Vika 4, Hlekkur 5

Mánudagur: Við byrjuðum á Nearpod kynninguog var hún um segulmagn og segulkraft. Síðan vorum við einnig að skoða fullt af vefslóðum um skemmtileg efni tengd segulkrafti, eins og til dæmis video sem skýrir hvað gerist ef að maður sleppir gormi í miðju lofti og mér fannst það video mjög merkilegt. Skýringin er einfaldlega sú að þyngdarafl togar gorminn niður en „tension“ úr hendinni sem heldur á honum togar hann upp. svo ef að gorminum er sleppt er hann í ágæta stund að átta sig á því og hægt er að sjá bylgjurnar í gegnum gorminn ferðast niður þegar honum er sleppt. Video!

Miðvikudagur: Við byrjuðum á því að horfa á frekar gamla en samt upplýsandi fræðslumyndband um rafmagn og segulsvið. Þegar við vorum búin að renna í gegnum það þá svöruðum við nokkrum spurningum sem að komu fyrir í myndbandinu. Við ræddum svo aðeins meira um fullyrðingarnar sem við höfum verið að læra, svöruðum spurningum og settum í miða og svo voru valin bestu svörin. Við enduðum tíman svo á fréttum.

Fimmtudagur: Á fimmtudaginn vorum við að byrja á nýjum facebook myndaleik. Okkur var semsagt skipt í hópa og við áttum svo að taka mynd af einhverju og tengja það við eitthvað sem við vorum að læra í hlekknum. Ég var með Heklu, Halldóri og Þórný í hóp og okkur gekk bara ágætlega. Síðan settum við myndirnar á Facebook og hinir hóparnir áttu að giska á merkingu myndanna.

Fréttir:

Satt og logið um lofts­lags­mál

NASA gef­ur út meinta geim­tónlist

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>