Feb 26th, 2015

Lífríkið í Þingvallavatni er mjög fjölbreytt. Í vatninu eru t.d. fiskar, skordýr gróður og feira.

Ferskvatnsfiskar í Þingvallavatni.
í Þingvallavatni eru þrjár tegundir af ferskvatnsfiski. Þær tegundir eru Urriði, Bleikja og Hornsíli.
Það sem að er merkilegt við vatnið er að það eru 4 afbrigði af bleikjum í vatninu. Þær tengudir eru Murta, Dvergbleikja, Kuðungableikja og sílableikja.

Dvergbleikja
Eins og nafnið gefur til kynna þá er  Dverbleikjan  minnst og hún verður allt að 7 – 24 cm að lengd. Bleikjan lifirmest á kuðungum og heldur sig grynningum eða á efri hluta botnsins, og útlit hennar breytist ekki með aldri.

Sílableikja

Sílableikjan er næst stæðsta afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni en hún verður allt að 40 cm á lengd. Sílableikjan er silfurlituð með ljósar doppur en er dekkri á hryggningartímanum sem að er september til nóvembers. Hún heldur sig í miklu dýpi og er oftast á botninum. Þessi bleikja nærist mest á sílum.

Kuðungableikja

Kuðungableikjan er stæðsta afbrigðið í Þingvallavatni en hún getur orðið allt að 50 cm löng. Kuðungableikja borðar ekki bara kuðunga eins og margir gætu haldið en hún nærist líka á mýum, hornsílum og ýmissum botnlegum dýrum. Kuðungableikja er með dökkt bak og silfraðar hliðar en á hryggingartímanum verður kviður og sporður bleikjunnar dökk appelsínugulur.