Sep, 2015

Mánudagurinn 14. september

Á mánudaginn byrjuðum við tíman á því að hlusta á lagið love song to the earth eftir Paul McCartney og gerðum krossglímu upp úr því lagi.

12023129_1023545240997938_1233620877_n

Eftit það kynnti Gyða nýtt verkefni- Hvað get ég gert?

Svo horfðum við á Veðurspá 16.júlí árið 2050 og hér eru nokkrir punktar úr því myndbandi:

 • meðalhitin var um 15-20°C
 • Gróður verður betri
 • Sýrustig hækkar
 • Það verður hlýrra en meiti raki og rigning
 • ís minnkar

Síðan lásum við tvær fréttir :Næstu 2 ár verða þau heitustu , Grænn vöxtur spari billjónir

Svo enduðum við tíman á Nearpod kynningu- Maður og náttúra kafli 3

 • Vistkerfi mannsins- 80% af nýttri orku er jarðefnaeldsneyti
 • Spurning: Helsta þróun á vistkerfi manna á síðustu öld einkennist af?
 • svar: auknu þéttbýli og aukinni neyslu.
 • Lofthjúpur jarðar
 • Gróðurhúsaáhrif valda hlýnun jarðar og ef Gróðurhúsaáhrifin væru ekki væri 5°C kaldara og sýrður sjór.
 • Gróðurhúsalofttegundir
 • Ósonlag- ef að Ósonlagið væri ekki væri ekkert líf á jörðinni.
 • Óson- súrefni sem að splittast upp og myndar O3
 • Loftmengun
 • Ofauðgun vatns og lands
 • Umhverfiseytur og úrgangur
 • spurning: Eldsneyti í kjarnorkuverum er?
 • Svar: Úran

 

Miðvikudagurinn 16. september

í þessum tíma var okkur skipt í hópa og svo áttum við að velja okkur verkefni og gera einhverskonar kynningu um það. Ég var í hópi með Heiðari og Vitaliy og við völdum okkur Ósonlagið. Eftir að hafa valið verkefni byrjuðum við á kynninguni okkar.

 

Fimmtudagurinn 17. september

Fimmtudagstíminn fór í að gera verkefnið um ósonlagið

 

Almyrkvi á tungli

Mánudagurinn 7. september

Við byrjuðun tíman á því að fá glærur og kennsluáætlun og töluðum um hvað við værum að fara að gera úr vikuna og svo fengum við glærukynningu um vistfræði.

 • Danir henda um 90 kg af mat á mann á ári.
 • Bandaríkjamenn henda um 300 kg af mat á mann á ári.
 • spurning: Af hverju eru kríum og lundum að fækka?
 • svar: Vegna hlýnun jarðar breyttist þörungablómstíminn og er ekki lengur sá sami og háannartíminn hjá sandsílum.
 • spurningar- við Sunneva náðum 11 af 15
 • Undirstöðuhugtök
 • Skógar á íslandi – í dag er 4% ag íslandi skógur.

Miðvikudagurinn 9. september

Á fimmtudaginn var stöðvavinna og við Sunneva fórum á stöð 12, 4, 5 og 11.

Stöð 12-Lifandi vísindi
Dýrin beyta náttúrulækningum.
Michael Huffman, frendardýrafræðingur komst að því aðdýr lækna sig sjálf með hlutum og efnum sem að finnast í náttúrinni. Hann var búinnað vera að fylgjast mep simpasa sem að virtist vera með inniflaorma fá sér safa úr veróníu jurt. Daginn eftir höfðu ormaeggin í hægðum hans fækkað.
Fleiri dæmi eru til um náttúrulækningar dýra. Hettuapi sást smyrja lauk á sveppi og svartur refapi sást nudda vökva úr eytraðri þúsundfætlu á mýflugnabit.

Stöð 4-Hvaðan fá plöntur næringu?
Plöntur eru frumframmleiðendur sem að þíðir að þær búi til næringu sína sjálfar. Það ferli er kallað ljóstillífun.. Ljóstillífun er þannig að plantan getur staðið ein úti í náttúruni og fengið þannig næringu. Í ljóstilífunar ferlinu sameinast koltvíoxið og vatn og til þess þarf orku sem að fengin er úr sólargeislun. Efnið sem að myndast í ferlinu er glúkósi eða þrúgusykur. Um leið myndast súrefni sem að plönturláta frá sér í andrúmsloftið
Efnaferli ljóstillífunar er svona: CO2 + H2O–> C6 H12 O6 + O2

stöð 5- lífsnauðsinlegt efnaferli

stöð 11- orð af orði

Fimmtudagurinn 11. september

Á fimmtudaginn fórum við nyður í tölvuver og svöruðum spurningum

frétt- Næstu tvö ár gætu orðið þau hlýj­ustu frá upp­hafi mæl­inga

Þann 29. ágúst lagði 10 bekkur Flúðaskóla af stað til Danmerkur og við fengum að gista í Grandhofteskolen í Ballerup. Eins og flest önnur lönd var Danmörk  ólíkt Íslandi, með öðruvísi hitastig, dýralíf og gróður. Ég var eiginlega bara hálf hisssa yfir því hversu ólík þessi 2 lönd eru. Í Kaupmannahöfn rákumst við nokkrum sinnum á íkorna, heyrðum í engisprettum, sáum drekaflugur, risastór litrík fiðrildi, lenntum í hellingur af geitungum og stigum reglulega á stóra feita snigla.
Þó að sólin var ekkert mikið að sýna sig var ágætt veður en þegar að það rigndi, þá rigndi mikið og vel !
Gróður og landslag Danmerkur var það sem að var ólíkast Íslandi. Eins og flestir vita þá er Danmörk frekar slétt land og ekki mikið um fjöll þar, það er eitt fjall sem að heitir Himmelbjerget en það er næstum helmingi minna en Miðfell í hrunamannahreppi.
Við sáum fullt af allskonar nýjum trátegundum en ég man ekki hvað þau heita. Ég man eftir því að hafa séð eplatré og einhverskonar hneturtré og svo var tré mjög líkt trénu í Pocahontas og við kölluðum það bara Pocahontas tréð þó að það heiti örugglega eitthvað allt annað.

11995640_968154643207899_948741015_n

Pocahontas tré

11999985_1016184815067314_1970965774_n                11825896_10205911464798596_4541396642825329310_n