vika 1, hlekkur 2

0

Mánudagurinn 5.október

Á mánudaginn byrjaði nýr hlekkur og við fengum nýar glærur um frumur. En áður en við fórum í glærukynninguna sagði gyða okkur frá könnun sem að við vorum að fara í á fimmtudaginn og við skoðuðum ofurhetjumyndirnar sem að við gerðum í global goals verkefninu.

Í kynninguni var talað um:

 • Mismunandi gerðir fruma- heilkjörnungar og dreifkjörnungar.
 • stærðir fruma
 • gerð og hlutverk fruma
 • frumulíffæri-mynd
 • frumuhimna
 • frumuveggur
 • frumulíffæri-frymisnet, ribósóm, leysikorn,seytibólur og golgiflétta
 • safabólur
 • grænukorn
 • kjarninn
 • hvatberar
 • kjarnahimna
 • kjarnakorn
 • litningar-grannir þræðir sem að fljóta um í kjarnanum
 • mynd- samanburður á dýrafrumu og plöntufrum
 • mítósa og meiósa- mítósa er venjuleg líkamsfruma og er með jafnskiptingu (46 litningur skiptir sér í 2 46 litninga) en meiósa er kynfruma og er með ríriskiptingu ( 46 litningur skiptir sér í tvo 23 litninga)

svo skoðuðum við myndir sem að útskýrðu mítósu og meiósu betur og fórum svo inná cellsalive.com.

 

Miðvikudagurinn 7.október

Á miðvikudaginn var stöðvavinna og þetta eru stöðvarnar sem að ég fór á.

Stöð 12, Munurinn á mítósu og meiósu:
Þegar að meiósur skipta sér byrja þær á því að tvöfalda sig. Eftir það helmingast þær alltaf meira og meira eftir því hver margar þær skipta sér í, þetta kallast rýriskipting.
Mítósur byrja líka á því að tvöfalda sig en eftir það helmingast þr ekki hedur halda sama formi og stærð sama hversu oft þær skipta sér. Og þessi skipting kalast jafnskipting.

Stöð 5, Smásjáskoðun á plöntufrumum + læra að reikna stækkanir:
Hérna fengum við sýni úr laufblaði og skoðuðum það í smásjá. Við prufuðum alls kyns stækkanir og æfðum okkur að stilla og reikna stækkanir. Þær reiknar maður með því að margfalda sjónpípustærðina með hlutlinsustærðinni.

7-stækkanir-300x99 10-stækkun-300x99 15-stækkun-300x99

 

 

Fimmtudagurinn 8. október.

Á fimmtudaginn fórum við í könnun.

 

frétt—> stofnfrumur gegn beinstökkva

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *