Áskorun :)

0

Áskorun flúðaskóla 2014 var á föstudaginn 2. maí.

Allir í bekknum komu upp í náttúrufræðistofuna um morguninn og okkur var skipt í hópa. Minn hópur var Eydís, Hannes, Mathias og Ég.

Við ákváðum að labba fyrst uppá miðfell til að taka selfe en tókun myndirnar af trjánum og fuglunum á leiðinni.

þetta var langur og erfiður morgun en okkur tókst ná sammt að labba uppá miðfell og á höndunum til baka.

við gerðum öll skylduverkefnin og eitt aukaverkefni um morgunin og áttum því mikin tíma til að gera aukaverkefni.

Aukaverkefnið sem að við gerðum eftir morgunfrímínúturnar var að fara í leikskólan og taka eitt lag með krökkunum og svo drifum við okkur í búðina til þess að segja eldriborgara brandara og taka eina mynd af furðufugli :) .

eftir það fórum við í stærðfræði hjá 9. bekk og sungum only teardrops og dönsuðum. Stelpurnar í 9 og 10 bekk voru að fara í íþróttir þannig að við grigum tækifærið til að gera góðverk og ég hélt á öllum töskunum þeirra frá skólanum og í íþróttahúsið !! á milli verkefna gripum við krakka og báðum þau að segja „Það er komið sumar og ég syng eins og uppáhalds fuglin minn á mismunandi tungumálum.

dagurinn var geðveikt skemmtilegur og ég væri svo sannarlega til í að gera þetta aftur !  :)

 

hérna er myndbandið eftir daginn  :)))

 

og hér er eitt stykki frétt :))

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *