0

Vika 4 hlekkur 3

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við einkunn úr skýrslunum okkar og ég og Þórný fengum góða einkunn. Svo fórum við í nearpod kynningu um upprifjun í frumeindum.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjaði Gyða tímann á að rifja upp hvata og efnahvörf svo við myndum nu örugglega skilja eitthvað í tilrauninni sem við værum að fara í.

svo fórum við í tilraunina. Við áttum semsagt að búa til fílatannkrem. Ég var með Evu og Kristni í hóp og við skiptum verkefnunum bróðurlega á milli okkar. Þetta var skemmtileg tilraun og okkur gekk vel að útfæra hana.

image image

Myndirnar að ofan á ég.

 

fimmtudagur 

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver að byrja á skýrslunni okkar og við unnum allan tímann og komumst vel af stað og áttum bara eitthvað smotterí eftir sem vel var hægt að klára í vinnutíma seinna. Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við náðum að vinna mjööög vel.

0

Vika 3 hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn var Gyða ekki, þannig Jóhanna var með okkur og við vorum bara að læra í einhverju öðru sem Við þurftum að vinna í því flúðaskólasíðan var hökkuð og þa er ekki hægt að gera neitt í náttúrufræði.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn fengum við flotta kynningu frá strákunum sem kepptu í Lego keppninni um uppfinninguna þeirra sem heitir Obi van Legobi. ( eitthvað ur starwars held eg ) þeir sýndu okkur hvernig allt þetta virkaði og hvað tækið atti að gera. Þeir sýndu okkur lika hönnunina a forrituninni sem var i tækinu. Við fengum lika að sja þegar tækið leysti allskonar þrautir og svoleiðis og þetta var mjög flott hja þeim og þeir fengu verðlaun fyrir bestu liðsheildina.

svo þegar kynningunni var lokið fórum við í tilraunavinnu. Ég og þórný vorum saman í hóp.

í tilrauninniáttum við að setja allskonar efni i mæliglas og svo attum við að setja misþumga litla hluti i mæliglasið og sja hversu djúpt þeir myndu sökkva i þessum efnum. Svo áttum við að skila lítilli skýrslu.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver í nearpod kynningu og í kynningunni var mjög Flott lag sem eg get mjög auðveldlega fengið á heilann. En þessi kynning var fin.

fréttir

Jolalskraut hægir á netsambandi

Klónun

0

Vika 1 hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn ætluðum viðí nearpod en það var ekki hægt þannig við töluðum allan tímann um hryðjuverkin í París. Við spjölluðum mikið og skoðuðum fréttir þessu tengt. Við sögðum öll okkar skoðanir á þessu og þetta var bara fínasti tími

miðvikudagur

Á miðvikudaginn var skákmót þannig við fengum bara hálfan tima til að fá útúr heimaprófinu og byrja á nýjum hlekk sem er bara upprifjun á síðasta hlekk semsagt upprifjun úr efnafræðinni. Við rifjuðum mikið upp úr siðasta kafla og spjölluðum mikið

fimmtudagur

á fimmtudaginn áttum við að vera í tölvuveri en flúðaskólasíðan var hökkuð þannig við unnum bara í íslensku lotunni okkar ….Bömmer

 

 

0

vika 6 hlekkur 2

mánudagur

á mánudaginn fengum við afhent heimapróf og við fengum að nota tímann í að byrja á prófinu. Ég byrjaði á því að fara í gegnum spurningarnar. Mér fannst þær pínu erfiðar en svo þegar ég byrjaði að skrifa niður þá fór ég bara létt yfir glósurnar og þá fann ég alveg einhver svör. Á prófinu voru alls kyns spurningar og allar tegundir af spurningum. td. krossaspurningar, satt og ósatt,ritgerðarspurningar, nemendaspurningar og fjölvaspurningar. spurningarnar voru misþungar og þetta próf var frekar langt. ég vann meira og minna með Eydísi og það sem ég skyldi ekki náði eydís að útskýra mjög vel fyrir mér. Okkur gekk bara ágætlega

miðvikudagur

ég var veik á miðvikudaginn en það fóru allir í tveggja manna hópa og þeim var úthlutað huhgtak tengt erfðafræðinni. þau áttu svo að gerast sérfræðingar í sínu hugtaki. Þau fræddust mikið um sín hugtök á netinu og örugglega eitthvað í glósunum líka. þau lögðu á minnið eða skrifuðu niður það sem þau þurftu að muna fyrir næsta tíma.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn kom ég í tíma og vissi ekkert afhverju borðunum hafði öllum verið raðað saman  sem eitt stórt borð en jú það var svo krakkarnir gætu setið öll saman til að tala um hugtakið þeirra og fræða alla um það og þar sem ég var ekki a´miðvikudaginn var ég látin vera dómari í þessum málum og ég átti að passa uppá að allir segðu sína skoðun og allir fengju að tala sem vildu. tíminn var bara mjög góður og ég lærði mikið í honum.

fréttir

nýtt líf með nýju andliti

tungl að sundrast

 

0

Vika 5 hlekkur 2

mánudagur

á mánudaginn fengum við verkefna blöð frá vikunni á undan og við Eydís unnum saman. Við fengum blað með 3 mismunandi myndum af augum, hausum, eyrum og svo framvegis. Svo fengum við líka tvær eina krónur hvor. Svo köstuðum við krónunum og ef við fengum tvö skjaldarmerki þa atti hausinn til dæmis að verða hringlóttur eða eyrun stór en ef við hefðum fengið fisk og skjaldamerki þa hefðu eyrun átt að vera lítil eða miðlungs. Við Eydís Unnum verkefnið til enda og teiknuðum barnið „okkar“ sem kom út úr þessu. Þetta verkefni var bara fint og fær okkur til að skilja viðfangsefnið betur eða mér finnst það allavega.

 

Miðvikudagur 

á miðvikudaginn var ekki stöðvavinnu en við fengum flottan fyrirlestur um svokallaða erfðatækni.               Svo var skoðað fréttir um tvíbura og fréttin hér að neðan er mögnuð. Ég mæli með því að þið skoðið hana Tvíburar en hálbræður

við skoðuðum líka fleiri fréttir eins og þessa Hér og Þessa

svo sagði Gyða okkur eitt merkilegt sem gerðist núna síðasta sunnudagskvöld. Það var að tunglið, Venus, Mars og Júpíter yrðu öll í sömu línu og þegar eg labbaði í skólann síðasta mánudag sá ég þetta. Mér fannst þetta mjög flott.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn byrjuðum við tímann á að búa til tvær spurningar fyrir heimaprófið sem við myndum fá í næstu viku. Svo var farið í Kahoot. Þetta Kahoot var um erfðafræði og á ensku. Mér fannst erfiðara að skilja það af þvi það var á ensku og ég lennti i svona 12 sæti. En þetta var samt gaman og tíminn var fljótur að líða.

fréttir

Stjörnurnar

Grænmetisolía krabbameinsvaldandi

mbl.is

0

Vika 4 hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn  fórum við í gegnum fínasta glósupakka um litningapör og blóðflokka.  Við fræddumst einnig um erfðir og erfðagalla. Og hvað gerist ef einhver fæðist með erfðagalla. Svo fengum við einhverjar verkefni úr þessum fróðleik til að vinna og okkur gekk bara mjög vel.

restin af tímanum fór svo í að skoða fréttir.

miðvikudagur

Á miðvikudaginn var ekki stöðvavinna. Gyða ekki en Jóhanna var með okkur í smá stund. Tíminn fór í að vinna verkefnablöð sem voru tilbúin fyrir okkur. Ég og Eydís fundum okkur verkefnablöð. Mér fannst þessi verkefni mjög erfið og eg skildi ekki mikið í þeim. En það var samt mjög gaman hjá okkur Eydísi. Við unnum kannski ekki alveg allan tímann en við unnum samt eitthvað. Eva hjálpaði okkur svo við restina af verkefnablaðinu sem var um litblindu.

Sumir fengu sér öðruvísi verkefnablöð þar sem þeir áttu að fa tvær 1 kr. Og kasta þeim upp og það voru alltaf 3 mismunandi myndir af eyrum og augum og hausum og svo framvegis. Í þessu verkefni á maður að teikna upp barnið „sitt“ með þvi að kasta eina krónum. og merkja svo við það sem eina krónurnar pössuðu við.  Þessi verkefni voru erfið en svosem ágæt.

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var bara mjög þægilegur og rólegur tími. við gerðum eginlega ekki neitt í tímanum. Við skoðum blogg hjá öllum úr hópnum og skoðuðum lika fréttirnar sem allir settu inn. og ræddum mikið um þær. Við skoðuðum lika eitthvað af videoum og öðrum fréttum og þetta var bara rosa kózý tími.Gyða hrósaði okkur mikið fyrir vel unnið blogg.

bloggið fyrir þessa viku var nú ekki mikið en vonandi verður meira til að blogga um í næstu viku.

fréttir og video

blómleg eyðimörk

lag um blóðflokka

mblm.is og youtube.com

 

 

 

 

 

0

Vika 3 hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir svaka glósupakka um erfðafræði. við fræddumst um georg Mendel sem var oft kallaður faðir erfðafræðinnar. Mendel byrjaði að rannsaka baunagrös og fann gen og litningar sem enginn hafði heyrt um áður. Mendel þótti merkilegur maður en fékk aldrei að kenna það sem hann fann. Mendel dó ánþess að fá nokkurntíma verðlaun fyrir rannsóknir sínar.

– Eftir margendurteknar tilraunir vissi mendel að ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar og hreinræktaðar lágaxnar plöntur æxlast fengi hann aðeins hávaxnar afkvæmisplöntur.

– sterkari eiginleikinn er kallaður ríkjandi en sá eginleiki sem virðist hverfa kallast víkjandi.

– Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum: H fyrir háan vöxt plantna.

– Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum: h fyrir lágan vöxt plantna.

                                                DNA

– DNA er spírallaga stórsameind úr Deoxýríbósakjarnasýru.

-Geymir upplýsingar sem þarf til að búa til prótín.

– Varðveitir allar erfðaupplýsingar frumna.

                                              Gen

– Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur.

– Annað genið er frá móður og hitt frá föður.

– Við samruna kynfruma fá afkvæmin gen fyrir tiltekin eginleika frá sitt hvoru foreldrinu.

– Gen fyrir tiltekin eiginleikann frá örðu foreldrinu er í tilteknu sæti á öðrum litningum

– Gen fyrir sama eginleikann frá hinu foreldrinu er í sama sæti á hinum litningum.

restin af tímanum fór svo í að skoða fréttir og blogg.

miðvikudagur 

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og það voru margar stöðvar í boði eða allar þessar hér fyrir neðan.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Við stelpurnar unnum mikið saman í þessari stöðvavinnu og við  byrjuðum allar saman á 1. stöðinni og við fengum óvenju mörg spjöld en þá kom í ljós að við vorum með tvo bunka og það tók okkur langann tíma að flokka þau í sundur því það voru númer aftaná og það voru fjögur spjöld af hverjum tölustaf og þetta var uppí u.þ.b. 24.

svo vorum við búnar að flokka þetta allt saman og þá loksins gátum við byrjað og þetta snérist útá það að finna hugtök og svo skýringuna sem passaði við hugtakið og ef við héldum að við hefðum fundið rétt þá kíktum við aftaná spjöldin og ef það var sami tölustafurinn á þeim var það rétt og við fengum þá samstæðu. og stelpurnar voru mjög fljótar og fundu mikið en ég fann bara tvær en þetta var bara mjög fín stöð.

við fórum á fleiri stöðvar. og þessi stöðvavinna var fín

fimmtudagur

á fimmtudaginn var Gyða ekki en við fórum í Tölvuver og við gátum skoðað þrjár síður.

1. flipp flapp

2. erfðir.is

3. khan academi

khan academi er mjög fott síða sem reynist manni vel í nánast öllum fögum í skólanum og mest í stærðfræði og þetta er mjög flott síða. þetta eru video sem er búið að teikna og svo er talað inná þau og þetta hjálpar manni mjög mikið

erfðir.is er vefur þar sem þú getur lesið þér til um ýmislegt tengt erfðafræðinni og getur nýst vel í náttúrufræðinni.

flipp flapp er vefur með videoum sem er talað inná og er mjög þægilegur.

tíminn fór í þetta og ég lærði mikið í þessum tíma.

 

0

Vika 2 hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn var ég ekki en ég frétti að Gyða hefði ekki nennt að kenna þannig hún fékk alla til að dansa, ég veit ekki hvernig dans en þau allavega dönsuðu og mér finnst ömurlegt að hafað Mist af því, ég hefði allavega viljað horfa a þetta.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við sett í hópa og við áttum að búa til kynningarefni um frumur fyrir 7-8.bekk.           Ég var í hóp með Siggu Helgu, Heklu og Eydísi en Eydís var ekki þannig við vorum bara þrjár og þá þurftum við að nýta tímann vel. Við ákváðum að búa til plakat með plöntufrumum og dýrafrumum. Hekla teiknaði frumurnar og skrifaði hvar allt er inní þeim og ég og sigga skrifuðum smá frasa um frumur. Svo lituðu sigga og hekla frumurnar. Við bættum líka við smá mynd af DNA á plakatið.

við náðum ekki að klára plakatið í tímanum en við fengum tíma í vinnutíma á fimmtudaginn til að klára það. Og það heppnaðist vel.

plakatið má finna á náttúrufræði Padlettinum.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver og skoðuðum allskyns myndbönd um frumur og allskonar. Þessi video voru mjög fræðandi og þau voru í passlegri lengd og ég lærði alveg slatta af þessum videoum. Og ég væri alveg til í að horfa á fleiri svona video því eg læri mikið á þessum videoum.

 

Jörðin í dag,geri myndun

0

vika 1 hlekkur 2

mánudagur

á mánudaginnfengum við nýjan glósupakka um frumur. þessi glósupakki var að hluta til upprifjun úr 8.bekk. en þetta var þykkur glósupakki og mikið fyrir okkur að læra. Svo fengum við fyrirlestur. þetta var langur fyrirlestur og Gyða fór vel og hratt yfir pakkann. Hérna er smá fróðleikur um frumur.

frumur

– allt lifandi efni bæði í plöntu og dýrsfrumu kallast frymi. Frymi nær yfir frumuhimnu, umfrymi og kjarna.

-hlutverk frumulíffæra er að varðveita orku, að leysa orku úr læðingi, að sjá umbyggingu og viðhald frumuhluta, að losa úrgangsefni, bregðast við umhverfi-áreiti og að fjölga frumum.

miðvikudagur

á miðvikudaginn var stöðvavinna og ég vann með Eydísi og við fórum á nokkrar stöðvar m.a. stöð 2. Þar áttum við að lita frumu og við lærðum ensk heiti í leiðinni. við fórum líka á stöð 6. þar fengum við lesskilningsverkefni um tvíburasystur og tvíbura og við fengum að vita margt um hvernig þeir þróast í móðurkviði o.fl. við fórum á fleiri skemmtilegar stöðvar. þetta var fínn tími

fimmtudagur

á fimmtudaginn var Gyða ekki en við fórum í tölvuver og við völdum okkur 3 ritgerðaspurningar til að svara en það voru nokkrar spurningar inná padlettinum og tíminn fór bara í að svara þessum þrem spurningum og svo sendum við Gyðu svörin okkar í pósti þegar þessu var lokið.

Fréttir

jörðin að deyja ?

kórallar að fölna

 

0

Vika 6 hlekkur 1

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við alveg nýtt verkefni sem heitir orð af orði. Við fengum hefti sem heitir CO2 framtíðin í okkar höndum eftir Einar Sveinbjörnsson. Okkur var skipt í hópa og ég var með Eydísi, Nóa og Kristni. Við flettum á blaðsíðu 20 og þar voru stuttir frasar þar sem við skiptumst á að lesa. Svo þegar lestrinum var lokið fengum við öll mismunandi verkefni. Ég man ekki alveg öll verkefnin en það var allavega að lesa og segja hvað var verið að lesa um í einni setningu og að spá í framtíðina. Hér fyrir neðan sjáið þið frasana sem við lásum og hvernig þetta orð af orði virkar.

image image image

 

Miðvikudagur

Það var enginn skóli á Miðvikudaginn vegna foreldra viðtala

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn saman í náttúrufræði. Við fengum að sjá video um áskoranir sameinuðu þjóðanna og það eru einnig glærur um þessar áskoranir og þetta var allt inná Padlet. Þetta video fékk okkur til að hugsa mikið um hvað við á Íslandi höfum það gott miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Svo var það verkefnið sem okkur var úthlutað. Við downloaduðum appi sem heitir global goals alliance. Þar áttum við að velja okkur eina af áskorunum sameinuðu þjóðanna og fyrir hverja áskorun var ofurhetja. Ég valdi áskorunina: að tryggja aðgengi og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu. Hér er ofurhetjan mín 👇

image Svo skiluðum við myndinni af okkur á þrjá staði. Á Twitter, facebook og auðvitað Padlettinn. Þetta var mjög fínn tími…. Að fá að vera i simanum og tölvunum heilan tima er alveg fint svona verkefni sem ná athygli okkar og fá okkur til að hugsa um hvað við höfum það gott eru góð.

takk fyrir í dag 😊