vika 2 hlekkur 3

0

Mánudagurinn 24. nóvember

Á mánudaginn byrjuðum við á því að skoða frétt um svarthol á sveimi  en það var um 2 svarthol sem að skullu saman, urðu 1 og það skaust í burtu

svo fengum við nearpod kynningu um stjörnufræði og þar lærðum við t.d um

  • Hvítt ljós er samsett úr öllum regnbogans litum.
  • Blátt ljós dreifist mest.
  • Stjörnur verða til í geimþokum (myndband)

eftir það horfðum við á myndband sem að sýndi stærð stjarna. Það sem að mér fannst merkilegast var þegar að við sáum stærsti stjörnuna þá sagði Gyða okkur að ef að við ættluðum að fljúga í kringum hana þá myndi það taka 1100 ár !

Þriðjudagurinn 25. nóvember

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég vann með Birgir og Sunnevu :)

Við fórum á 3 stöðvar : stöð 12, 9, 14

Stöð 12

Á stöð 12 fengum við nokkur orð af orði verkefni og við gerðum þau öll með góðu geði 😉

Stöð 9

Á stöð 9 fengum við spurninguna ,, af hverju lýsa reykisstjörnur ?“ Við leituðum í bók sem að við fengum og fundum svarið og það er ,, reykisstjörnur lýsa vegna endurvarps frá sólu.

Stöð 14 

við bjuggum til stöð, svara spurningum í Jarðargæði bls. 70.

  1. Teiknuðum mynd af Karlsvagninum(mynd er í möppu) og bentum svo í hvaða átt Pólstjarnan væri.
  2. Reikistjörnur eru ekki sólir, þær eru upplýstar plánetur sem eru á reiki. Fastastjörnur eru sólir langt í burtu og það þarf mörg ár til að sjá að þær hafi hreyfst einhvað.
  3. Í Fastastjörnum fer fram kjarna samruni sem er fólginn því að kjarnar léttra frumefna renna saman og mynda við það kjarna þyngri frumefna.
  4. Reikistjörnur lýsa vegna endurvarps frá sólu.

 

fimmtudagurinn 27. nóvember

Á fimmtudagin fengum við tíma í að gera kynninguna okkar og ég er að gera kynningu um Satúrnus :)

converted PNM file

mynd

kolkrabbi í kókoshnetu

himininn myndi loga

 

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *