vika 3, hlekkur 2

0

Mánudagurinn 19. október

við byrjuðum tíman á verkefni um hundaræktun. þar reiknuðum við líkurnar á því hvernig holparnir litu út og eftir það fórum við í glærukynningu.

Saga erfðafræðarinnar

 • 1865 – Niðurstöður Mendels
 • 1900 – Niðurstöður Mendels enduruppgötvaðar
 • 1953 – Útlit DNA kom í ljós
 • 2002 – erfðamengi mannsins komur í ljós

Gregor Mendel

Gregor Mendel fór í klaustur til þess að mennta sig og vann í garðyrkju þar. Hann heillaðist að garðyrkju og byrjaði að gera allskonar tilraunir með baunagrös. Kenning hans var að það eru bæði til ríkjandi og víkjandi þættir (gen).

Tilraunir Mendels

fræ lágvaxinna planta gaf eingöngu lágvaxnar plöntur og fræ af hávöxnum plöntum gáfu af sér aðens hágvaxnar plöntur.
Eftir margar tilraunir fann Mendel úr að ef að hann lét hreinræktaðar hávaxnar og hreinræktaðar lágvaxnar plöntur ægslast saman fengi hann út aðeins hávaxnar plöntur.

Ríkjandi og víkjandi

Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum (H) en víkjandi eru táknuð með lástöfum (h). Ef að eitt foreldri þitt gefur þér ríkjandi bláan augnlit (B) en hitt foreldrið gefur þér víkjandi brún (b) þá verður augnlitur þinn blár.

Kynslóðir

P- kynslóðin = Foreldrakynslóð

F1-kynslóðin = fyrstu afkomendur

F2-kynslóðin = næstu afkomendur

Tilgáta Mendels

 • hvor foreldrisplanta gefur eitt par af erfðaþáttum (genapar)
 • einstaklingar sem að fengu eins gen (HH eða hh) kallast arfhreinir en einstaklingar með mismunandi gen (Hh) kallast arfblendnir.

DNA

 • Vegna vinnu Gregors Mendels seint á 19. öld uppgötvaðist DNA
 • DNA er grunnefni erfða og í því eru upplýsingar sem að þarf til þess að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar.
 • Er spírallaga stórsameind úr Deoxýríbósakjarnsýru
 • Varðveitir allar erfðaupplýsingar frumna

Líkindi

Líkindi eru líkur á því að eitthavð gerist og er það mikið notað í erfðafræði. Til þess að reykna þær út eru oft notaðar reitatöflur.

Reititafla

7402224

 

Eftir kynninguna töluðum við um X og Y litninga og horfðum svo á nokkur myndbönd.

 • konur eru með 2 X litninga
 • karlar eru með einn x og einn y litning
 • hvort að þú fáir x eða y litning fá pabba þínum sker út hvort að þú verðir stelpa eða strákur.

Myndböndin:

 

Miðvikudagurinn 21. október

Á miðvikudaginn var stöðvavinna, og ég fór á þessar stöðvar með Sunnevu og Birgit:

Stöð 1: spjöld-hugtök-skilningur
Á þesari stöð vorum við að vinna með hugtökin ríkjandi, víkjandi, arfhreinn, arfblendinn, arfgerð og sviðgerð. Við vorum með myndir og hugtök og pöruðum saman.

Stöð 3: Maðurinn -DNA umritun, bl. 52-53
Við lásum texta og spjölluðum saman um DNA. DNA, eða deoxírýbósakjarnsýra, er erfðaefni sem er í kjarna allra fruma. Því er vafið upp í gorm sem lítur út eins og snúinn stigi og mynda litninga.

Verkefnablöð
Við fengum hefti með fullt af verkefnum og leystum þau.

Stöð 4:
Við gerðum krossglímu úr orðinu „Erfðafræði“ og notuðum orð sem tengdust efninu.

 

Fimmtudagurinn 22. október 

Á fimmtudaginn fórum við nyður í tölvuver og horfðum á fræðslumyndböna á síðunni Khanacademy.org

 

Fréttir:

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *