Avatar

Á meðan Gyða var í burtu vorum við að horfa á Avatar, það er skemmtileg og áhugaverð mynd með góðum söguþráð en það er ekki það sem að ég ætla að fjalla um. Ég ætla að fjalla um líffræðilega hlutann við Avatar.

Myndin gerist einhvern tíman á árabilinu 2050-2100 í sólkerfinu Alpha Centauri á tunglinu Pandora, frumbyggjarnir þar eru kallaðir Na´Vi.

Pandora: Er fimmta tunglið af þrettán sem að umkringja gasrisan Polyphemus sem að svífur í stjörnukerfinu Alpha Centauri, sem er nærsta stjörnukerfið við okkar sól. Lofthjúpurinn er samansettur af Nitrogen, Ocygen, Carbon Dioxide, Xenon, Methane og Hidrogen Sulfyde. Lofthjúpurinn er mjög eitraður fyrir mannfólki og er banvænt fyrir manneskju að anda lofti að sér á Pandora.

Plöntulíf: Tré á Pandoru eru mjög lík trjám á jörðinni fyrir utan það að á Pandoru eru mikið meiri litir í trjánum, en annars eru þau mjög lík trjám á jörðinni. Þau eru með svipaðan stofn, greinar og lauf. Reindar þá er þingdaraflið auðruvísi á Pandora þannig að sum form sem að laufin setja sig í eru asi skrítin fyrir augum manna. Svo eru fullt af plöntum á pandora sem að eru ekkert líkar plöntum á jörðinni. Sumar plöntur skreppa saman þegar maður snertir þær og aðrar eru stórar, fallegar og litríkar. Plönturnar og trén hafa einhverskonar rafmagnað taugakerfi sem að vinnur á ofurhraða og tengjast allar þessar plöntur saman með þessu taugakerfi og mynda hálfgerðan risaheila um allt tunglið. Na´Vi kalla þetta Eywa sem að er þeirra „guð“.

Dýralíf:

  • Banshee: Eru eins og blanda af fuglum og drekum, það eru tvær gerðir af Banshee en Mountain Banshee nota Na´Vi til að fljúga á. Forest Banshee eru eins og litlu frændur þeirra og enginn flýgur á þeim. Svo eru til Toy Banshee en þær eru gerðar af Na´Vi og börnin nota þær.
  • Great Leonopeteryx: Er risastór blanda af fugl og dreka í útliti og er hann æðstur allra fugla.
  • Sturmbeest: Er eins og blanda af buffalóa og einhverskonar tegund af risaeðlu, þær ferðast saman í hjörðum og vernda svæði sín og ungana sína.
  • Direhorse: Eru sex fóta hestar notaðir af Na´Vi. Þeir eru stórir og stæðilegir, en þær eru álíka stórir og fílar. Þegar þeir eru villtir þá ferðast þeir saman í hjörðum og borða trjáberki og fleirra.
  • Thanator: Eru talin hættulegustu villidýrin á Pandora þótt að það sé ekki búið að kanna öll svæðin á tunglinu. Þeir líkjast dýrategundinni Panther Tiger.
  • Hammerhead Titanothere: Eru eing og Nashyrningar í útliti nema nefið er eins og sleggja. Þeir eru tvöfallt stærri en fílar. Þeir eru oftast friðsælir en vernda svæði sitt og verða árásagjarnir ef þeir þurfa.
  • Viperwolf: Er eins og sex fóta villihundur/úlfur og hafa þróast þannig að þeir geta hlupið auðveldlega og lengi á eftir bráð.Enginn þorir að ráðast á þá og þeir ferðast í stórum veiðihópum.

Na´Vi: Na´Vi eru að mörgu leiti mjög líkir manneskjum, og jafnvel á mennskum stuðli eru Na´Vi verurnar fallegar. Þær eru með fjóra útlimi (2 fóta og 2 hendur) og fjóra útlimi á þeim útlimum (semsagt fjórar tær og fjóra fingur). Mittið þeirra er mjótt og langt, axlirnar breiðar, þeir eru með mun mjórri líkama en nokkur manneskja og langur háls gerir þá enþá mjórri og stærri. Na´Vi eru einnig mjög líkir manneskjum í sambandi við greind. Þó svo að þau séu ekki mjög nútímaleg þá eru þau samt búin að byggja upp mjög flókið og ekki auðskiljanlegt samband við náttúruna og þeirra hálgerða guð sem að kallast Eywa.

„It’s kinda like the Garden of Eden with teeth and claws“                                                -James Cameron (Leikstjóri Avatar)

Heimlidir:

https://www.pandorapedia.com/

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Avatar_Wiki

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>