Þurrís Blogg

Þetta byrjaði þannig að okkur var skipt í tveggja manna hópa, ég og Eydís vorum saman í hóp. Síðan fengum við smá sýnikennslu á allar tilraunirnar og svo fengum við að prufa sjálf.

1. Tilraunin sem við gerðum var blöðru þurrís, hún fór þannig fram að við settum þurrís í tvö glös og settum svo blöðrur ofan á glösin og biðum eftir því að sjá blöðrurnar þenjast út, það leit ehv veginn svona út:

 

2. Tilraun númer 2 sem við gerðum var að við tróðum þurrís inn í blöðru og lokuðum fyrir, í blöðru eitt settum við sirka 5 og hún blés smá út en í blöðru 2 settum við 10 og hún endaði með því að springa sem að var mjög gaman að sjá.

3. Tilraun 3 sem við gerðum var að við settum málma ofan á þurrís og þegar við þrýstum þeim við ísinn komu óþægileg hljóð eins og ískur, það varð verra eftir málmum.

4. Tilraun 4 var að við blésum sápukúlur ofan á þurrís og ef hún náði að lenda frosnaði hún, hérna er ein frekar svöl sem að sprakk þegar hún var hálffrosin. 

5. Tilraun númer 5 sem við gerðum var að við settum fullt af þurrís ofan í skál/bala og settum svo heitt vatn út í, síðan settum við sápu í tusku og toguðum hana yfir og þá varð til þurrískúla.
tilraun3

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>