Okt 13th, 2015

Mánudagurinn 28. september

Við byrjuðum að tala um blóðtunglið sem að var aðfaranótt mánudags.Þetta blóðtungl 4,7 % stærra og 16% bjartara en meðalfjarðlægðver en mjög sérstakt vegna þess að það var bæði fullt tungl og það var í jarðarnánd. þetta á að gerast aftur á árinu 2033 og síðast gerðist þetta árið 1982.
Við skoðuðum fullt að myndum af blóðmánanum og lásum úm hversu langt tunglið er frá jörðinni.

218738

 

Eftir þetta þórum við í verkefni úr opnu á bókinni CO2- frammtíðinn í okkar höndum. Okkur var skipt í fjögurra manna hópa. Hver og einn fékk sérstakt verkefni, fyrsta persónan átti að lesa texta og reyna að umorða hann í eina settningu, önnur átti að spurja einhverja spurningu út frá textanum, sú þriðja átti að reyna að svara spurningunni sem að önnur persónan spurði og sú fjórða átti að spá.

 

Miðvikudagurinn 30. september

Á miðvikudaginn var ekki skóli. :)

 

Fimmtudagurinn 1. október

Á fimmtudaginn fórum við í náttúru og samfélagsfræði tíma. Í þessum tíma fórum við í verkefnið global goals. Við kynntum okkur markmið og völdum okkur svo eitt. eftir það áttum við að fara í app frá global goals þar sem að við gerðum okkur að einhverskonar ofurhetjum. Hér er paddletið með öllum markmiðunum og myndunum.

fréttir– blóðmáninn 
hætta á hruni fæðukeðja sjávar
jörðin gæti orðið dauð veröld