð 16

við fórum inná vef Landsvirkjunnar og fræddumst um vindmyllur og horfðum á video tengd þeim.

 • turnarnir sjálfir eru 55 metrar á hæð
 • hver spaði er 22 metrar á lengd
 • þegar spaðarnir eru í efstu stöðunni er heildarhæð myllunnar 77 metrar
 • þegar vindhraðinn nær 3 metrum á sekúndu hefja myllurnar raforkuframleiðslu
 • vindmyllur framleiða rafmagn á sama hátt og vatnsaflsstöðvar.

Tíminn var mjög fæðandi og skemmtilegur.

 

fimmtudagur

á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna óveðurs og við fórum öll heim í hádeginu.

fréttir

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/02/09/98_arasir_sex_daudsfoll/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/08/flaug_drona_a_empire_state/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/06/thurfa_betri_prof_fyrir_zika_virus_2/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/14/ostodug_snjoalog_og_ovenjulagt_oson/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/13/ovenjulagt_oson_yfir_islandi_4/

0

vika 1 hlekkur 5

mánudagur

Á mánudaginn horfðum við á myndböndin úr vísindavökunni og þau voru öll mjög flott og vel vönduð. Við fengum svo sjálfsmatsblað sem við áttum að græja á meðan videoið okkar var í spilun. Við horfðum á videoin frá öllum í hópnum. Við Eydís sýndum videoið okkar og að fékk góða dóma frá hópnum okkar og við fengum flottar spurningar um tilraunina. Persónulega finnst mér videoið þeirra Evu, Þórnýjar og Heklu flottast.

hér er videoið okkar Eydísar.

Þetta var bara mjög næs náttúrufræðitími.

 

miðvikudagur

á miðvikudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk og þessi hlekkur er um Orku. Eins og vanalega í byrjun hvers hlekks fengum við glósupakka og farið var yfir þær. við fórum í nearpod og svöruðum nokkrum spurningum í kynningunni. Þetta var slatti sem við lærðum í tímanum um allskonar orku. Ma. hreyfiorku, stöðuorku, varmaorku, efnaorku, rafsegulsorku og kjarnorku.

orkugjafar eru flokkaðir niður í endurnýtanlega orku og óendurnýtanlega orku

endurnýtanleg orka

 • sólarorka- hægt að breyta rafmagni í hita
 • vindur- hægt að breyta í rafmagn
 • jarðvarmi- hægt að breyta í rafmagn og hita
 • lífmassi úr plöntum- etanól úr maís
 • vatnsorka- hægt að breyta í rafmagn.

óendurnýtanleg orka

 • olía- jarðefnaeldsneyti
 • gas- jarðefnaeldsneyti
 • kol- jarðefnaeldsneyti
 • úraníum- málmgrýti.

 

punktar- lögmál um varðveislu orku.

 • orka getur aldrei eyðst eða myndast.
 • orka getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra
 • hreyfiorka breytist til dæmis í stöðuorku og öfugt
 • heildarorkan hverju sinni breytast þó aldrei.

þessi tími var mjög fræðandi og ég lærði mikið í honum.

 

fimmtudagur

á fimmtudaginn fengum við tölvuver til að blogga um Vísindavökuna en ég og Eydís vorum sem betur fer búnar að blogga um hana þannig við rétt bættum við hvaða video okkur fannst flott og tókum okkur góðan tíma í að hrósa eins og tvemur videoum sem okkur fannst frammúrskarandi. Svo eyddum við restinni af tímanum í aðra heimavinnu sem við áttum eftir.

þessi tími var bara mjög kózý

fréttir

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/22/bordtennis_med_vatnsbolta/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/18/snyr_gloperan_aftur/

 

 

 

0

hlekkur 5 vika 3

mánudagur:

á mánudaginn rifjuðum við upp aðeins um bylgjur og ljós frá því í 8. bekk. Við ræddum um veður og hvað ræður veðri. og þar sem ég var ekki vikuna áður þá. Svo skoðuðum við fréttir um ljós afþví í ár er víst ár ljóssins.

þriðjudagur:

á þriðjudaginn var ekki stöðvavinna en við kláruðum umræður um varma og veður. og mig minnir að við höfum gert plakat í þessum tíma um hvað ræður veðri og ég var með Halldór Fjalar Helgason og Mathias Bragi í hóp og okkur gekk bara mjög vel.

fimtudagur:

í tímanum á fimmtudaginn fengum við langt heimapróf fræa Gyðu og við fórum aðeins yfir það saman. svo voru Kynningar á plakötunum okkar restina af tímanum.

fréttir:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2015/02/18/brunn_dvergur_hvarf_sporlaust/ þar sem við erum nýbúin í stjörnufræði þá fannst mér í lagi að setja þessa inn

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/02/03/ishellirinn_vekur_athygli/

 

 

 

0

vika 1 hlekkur 6

mánudagur:

á mánudaginn var vetrarfrí.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn fengum við útkomuna úr prófinu úr síðustu viku (mér gekk ekki vel í prófinu)

svo var skoðað blogg og fréttir og skemmtileg myndbönd

föstudagur:

á föstudaginn töluðum við aðeins um Þjórsá og við sem komum úr Þjórsárskóla áttum að fara upp að töflunni og segja hinum hvað við vissum um Þjórsá.svo var skrifað upp á töfluna hvað tengist Þjórsá t.d. virkjannir, fossar, umhverfið. o.fl.

við töluðum líka um Gjánna en hún er í þjórsárdal og er einn fallegasti staður á jarðríki. einu sinni ætlaði vinkona mömmu minnar í gjánna með fjölskyldu sinni en þá var búið að loka svæðinu af því að það voru tökur á einhverri kvikmynd sem var verið að setja saman .

svo eftir eitthvað samtal var farið í hópavinnu og ég var með Matthías og Sigríður Helga Steingrímsdóttir í hópog við áttum að finna eitthvað um Þjórsá os skrifa það niður og spjalla um það sem við skrifuðum um.

ég skrifaði um virkjannir og eyjurnar í Þjórsá en Árnes og hagaey eru stærstu eyjarnar í þjórsá og ég bý í Árnesi.

 

0

vika 3 hlekkur 5

mánudagur:

ég var ekki á mánudaginn en fólkið fékk fyrirlestur um ljós og svo held ég að þeu hafi farið í alías.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn var könnun. mér gekk ekkert mjög vel í henni.

við skiluðum sjálfsmati úr bylgjufræði og fórum svo í tölfuver og löguðum og lagfærðum bloggið okkar þegar við höfðum lokið könnunninni og skilum á mati.

föstudagur:

á fösfudaginn var svo stöðvavinna og í byrjun tímans kynnti Gyða fyrir okkur hvað væri í boði og stöðvarnar sem voru í boði voru skemmtilegar og það átti að klára a.m.k 5 stöðvar og ég og Halldór (við vorum saman í hóp) kláruðum 6 stöðvar.

speglastöðin var skemmtileg en hún virkaði þannig að þið eruð með blað fyrir framan spegil og  þið egið að teikna mynd og svo skipta um mynd og reyna að teikna myndina sem hin/hinn gerði og þið megið bara teikna myndina með því að horfa í spegilinn þetta er erfitt en skemmtilegt líka.

svo fórum við í svona millu á töflunni ( það var sko stöð ) Halldór vann mig 3x og við hættum ekki í þessu fyrr en ég vann hann og svo vann ég hann á endanumog þá fórum við loksins á aðra stöð.

eldspítustöð var ágæt þá röðuðum við eldspítum upp þannig það varð einhver mynd og við máttum bara hreifa eina eldspítu svo kólan kæmist niður. mér fannst það ekkert svaka skemmtilegt.

kubbastöðin var fín þá fengum við kubba eða svona form og röðuðum þeim saman þannig við bjuggum til myndir úr þeim og ég náði að búa til bátinn og okkur Halldóri fannst kötturinn alltof erfiður að við gáfumst upp en ég náði líka að búa til kertið. þessi stöð var líka ágæt.

sjónhverfingarstöðin var skemmtileg, við fengum Ipad og fengum að sjá allskonar sjónhverfingar. mér fannst þessi stöð skemmtilegust.

svo voru bara svona gátur ég vissi eina gátu þarna á blaðinu og já… mér fannst þessi stöð alveg ágæt :)

Krókódílar klifra í trjám

Pítsa sem geymist í þrjú ár við stofuhita

hverjum dettur í hug að stela 7 tonna mangó ?

http://menn.is/afriskur-aettbalkur-flytur-let-go-ur-frozen/

 

 

0

vika 3 hlekkur 5

mánudagur:

ég var ekki helminginn af tímanum en á meðan skrifuðu þau á hugakortið og fóru yfir glærur en svo kom ég og þá fékk ég glærur um hljóð (eins og allir hinir) og fórum yfir nokkrar áhugaverðar glærur. Svo fengum við að skoða tækni og tól ársins 2013. svo sáum við Big bang theory brandarann / doppoler effect.

fimmtudagur:

á fimmtudaginn var könnunn um bylgjur og ég var með fullt hugakort af glósum og dóti bæði framaná og aftaná. Mér fanns mér ganga nokkuð vel í prófinu og örugglega í fyrsta skipti sem ég vet eitthvað af svörum í náttúrufræðikönnunn og var bara nokkuð ánægð með sjálfa mig. Svo eftir prófið fórum við niður í tölvuver í phet forritin.

föstudagur:

á föstudaginn fengum við útkomna úr prófinu og ég varð soldið spennt fyrir einkunninni af því þetta yrði mögulega sæmileg einkunn en nei !!! þetta varð auðvitað ekkert góð einkunn eftir allt saman. svo fórum við yfir prófið.

við fórum yfir blogg og Gyða varð mjög ánægð með bloggið hjá flestum.svo töluðum við mikið um schumacher – slysið.

svo horfðum við á video frá lego keppninni sem flúðaskóli tók þátt í og stóð sig bara mjög vel og svo klöppuðum við fyrir Ástráði, Sölva og Halldóri Friðriki fyrir flott skemmtiatriði sem þeir sýndu á keppninni en voru reyndar ekkert búnir að æfa sig fyrir það, þetta var bara ákveðið á staðnum að þeir myndu gera þetta þarna. en hér er videoið af sttrákunum og fleirum úr keppninni

lego keppnin fludaskoli viðtal

Frétt BBC í heild.

 

 

 

 

0

vika 2

mánudagur:

á mánudaginn skoðuðum við skemmtileg video. við skiluðum sjálfsmati frá vísindavökunni og kláruðum glósur frá síðustu viku. það var líka spjallað mikið og skoðað fréttir og blogg

listaverk…  þetta er listaverk, gert á fáranglegann hátt en þetta video sáum við á mánudaginn

 fallhlífastökk.

þetta video hér að ofan er svaka flott þar sem fólk hendir sér niður af byggingum og svífur svo í fallhlífum :)

fimmtudagur:

á fimmtudaginn byrjuðum við uppi í stofu (er sko alls ekki búin að gleyma hvað stofan heitir skohh) og sáum video af brú í ameriku brotna út af roki hún veltist um og það komu svona bylgjur og svo var fólk bara í rólegheitum að labba þarna og taka fullt af myndum.

Tacoma Narrows brúin 1940

en svo fórum við niður í tölvuver og fórum í bylgjuleik. ég náði upp í 4. level en það hæsta sem varð í bekknum var 9. svo… já ég tel mig alveg lala í þessum leik. svo vorum við bara að fikta í svona leikjum með hljóð og bylgjur :)

Herma   phet – forritin 

föstudagur:

á föstudaginn var stöðvavinna og ég var ein í hóp að drepast úr hausverk svo ég náði ekki að gera mikið en ég náði þrem stöðvum

stöð 12. á stöð 12 var ég í tölvu og þar var fyndinn Big bang theory brandari og svo var líka fróðleikur um doplerhrif brandarinn
fróðleikurinn

svo fór ég á stöð 3 og þar var linkur á vísindavefnum um hvaða dýr heyrir best = Leðurblökur svo var eitthvað mjög skrítið lag um leðurblökur og svo var flott myndband um leðurblökur = leðurblökustöð.

svo fór ég á stöð átta og þar var video með kalli sem ætlaði að brjóta glas með röddinni það gekk ekki alveg í fyrstu en hann náði því í endann ágæt stöð Herma

thats all folks !

takk fyrir að lesa !