0

vísindavaka 2016

Ósýnilegt blek

Ég og Eydís Birta vorum saman með tilraunina ósýnilegt blek. Í þessari bloggfærslu ætlum við að segja ykkur frá tilrauninni, hvernig við framkvæmdum hana, hvernig hún virkar og hvað þarf í hana. Okkur langar að vita hvort það skipti máli að bíða þangað til blekið þornar og brenna það svo eða bíða ekki.

 

                  Efni og áhöld

  • vatn
  • glas
  • eyrnapinnar
  • sítróna
  • hnífur
  • blöð
  • kerti
  • eldspýtur eða kveikjara

 

Aðferð

Fyrst byrjar maður á því að kreista safann úr sítrónunni í glas. Svo er bætt smá vatni við safann og blandað saman með eyrnapinna. Svo er komið að því!!!!!!! að skrifa leyniskilaboðin. Maður dýfir eyrnapinnanum í blönduna og skrifað svo á blað. Kveikja þarf á kerti og setja skal blaðið yfir eldinn og þá eiga leyniskilaboðin að koma í ljós.

WARNING! passið ykkur bara á að kveikja ekki í húsinu ykkar því þá verður til vesen.

Við skrifuðum á tvö blöð og prófuðum að bíða með seinna blaðið þangað til blekið myndi þorna.

Niðurstöður 

Þessi aðferð við að búa til ósýnilegt blek virkar af því að sítrónusafinn oxast þegar hann kemst í snertingu við loft. þegar maður hitar pappírinn oxast sítrónusafinn hraðar því efnasambönd ganga hraðar við hærri hita og veldur því að sítrónusafinn verður brúnn.

Það var enginn munur á blöðunum tveimur þótt annað fékk að þorna. Þessi tilraun heppnaðist mjög vel að mestu leyti svo lengi sem við kveiktum ekki í neinu.

 

Hér er videoið

 

Heimildir:

heimild

video

Hrós

Okkur langar að hrósa videoinu þeirra Matta, Halldórs Fjalars og Orra og líka videoinu þeirra Evu, Heklu og Þórnýjar. videoin þeirra voru mjög skemmtileg og það var húmor í báðum videounum og tilraunirnar þeirra mjög skemmtilegar og fræðandi. Myndatakan í myndböndunum var vönduð og allt vel klippt. Tilraunirnar sjálfar voru mjög flottar og vöktu áhuga hjá okkur. Góð Vinna var lögð í videoin og metnaður hjá báðum hópum í hámarki.

Öll videoin eru mjög flott og vel gerð en þessi tvö stóðu mest uppúr hjá okkur Eydísi.

Vel gert krakkar þið stóðuð ykkur öll vel og megið öll vera stollt af ykkar vinnu :)

Eydís Birta og Ljósbrá :)

0

Vísindavaka 2015

Vísindavaka 2015

þá er enn og aftur komið að vísindavöku í Flúðaskóla. Þetta árið er ég með Eydísi Birtu í hóp og við gerðum tilraunina ský í flösku. Í þessari tilraun langaði okkur að vita hvort það væri munur á skýi nú í lítilli flösku og í stórri flösku.

Efni og áhöld

í þessa tilraun þurfum við:

image image

spritt

ventil

tvær gosflöskur (eina litla og eina stóra)

pumpu (við notuðum loftpressu þar sem pumpan virkaði ekki)

Aðferð

fyrst gerðum við gat á tappann á flöskunni paslega stórt fyrir ventilinn svo hann kæmist í gegnum tappann.

svo helltum við botnfylli af spritti í flösku ná og dreifðum því um alla flöskuna.

Svo er bara að pumpa í flöskuna.

við tókum loftpressuna og settum stútinn á ventilinn svo settum við loft í flöskuna. Þegar það var komið tókum við loftpressuna frá og skrúfað um tappann af. Þá kom skýið. En hvernig getur ský myndast í flösku með spritti og lofti ? Jú sjáðu til spritt er rokgennt efni og gufar auðveldlega upp, með því að pumpa lofti í flöskuna þjappast sameindirnar saman og þegar þrístingurinn verður eðlilegur í flöskunni þennst gasið aftur út, kólnar og myndar ský. Skýið getur horfið þegar þú setur þrýstinginn aftur í flöskuna.

en svo prófuðum við litlu flöskuna.

Í fyrstu tilraun gekk hún ekki upp afþví við settum ekki nógu mikið loft í flöskuna en við reyndum aftur og skýið sem kom varð skýrara heldur en skíði í stóru flöskunni.

image         image

Í þessari tilraun komumst við að því að skýið er skýrara í minni flöskunni heldur en í stærri flöskunni.

okkur fannst skemmtilegra að vinna með litlu flöskuna afþví skýið varð betra og við þurftum ekki að pumpa eins mikið í hana eins og stóru flöskuna.

okkur Eydísi fannst rosalega gaman að gera þessa tilraun því þú getur gert hana aftur og aftur það þarf bara að pumpa lofti í hana aftur og þá er komið annað ský.

image

 

Takk fyrir okkur