vika 5, hlekkur 6

0

Mánudaginn 6. apríl var páskafrí þannig að það ver enginn skóli og á þriðjudaginn var ég ekki.

Fimmtudagurinn 9. apríl

Á fimmtudaginn fórum við í tölvur og gerðum hugtakarkort um Steypireyð.

Steypireyður er stærsta spendýr sem að lifað hefur á jörðinni og getur hún orðið allt að 190 tonn og 33 m á lengd. Steypireyður er straumlínulaga og gráblá og fæðist á smáfiskum, krabbadýrum og smokkfiskum. Tegundinn er í hættu en sem betur fer var hún alfriðuð 1965 en veiði á steypireyð var bönnuð á íslandi var bönnuð 1960. Í öllum heiminum eru um 10000 dýr, 1500 á norðurhveli jarðar og 200 við ísland. Ástæðan yfir því er að golfstraumur og Norður – íshafsstraumur mætast hér og gerir það að verkum að það hrærist í sjónum og fæðan kemur upp. Steypireyðir makast á sumrin og venjuleg meðganga þeirra  er 11 mánuðir. Kálfurinn er á spena í um 8 mánuði og þyngist um 90 kíló á hverjum degi og verður kynþroska 10 ára.

Capture

 

frétt

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *